Amoji gefur út nýtt lag frá Los Angeles Andri Eysteinsson skrifar 29. júlí 2019 19:01 Magnús hefur gefið út lagið You I We undir nafninu Amoji Mynd/Aðsend Magnús Gunnarsson, íslenskur tónlistarmaður sem búsettur er í Los Angeles, hefur gefið út nýtt lag undir listamannsnafninu Amoji. Lagið heitir „You I We“ og nýtur Magnús liðsinni breskrar söngkonu en lagið er innan annarrar tónlistarstefnu en hann er vanur að vinna. „Ég samdi lagið og melódíuna fyrr á þessu ári en svo tók leitin við að finna réttu röddina,“ segir Magnús. Magnús hefur undanfarin ár stundað nám í tónlist í Kaliforníu og hyggst hann láta reyna á hæfileika sína í tónlistarsenunni þar. Í síðustu viku fékk Magnús heldur betur góðar fréttir þegar hann fékk samþykkt landvistarleyfi í Bandaríkjunum. „Það hefur verið mjög langt ferli að fá áframhaldandi landvistarleyfi en nú má ég vinna sem tónlistarmaður hérna úti. Það er ekki hlaupið að því að fá þetta vísa en ég var með góða umsókn og lögfræðing með mér í liði, segir Magnús sem áætlar að næsta lag komi út í ágúst. Þá hefur hann í nógu að snúast í tónlistarbransanum í Los Angeles. Í tilefni af útgáfu lagsins You I We ákvað Magnús að bjóða upp á gjafaleik þar sem aðalvinningurinn er gisting í glæsihýsi í Orange County. Hlusta má á lagið á Spotify eða í spilaranum að neðan, frekari upplýsingar um Magnús og ævintýri í Kaliforníu má finna á Facebook síðu hans, IAmAmoji. Tónlist Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið Einhleypan: Ást þegar manni er tekið eins og maður er Makamál Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Lífið Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Fleiri fréttir Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Magnús Gunnarsson, íslenskur tónlistarmaður sem búsettur er í Los Angeles, hefur gefið út nýtt lag undir listamannsnafninu Amoji. Lagið heitir „You I We“ og nýtur Magnús liðsinni breskrar söngkonu en lagið er innan annarrar tónlistarstefnu en hann er vanur að vinna. „Ég samdi lagið og melódíuna fyrr á þessu ári en svo tók leitin við að finna réttu röddina,“ segir Magnús. Magnús hefur undanfarin ár stundað nám í tónlist í Kaliforníu og hyggst hann láta reyna á hæfileika sína í tónlistarsenunni þar. Í síðustu viku fékk Magnús heldur betur góðar fréttir þegar hann fékk samþykkt landvistarleyfi í Bandaríkjunum. „Það hefur verið mjög langt ferli að fá áframhaldandi landvistarleyfi en nú má ég vinna sem tónlistarmaður hérna úti. Það er ekki hlaupið að því að fá þetta vísa en ég var með góða umsókn og lögfræðing með mér í liði, segir Magnús sem áætlar að næsta lag komi út í ágúst. Þá hefur hann í nógu að snúast í tónlistarbransanum í Los Angeles. Í tilefni af útgáfu lagsins You I We ákvað Magnús að bjóða upp á gjafaleik þar sem aðalvinningurinn er gisting í glæsihýsi í Orange County. Hlusta má á lagið á Spotify eða í spilaranum að neðan, frekari upplýsingar um Magnús og ævintýri í Kaliforníu má finna á Facebook síðu hans, IAmAmoji.
Tónlist Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið Einhleypan: Ást þegar manni er tekið eins og maður er Makamál Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Lífið Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Fleiri fréttir Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið
Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið