Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann í mjög alvarlegu ástandi í miðborg Reykjavíkur sem var grunaður um þjófnað. Maðurinn hafði ásamt tveimur öðrum mönnum ráðist á starfsmann hótels og stolið áfengisflösku. Var maðurinn vistaður í fangageymslu lögreglu vegna rannsóknar málsins.
Þá voru fimm ökumenn stöðvaðir vegna gruns um að hafa ekið undir áhrifum vímuefna í nótt.

