Virkilega ánægður með svörin Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. janúar 2019 07:00 Elín Metta Jensen skoraði bæði mörkin gegn Skotlandi. „Það er ekki hægt að biðja um betri byrjun. Verkefnið hefur gengið vel og liðið virkilega öflugt þessa viku. Það hefur gengið vel hérna og sigurinn er kærkominn,“ sagði Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, í samtali við Fréttablaðið eftir 2-1 sigur á Skotlandi í vináttulandsleik á La Manga í gær. Þetta var fyrsti leikur íslenska liðsins undir stjórn Jóns Þórs sem tók við sem landsliðsþjálfari síðasta haust. Eftir markalausan fyrri hálfleik dró til tíðinda snemma í þeim seinni. Elín Metta Jensen kom Íslandi yfir á 51. mínútu eftir sendingu Öglu Maríu Albertsdóttur. Þremur mínútum síðar skoraði Elín Metta öðru sinni eftir undirbúning Berglindar Bjargar Þorvaldsdóttur. Skotar minnkuðu muninn með glæsilegu marki með síðustu spyrnu leiksins. Elín Metta er nú komin með tíu landsliðsmörk en hún lék sinn 37. landsleik í gær. Valskonan er sú tólfta sem nær því að skora tíu mörk fyrir kvennalandsliðið. Hún er jöfn Katrínu Ómarsdóttur í 11. sæti markalistans. „Við byrjuðum leikinn af krafti. Vörnin var öflug allan leikinn en sóknin var stirð á köflum í fyrri hálfleik. En við náðum betri takti í sóknarleikinn í seinni hálfleik, héldum boltanum betur, færðum hann hraðar og komumst í þau svæði sem við vildum komast í,“ sagði Jón Þór. „Elín Metta gerði virkilega í mörkunum og undirbúningurinn að þeim var góður. Við sköpuðum okkur líka góð færi í seinni hálfleik og áttum nokkrar frábærar sóknir.“ Jón Þór segist ekki hafa haft miklar áhyggjur af því að Skotar kæmu til baka, jafnvel þótt skortur á leikformi færi að segja til sín hjá íslenska liðinu eftir því sem leið á leikinn. „Mér fannst við hafa mjög góð tök á leiknum og stjórna honum. Skotarnir færðu sig aðeins upp á skaftið undir lokin en það mátti kannski búast við því að það myndi draga af okkur síðasta stundarfjórðunginn. Flestir okkar leikmanna eru að hefja sitt undirbúningstímabil og fáar sem eru á miðju tímabili,“ sagði Skagamaðurinn. „Það var lítið hægt að gera við markinu þeirra. Það var stórglæsilegt skot upp í vinkilinn en alltaf svekkjandi að fá á sig mark.“ Jón Þór nýtti allar sex skiptingarnar sem hann mátti nota. Tveir leikmenn komu inn á í sínum fyrsta A-landsleik; markvörðurinn Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir og miðjumaðurinn Alexandra Jóhannsdóttir. „Auðvitað hefði ég viljað spila fleiri leikmönnum en við höfðum bara sex skiptingar. Frábærir leikmenn fengu ekkert að spila en sýndu mikla fagmennsku og voru til fyrirmyndar í því erfiða hlutverki. Ég er virkilega ánægður með þau svör sem ég fékk í ferðinni og í leiknum,“ sagði Jón Þór. „Við vorum meðvitaðir um að við gætum ekki farið yfir alla heimsins hluti strax í fyrsta verkefninu. Síðan eru margir leikmenn sem eru að hefja sitt undirbúningstímabil um þessar mundir. Við vildum ná upp góðri liðsheild og undirbúa okkar vel fyrir leikinn því það var mikilvægt að byrja þetta landsliðsár vel.“ Heilt yfir er nýi landsliðsþjálfarinn ánægður með fyrsta alvöru landsliðsverkefnið sitt. „Liðsheildin er öflug og liðsandinn góður. Það er mikill karakter í þessu liði og það sýndi það í þessari viku,“ sagði Jón Þór að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Agnes Keleti látin eftir ótrúlegt lífshlaup Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Sjá meira
„Það er ekki hægt að biðja um betri byrjun. Verkefnið hefur gengið vel og liðið virkilega öflugt þessa viku. Það hefur gengið vel hérna og sigurinn er kærkominn,“ sagði Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, í samtali við Fréttablaðið eftir 2-1 sigur á Skotlandi í vináttulandsleik á La Manga í gær. Þetta var fyrsti leikur íslenska liðsins undir stjórn Jóns Þórs sem tók við sem landsliðsþjálfari síðasta haust. Eftir markalausan fyrri hálfleik dró til tíðinda snemma í þeim seinni. Elín Metta Jensen kom Íslandi yfir á 51. mínútu eftir sendingu Öglu Maríu Albertsdóttur. Þremur mínútum síðar skoraði Elín Metta öðru sinni eftir undirbúning Berglindar Bjargar Þorvaldsdóttur. Skotar minnkuðu muninn með glæsilegu marki með síðustu spyrnu leiksins. Elín Metta er nú komin með tíu landsliðsmörk en hún lék sinn 37. landsleik í gær. Valskonan er sú tólfta sem nær því að skora tíu mörk fyrir kvennalandsliðið. Hún er jöfn Katrínu Ómarsdóttur í 11. sæti markalistans. „Við byrjuðum leikinn af krafti. Vörnin var öflug allan leikinn en sóknin var stirð á köflum í fyrri hálfleik. En við náðum betri takti í sóknarleikinn í seinni hálfleik, héldum boltanum betur, færðum hann hraðar og komumst í þau svæði sem við vildum komast í,“ sagði Jón Þór. „Elín Metta gerði virkilega í mörkunum og undirbúningurinn að þeim var góður. Við sköpuðum okkur líka góð færi í seinni hálfleik og áttum nokkrar frábærar sóknir.“ Jón Þór segist ekki hafa haft miklar áhyggjur af því að Skotar kæmu til baka, jafnvel þótt skortur á leikformi færi að segja til sín hjá íslenska liðinu eftir því sem leið á leikinn. „Mér fannst við hafa mjög góð tök á leiknum og stjórna honum. Skotarnir færðu sig aðeins upp á skaftið undir lokin en það mátti kannski búast við því að það myndi draga af okkur síðasta stundarfjórðunginn. Flestir okkar leikmanna eru að hefja sitt undirbúningstímabil og fáar sem eru á miðju tímabili,“ sagði Skagamaðurinn. „Það var lítið hægt að gera við markinu þeirra. Það var stórglæsilegt skot upp í vinkilinn en alltaf svekkjandi að fá á sig mark.“ Jón Þór nýtti allar sex skiptingarnar sem hann mátti nota. Tveir leikmenn komu inn á í sínum fyrsta A-landsleik; markvörðurinn Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir og miðjumaðurinn Alexandra Jóhannsdóttir. „Auðvitað hefði ég viljað spila fleiri leikmönnum en við höfðum bara sex skiptingar. Frábærir leikmenn fengu ekkert að spila en sýndu mikla fagmennsku og voru til fyrirmyndar í því erfiða hlutverki. Ég er virkilega ánægður með þau svör sem ég fékk í ferðinni og í leiknum,“ sagði Jón Þór. „Við vorum meðvitaðir um að við gætum ekki farið yfir alla heimsins hluti strax í fyrsta verkefninu. Síðan eru margir leikmenn sem eru að hefja sitt undirbúningstímabil um þessar mundir. Við vildum ná upp góðri liðsheild og undirbúa okkar vel fyrir leikinn því það var mikilvægt að byrja þetta landsliðsár vel.“ Heilt yfir er nýi landsliðsþjálfarinn ánægður með fyrsta alvöru landsliðsverkefnið sitt. „Liðsheildin er öflug og liðsandinn góður. Það er mikill karakter í þessu liði og það sýndi það í þessari viku,“ sagði Jón Þór að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Agnes Keleti látin eftir ótrúlegt lífshlaup Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Sjá meira