Íslenski boltinn

FH hefur fengið þrettán fleiri stig en KR í fyrstu umferðinni á síðustu fimm árum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Bjarki Jósepsson fékk rautt spjald á 44. mínútu og KR spilaði manni færri allan seinni hálfleikinn.
Aron Bjarki Jósepsson fékk rautt spjald á 44. mínútu og KR spilaði manni færri allan seinni hálfleikinn. Vísir/Daníel
KR-ingar eru strax komnir tveimur stigum á eftir FH í Pepsi Max deildinni eftir fyrstu umferð deildarinnar sem kláraðist um helgina.

FH vann 2-0 sigur á nýliðum HK á laugardaginn og seinna um kvöldið gerðu KR-ingar 1-1 jafntefli á móti Stjörnunni í Garðabæ.

Á meðan FH-ingar voru að byrja fimmta tímabilið í röð á sigri þá hafa KR-ingar ekki unnið fyrsta leik síðan í maímánuði 2013 eða í heil sex ár.

Undanfarin fimm ár hafa FH-ingar því fengið þrettán fleiri stig út úr fyrstu umferðinni en KR-ingar (15 stig á móti 2).

Stig FH og KR í fyrstu umferð undanfarin fimm ár:

2019: FH 3 stig, KR 1 stig

2018: FH 3, KR 0

2017: FH 3, KR 0

2016: FH 3, KR 1

2015: FH 3, KR 0

2015-2019: FH 15 stig, KR 2 stig

Leikir FH í fyrstu umferð 2011-2019

2019: 2-0 sigur á HK (heima)

2018: 1-0 sigur á Grindavík (úti)

2017: 4-2 sigur á ÍA (úti)

2016: 3-0 sigur á Þrótti (úti)

2015: 3-1 sigur á KR (úti)

2014: 1-1 jafntefli við Breiðablik (heima)

2013: 2-1 sigur á Keflavík (heima)

2012: 1-1 jafntefli við Grindavík (heima)

2011: 1-0 tap fyrir Val (úti)

Leikir KR í fyrstu umferð 2011-2019

2019: 1-1 jafntefli við Stjörnuna (úti)

2018: 2-1 tap fyrir Val (úti)

2017: 2-1 tap fyrir Víkingi (heima)

2016: 0-0 jafntefli við Víking (heima)

2015: 3-1 tap fyrir FH (heima)

2014: 2-1 tap fyrir Val (heima)

2013: 2-1 sigur á Stjörnunni (heima)

2012: 2-2 jafntefli við Stjörnuna (heima)

2011: 3-2 sigur á Breiðabliki (úti)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×