Átti erfitt með að trúa því að hún hefði sett heimsmet Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júlí 2019 12:30 Dalilah Muhammad eftir hlaupið þar sem hún sló sextán ára gamalt heimsmet. Getty/Jamie Squire Dalilah Muhammad sló sextán ára heimsmet í gær á bandaríska meistaramótinu í frjálsum íþróttum sem fór fram í Des Moines í Iowa fylki. Dalilah Muhammad kom í mark í 400 metra grindahlaupi á 52,20 sekúndum en hún setti heimsmetið þótt að það hafi verið grenjandi rigning. Gamla heimsmetið átti Rússinn Yuliya Pechonkina sem hljóp á 52,34 sekúndum í ágústbyrjun 2003. „Ég trúi þessu ekki,“ sagði Dalilah Muhammad eftir hlaupið. „Mér líður ótrúlega vel. Ég er ánægð með að hafa tryggt mér sæti í liði og svo ánægð með stelpurnar sem ætla að hlaupa með mér í 400 metra grindahlaupinu á HM,“ sagði Dalilah Muhammad.Dalilah Muhammad on setting a world record in the 400-meter hurdles: "I can’t even believe it. ... Man, I’m just shocked. I don’t think it’s hit me yet." https://t.co/geteYUAHxq — USA TODAY Sports (@usatodaysports) July 29, 2019„En heimsmet? Ég er eiginlega bara í sjokki. Ég er ekki búin að átta mig á þessu enn þá,“ sagði Dalilah Muhammad. „Við höfum allar verið að berjast um þessu þrjú lausu sæti á HM. Við höfum verið að drífa hverja aðra áfram, bæði andlega og líkamlega. Við vitum hvað við getum og við viljum verða bestar. Við allir viljum vinna og keppa fyrir hönd Bandaríkjanna,“ sagði Muhammad. Það má sjá heimsmetshlaupið hennar hér fyrir neðan.History brought to you by @DalilahMuhammad 16-year-old world record in the 400m hurdles SHATTERED #ToyotaUSATFOutdoorspic.twitter.com/PRA84DEmhj — Team USA (@TeamUSA) July 29, 2019 Dalilah Muhammad er ríkjandi Ólympíumeistari í greininni frá því í Ríó 2016 en hún er orðin 29 ára gömul. Hún var að reyna að tryggja sér þátttökurétt á HM í . Muhammad hefur enn ekki unnið HM-gull en endaði í öðru sæti á bæði HM 2013 og HM 2017. Næsta heimsmeistaramóti fer fram í Doha í Katar frá 27. september til 6. október næstkomandi og þar er hún svo sannarlega sigurstrangleg. Árangur Muhammad er kannski enn merkilegri fyrir það að hún datt á dögunum og fékk léttvægan heilahristing. Hún æfði því mjög takmarkað fyrir mótið. Hún segir þó vitað að hún gæti hlaupið svona hratt því hún hefði náð því æfingum. Muhammad hljóp á 54,22 sekúndum í undanúrslitunum og stakk síðan alla af eftir 200 metra í úrslitahlaupinu.Dalilah Muhammad með heimsmetstímann á töflunni.Getty/Andy Lyons Frjálsar íþróttir Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - KR | Ætla beint aftur á toppinn Í beinni: Þór Þ. - Valur | Meistararnir komnir á skrið? Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Stóru eldarnir hafa áhrif á úrslitakeppni NFL Stórundarleg hegðun O'Sullivans HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Svarar æfum De Decker: „Verður að komast ofar á heimslistann“ Djovokic segir að það hafi verið eitrað fyrir sér Moyes hefur rætt við Everton Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Dagskráin: Körfuboltakvöld og enski bikarinn Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Járnkona sundsins kveður Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Sjá meira
Dalilah Muhammad sló sextán ára heimsmet í gær á bandaríska meistaramótinu í frjálsum íþróttum sem fór fram í Des Moines í Iowa fylki. Dalilah Muhammad kom í mark í 400 metra grindahlaupi á 52,20 sekúndum en hún setti heimsmetið þótt að það hafi verið grenjandi rigning. Gamla heimsmetið átti Rússinn Yuliya Pechonkina sem hljóp á 52,34 sekúndum í ágústbyrjun 2003. „Ég trúi þessu ekki,“ sagði Dalilah Muhammad eftir hlaupið. „Mér líður ótrúlega vel. Ég er ánægð með að hafa tryggt mér sæti í liði og svo ánægð með stelpurnar sem ætla að hlaupa með mér í 400 metra grindahlaupinu á HM,“ sagði Dalilah Muhammad.Dalilah Muhammad on setting a world record in the 400-meter hurdles: "I can’t even believe it. ... Man, I’m just shocked. I don’t think it’s hit me yet." https://t.co/geteYUAHxq — USA TODAY Sports (@usatodaysports) July 29, 2019„En heimsmet? Ég er eiginlega bara í sjokki. Ég er ekki búin að átta mig á þessu enn þá,“ sagði Dalilah Muhammad. „Við höfum allar verið að berjast um þessu þrjú lausu sæti á HM. Við höfum verið að drífa hverja aðra áfram, bæði andlega og líkamlega. Við vitum hvað við getum og við viljum verða bestar. Við allir viljum vinna og keppa fyrir hönd Bandaríkjanna,“ sagði Muhammad. Það má sjá heimsmetshlaupið hennar hér fyrir neðan.History brought to you by @DalilahMuhammad 16-year-old world record in the 400m hurdles SHATTERED #ToyotaUSATFOutdoorspic.twitter.com/PRA84DEmhj — Team USA (@TeamUSA) July 29, 2019 Dalilah Muhammad er ríkjandi Ólympíumeistari í greininni frá því í Ríó 2016 en hún er orðin 29 ára gömul. Hún var að reyna að tryggja sér þátttökurétt á HM í . Muhammad hefur enn ekki unnið HM-gull en endaði í öðru sæti á bæði HM 2013 og HM 2017. Næsta heimsmeistaramóti fer fram í Doha í Katar frá 27. september til 6. október næstkomandi og þar er hún svo sannarlega sigurstrangleg. Árangur Muhammad er kannski enn merkilegri fyrir það að hún datt á dögunum og fékk léttvægan heilahristing. Hún æfði því mjög takmarkað fyrir mótið. Hún segir þó vitað að hún gæti hlaupið svona hratt því hún hefði náð því æfingum. Muhammad hljóp á 54,22 sekúndum í undanúrslitunum og stakk síðan alla af eftir 200 metra í úrslitahlaupinu.Dalilah Muhammad með heimsmetstímann á töflunni.Getty/Andy Lyons
Frjálsar íþróttir Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - KR | Ætla beint aftur á toppinn Í beinni: Þór Þ. - Valur | Meistararnir komnir á skrið? Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Stóru eldarnir hafa áhrif á úrslitakeppni NFL Stórundarleg hegðun O'Sullivans HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Svarar æfum De Decker: „Verður að komast ofar á heimslistann“ Djovokic segir að það hafi verið eitrað fyrir sér Moyes hefur rætt við Everton Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Dagskráin: Körfuboltakvöld og enski bikarinn Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Járnkona sundsins kveður Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Sjá meira