Myndavélakerfi þurfi í fiskiskip til að koma í veg fyrir brottkast Sighvatur Jónsson skrifar 29. apríl 2019 18:45 Eyþór Björnsson fiskistofustjóri. Vísir/Baldur Fiskistofustjóri telur myndavélakerfi í skipum og bátum nauðsynlegt til að koma í veg fyrir að fiski sé kastað aftur í hafið. Alls eru sjö mál til rannsóknar hjá stofnuninni vegna meints ólöglegs brottkasts afla. Landhelgisgæslan náði við eftirlit fyrr í mánuðinum myndum af meintu brottkasti skipverja þriggja fiskibáta. Fiskistofa er að auki með fjögur önnur mál vegna brottkasts til skoðunar. „Við höfum verið að prófa okkur áfram með langdrægan sjónauka og taka myndbönd í gegnum það sem hefur gefið glettilega góða raun. Þar höfum við séð mjög sterkar vísbendingar um brottkast á grunnslóð,“ segir Eyþór Björnsson fiskistofustjóri.Í myndbandi Landhelgisgæslunnar má sjá skipverja kasta fiski fyrir borð.SkjáskotLangdrægir sjónaukar duga skammt Þótt sjónaukarnir séu langdrægir duga þeir eingöngu til að fylgjast með skipum nærri landi. „Við náum ekki til þessara skipa sem eru fjær landi. Þess vegna horfir maður til mögulegs ávinning af því að nota myndavélaeftirlitið,“ segir Eyþór fiskistofustjóri. Hann vonar að Fiskistofa fái heimild til að setja eftirlitsmyndavélar um borð í fiskiskip því raunin sýni að þörf sé á því. Eyþór telur myndavélakerfi um borð í fiskiskipum vera hagkvæmustu og bestu leiðina til að ná raunverulegum árangri í eftirliti með brottkasti. Málið sé á borði ráðherra og stýrihóps sem endurskoðar reglur í kjölfar skýrslu ríkisendurskoðunar um eftirlit Fiskistofu. Fiskistofustjóri segir mikilvægt að geta sagt með áreiðanlegum hætti hvort brottkast sé til staðar eður ei og hvert umfang þess er. Eyþór telur ekki einsýnt að brottkast sé að aukast. „Möguleikarnir að upplýsa um það eru að aukast. Við sjáum þessar myndir sem Landhelgisgæslan hefur náð. Þetta er frábær viðbót við eftirlit og brýnt að gera meira af þessu,“ segir Eyþór. Sjávarútvegur Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fleiri fréttir Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Sjá meira
Fiskistofustjóri telur myndavélakerfi í skipum og bátum nauðsynlegt til að koma í veg fyrir að fiski sé kastað aftur í hafið. Alls eru sjö mál til rannsóknar hjá stofnuninni vegna meints ólöglegs brottkasts afla. Landhelgisgæslan náði við eftirlit fyrr í mánuðinum myndum af meintu brottkasti skipverja þriggja fiskibáta. Fiskistofa er að auki með fjögur önnur mál vegna brottkasts til skoðunar. „Við höfum verið að prófa okkur áfram með langdrægan sjónauka og taka myndbönd í gegnum það sem hefur gefið glettilega góða raun. Þar höfum við séð mjög sterkar vísbendingar um brottkast á grunnslóð,“ segir Eyþór Björnsson fiskistofustjóri.Í myndbandi Landhelgisgæslunnar má sjá skipverja kasta fiski fyrir borð.SkjáskotLangdrægir sjónaukar duga skammt Þótt sjónaukarnir séu langdrægir duga þeir eingöngu til að fylgjast með skipum nærri landi. „Við náum ekki til þessara skipa sem eru fjær landi. Þess vegna horfir maður til mögulegs ávinning af því að nota myndavélaeftirlitið,“ segir Eyþór fiskistofustjóri. Hann vonar að Fiskistofa fái heimild til að setja eftirlitsmyndavélar um borð í fiskiskip því raunin sýni að þörf sé á því. Eyþór telur myndavélakerfi um borð í fiskiskipum vera hagkvæmustu og bestu leiðina til að ná raunverulegum árangri í eftirliti með brottkasti. Málið sé á borði ráðherra og stýrihóps sem endurskoðar reglur í kjölfar skýrslu ríkisendurskoðunar um eftirlit Fiskistofu. Fiskistofustjóri segir mikilvægt að geta sagt með áreiðanlegum hætti hvort brottkast sé til staðar eður ei og hvert umfang þess er. Eyþór telur ekki einsýnt að brottkast sé að aukast. „Möguleikarnir að upplýsa um það eru að aukast. Við sjáum þessar myndir sem Landhelgisgæslan hefur náð. Þetta er frábær viðbót við eftirlit og brýnt að gera meira af þessu,“ segir Eyþór.
Sjávarútvegur Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fleiri fréttir Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Sjá meira