Lögreglan stöðvaði bíl í Breiðholti í nótt þar sem um borð voru tveir drengir sautján og sextán ára.
Hvorugur þeirra var þeir með ökuréttindi og hlupu drengirnir af vettvangi en voru stöðvaðir skömmu síðar.
Höfðu báðir verið að aka bifreiðinni án þess að hafa öðlast ökuréttindi. Annar ökumaðurinn grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna. Ekki náðist í foreldra og var málið afgreitt með aðkomu Barnaverndar.
Í nótt fannst einnig bifreið er tilkynnt hafði veri stolin. Bíllinn var stöðvaður í Hlíðunum og þar var par handtekið fyrir rannsókn máls og vistuð í fangageymslu lögreglu. Ökumaðurinn er einnig grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna.
Hvorugur með ökuréttindi og hlupu af vettvangi undan lögreglu
Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
