Borgin synjar fötluðum manni um NPA á röngum forsendum Sveinn Arnarsson skrifar 22. janúar 2019 07:00 Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar, segir forsendur synjunar borgarinnar einfaldlega rangar. Fréttablaðið/Anton Brink Einstaklingi var synjað um NPA aðstoð hjá Reykjavíkurborg í janúar á þeim grundvelli að reglugerð ráðherra um aðstoðina væri ekki til. Hún var hins vegar samþykkt fyrir áramót. Formaður Sjálfsbjargar segir málið með ólíkindum og sviðsstjóri velferðarsviðs segir þetta leið mistök. „Reglugerð um NPA liggur ekki fyrir og þar af leiðandi ekki regluverk Reykjavíkurborgar um NPA. Þegar reglugerð ráðherra liggur fyrir mun verða unnið eins hratt og unnt er að reglum borgarinnar um NPA,“ segir í bréfi þjónustumiðstöðvar Árbæjar og Grafarholts til mannsins.Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar.Það er hins vegar ekki rétt. Lögin tóku gildi 1. október síðastliðinn og Ásmundur Einar Daðason gaf út reglugerð um málið fyrir áramót. því er ekkert í þessu sem strandar á ríkinu hvað varðar þjónustu við fatlað fólk. „Ég verð að segja að þessi neitun kom mér verulega á óvart. Loksins þegar allt er klárt hvað varðar NPA, þá synjar Reykjavíkurborg viðkomandi umsækjanda á forsendum sem eru einfaldlega rangar og standast enga skoðun,“ segir Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar. „Fatlað fólk er búið að bíða lengi eftir að allir lausir endar verði klárir og síðan þegar það sækir um eru svörin þessi. Þetta er vægast sagt mjög undarlegt allt saman.“ Frá Reykjavíkurborg fengust þau svör að þarna sé líkast til um mistök að ræða sem verði vonandi leiðrétt. Hið rétta sé að reglur Reykjavíkurborgar séu ekki enn þá tilbúnar og það sé í raun ástæða þess að ekki sé hægt að þjónusta þessa borgara eftir lögunum. „Þarna hafa átt sér stað leið mistök. Reglur borgarinnar eru ekki tilbúnar en reglugerðin var samþykkt í lok árs,“ segir Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. „Allar umsóknir verða afgreiddar eins fljótt og auðið er, eftir að þær liggja fyrir. Við vonumst til að það verði hægt að leggja þær fyrir fyrsta fund velferðarráðs í febrúar.“ Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Fleiri fréttir „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Sjá meira
Einstaklingi var synjað um NPA aðstoð hjá Reykjavíkurborg í janúar á þeim grundvelli að reglugerð ráðherra um aðstoðina væri ekki til. Hún var hins vegar samþykkt fyrir áramót. Formaður Sjálfsbjargar segir málið með ólíkindum og sviðsstjóri velferðarsviðs segir þetta leið mistök. „Reglugerð um NPA liggur ekki fyrir og þar af leiðandi ekki regluverk Reykjavíkurborgar um NPA. Þegar reglugerð ráðherra liggur fyrir mun verða unnið eins hratt og unnt er að reglum borgarinnar um NPA,“ segir í bréfi þjónustumiðstöðvar Árbæjar og Grafarholts til mannsins.Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar.Það er hins vegar ekki rétt. Lögin tóku gildi 1. október síðastliðinn og Ásmundur Einar Daðason gaf út reglugerð um málið fyrir áramót. því er ekkert í þessu sem strandar á ríkinu hvað varðar þjónustu við fatlað fólk. „Ég verð að segja að þessi neitun kom mér verulega á óvart. Loksins þegar allt er klárt hvað varðar NPA, þá synjar Reykjavíkurborg viðkomandi umsækjanda á forsendum sem eru einfaldlega rangar og standast enga skoðun,“ segir Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar. „Fatlað fólk er búið að bíða lengi eftir að allir lausir endar verði klárir og síðan þegar það sækir um eru svörin þessi. Þetta er vægast sagt mjög undarlegt allt saman.“ Frá Reykjavíkurborg fengust þau svör að þarna sé líkast til um mistök að ræða sem verði vonandi leiðrétt. Hið rétta sé að reglur Reykjavíkurborgar séu ekki enn þá tilbúnar og það sé í raun ástæða þess að ekki sé hægt að þjónusta þessa borgara eftir lögunum. „Þarna hafa átt sér stað leið mistök. Reglur borgarinnar eru ekki tilbúnar en reglugerðin var samþykkt í lok árs,“ segir Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. „Allar umsóknir verða afgreiddar eins fljótt og auðið er, eftir að þær liggja fyrir. Við vonumst til að það verði hægt að leggja þær fyrir fyrsta fund velferðarráðs í febrúar.“
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Fleiri fréttir „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Sjá meira