Grunsamlegur mjaldur í norskri landhelgi talinn þjálfaður af Rússum til hernaðar Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. apríl 2019 10:23 Sjómaður fylgist með mjaldrinum á sundi úti fyrir Finnmörku. Skjáskot/NRK Norskir sérfræðingar telja að mjaldur, sem sjómenn við veiðar fundu úti fyrir Finnmörku í liðinni viku, hafi verið þjálfaður af rússneska sjóhernum. Mjaldurinn sé mögulega hluti af verkefni hersins, sem lýtur að því að þjálfa hvali, höfrunga og seli til hernaðar. Vanur mönnum og með beisli Sjómenn rákust á mjaldurinn við veiðar í grennd við norska þorpið Inga í Finnmörku í síðustu viku. Mjaldrinum var veitt sérstök eftirtekt þar sem hann hafði utan um sig beisli, sem sérfræðingar telja að sé til þess að festa á myndavél eða vopn. Þá hóf hvalurinn að elta fiskibáta á svæðinu og reyndi að draga reipi og annan búnað á bátunum út í sjó. Í kjölfarið vaknaði grunur um að mjaldurinn væri á vegum rússneska sjóhersins, hefði hlotið þar þjálfun en sloppið úr haldi. Beislið, sem merkt var „búnaður Sankti Pétursborgar“, hefur einkum verið sagt renna stoðum undir þá kenningu. Ekki rannsóknarviðfang vísindamanna heldur herhvalur Haft er eftir Martin Biuw, prófessor í norðurskauts- og sjávarlíffræði við Háskólann í Tromsø, í frétt norska ríkisútvarosins um málið að mun líklegra sé að mjaldurinn sé á ábyrgð rússneska hersins en þarlendra vísindamanna. „Ef þessi hvalur er frá Rússlandi, og það er margt sem bendir til þess, þá eru þetta ekki rússneskir vísindamenn heldur sjóherinn sem hefur gert þetta.“ Hér sést hvalur af mjaldrategund á sædýrasafni. Von er á tveimur mjöldrum til Vestmannaeyja frá Kína á næstunni.Vísir/Getty Þá segir Audun Rikardsen, sem einnig er prófessor við Háskólann í Tromsø, að vitað sé til þess að Rússar haldi mjaldra og að sumum þeirra hafi verið sleppt. Þeir sæki gjarnan í norska báta. Þá hafi Rikardsen haft samband við rússneska vísindamenn sem könnuðust ekki við hvalinn en sögðu hann líklega á vegum rússneska sjóhersins í Murmansk. Höfrungar, selir og mjaldrar í hernaðarskyni Í frétt breska dagblaðsins Guardian er saga sjávardýraþjálfunar Rússa rakin. Á níunda áratugnum þjálfuðu Sovétríkin höfrunga í hernaðarskyni en þeir voru taldir heppilegir til þess brúks sökum hvassra tanna og „stálminnis“. Verkefnið var blásið af á níunda áratugnum en árið 2017 var greint frá endurreisn þess á rússnesku sjónvarpsstöðinni Zvezda, sem rekin er af rússneska varnarmálaráðuneytinu. Í umfjölluninni kom fram að sjóherinn hefði aftur hafið þjálfun á höfrungum, auk mjaldra og sela. Þjálfunin var sögð hafa farið fram á sjávarrannsóknarstofnun í Murmansk, fyrir hönd rússneska sjóhersins, en markmið þjálfunarinnar var m.a. að kanna hvort mjaldrar gætu „varið innganga að herskipahöfnum“ og, ef nauðsyn krefði, „aðstoðað úthafskafara og drepið ókunnuga aðila sem kæmu inn á yfirráðasvæði þeirra.“ Höfrungarnir og selirnir voru hins vegar þjálfaðir í öðrum tilgangi, m.a. til að bera verkfæri og bera kennsl á sprengjur á sjávarbotni. Rannsóknarstofnunin í Murmansk komst að þeirri niðurstöðu að þjálfunin ætti mun betur við höfrungana og selina en mjaldrana, sem metnir voru of viðkvæmir fyrir kulda hafsins á norðurslóðum og þá hafi þeir ekki heldur státað af „fagmennsku“ selanna. Dýr Noregur Rússland Mjaldurinn Hvaldímír Hvalir Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Norskir sérfræðingar telja að mjaldur, sem sjómenn við veiðar fundu úti fyrir Finnmörku í liðinni viku, hafi verið þjálfaður af rússneska sjóhernum. Mjaldurinn sé mögulega hluti af verkefni hersins, sem lýtur að því að þjálfa hvali, höfrunga og seli til hernaðar. Vanur mönnum og með beisli Sjómenn rákust á mjaldurinn við veiðar í grennd við norska þorpið Inga í Finnmörku í síðustu viku. Mjaldrinum var veitt sérstök eftirtekt þar sem hann hafði utan um sig beisli, sem sérfræðingar telja að sé til þess að festa á myndavél eða vopn. Þá hóf hvalurinn að elta fiskibáta á svæðinu og reyndi að draga reipi og annan búnað á bátunum út í sjó. Í kjölfarið vaknaði grunur um að mjaldurinn væri á vegum rússneska sjóhersins, hefði hlotið þar þjálfun en sloppið úr haldi. Beislið, sem merkt var „búnaður Sankti Pétursborgar“, hefur einkum verið sagt renna stoðum undir þá kenningu. Ekki rannsóknarviðfang vísindamanna heldur herhvalur Haft er eftir Martin Biuw, prófessor í norðurskauts- og sjávarlíffræði við Háskólann í Tromsø, í frétt norska ríkisútvarosins um málið að mun líklegra sé að mjaldurinn sé á ábyrgð rússneska hersins en þarlendra vísindamanna. „Ef þessi hvalur er frá Rússlandi, og það er margt sem bendir til þess, þá eru þetta ekki rússneskir vísindamenn heldur sjóherinn sem hefur gert þetta.“ Hér sést hvalur af mjaldrategund á sædýrasafni. Von er á tveimur mjöldrum til Vestmannaeyja frá Kína á næstunni.Vísir/Getty Þá segir Audun Rikardsen, sem einnig er prófessor við Háskólann í Tromsø, að vitað sé til þess að Rússar haldi mjaldra og að sumum þeirra hafi verið sleppt. Þeir sæki gjarnan í norska báta. Þá hafi Rikardsen haft samband við rússneska vísindamenn sem könnuðust ekki við hvalinn en sögðu hann líklega á vegum rússneska sjóhersins í Murmansk. Höfrungar, selir og mjaldrar í hernaðarskyni Í frétt breska dagblaðsins Guardian er saga sjávardýraþjálfunar Rússa rakin. Á níunda áratugnum þjálfuðu Sovétríkin höfrunga í hernaðarskyni en þeir voru taldir heppilegir til þess brúks sökum hvassra tanna og „stálminnis“. Verkefnið var blásið af á níunda áratugnum en árið 2017 var greint frá endurreisn þess á rússnesku sjónvarpsstöðinni Zvezda, sem rekin er af rússneska varnarmálaráðuneytinu. Í umfjölluninni kom fram að sjóherinn hefði aftur hafið þjálfun á höfrungum, auk mjaldra og sela. Þjálfunin var sögð hafa farið fram á sjávarrannsóknarstofnun í Murmansk, fyrir hönd rússneska sjóhersins, en markmið þjálfunarinnar var m.a. að kanna hvort mjaldrar gætu „varið innganga að herskipahöfnum“ og, ef nauðsyn krefði, „aðstoðað úthafskafara og drepið ókunnuga aðila sem kæmu inn á yfirráðasvæði þeirra.“ Höfrungarnir og selirnir voru hins vegar þjálfaðir í öðrum tilgangi, m.a. til að bera verkfæri og bera kennsl á sprengjur á sjávarbotni. Rannsóknarstofnunin í Murmansk komst að þeirri niðurstöðu að þjálfunin ætti mun betur við höfrungana og selina en mjaldrana, sem metnir voru of viðkvæmir fyrir kulda hafsins á norðurslóðum og þá hafi þeir ekki heldur státað af „fagmennsku“ selanna.
Dýr Noregur Rússland Mjaldurinn Hvaldímír Hvalir Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira