Ráðherra segir ástandið innan lögreglunnar óásættanlegt Jakob Bjarnar og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 16. september 2019 13:46 Haraldur sagði að lögreglumenn yrðu að hætta að karpa sína á milli í fjölmiðlum. Áslaug Arna segir ástandið óásættanlegt. Vísir/Vilhelm Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri sagðist í samtali við fréttamenn eftir fund hans með Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra, ekki muna til þess að rætt hafi verið um sína persónulega framtíð i embætti á fundi hans með dómsmálaráðherra.Segist aldrei hafa talað um spillta lögreglu Þá lýsti hann því yfir að hjaðningavíg, eins og hann orðaði það, yrðu ekki leyst í fjölmiðlum og mæltist til að lögreglumenn hættu að karpa sín á milli í fjölmiðlum. „Hjaðningavíg skila engu nema menn falli,“ sagði ríkislögreglustjóri og bætti því við að fundurinn með ráðherra hafi verið gagnlegur og góður. Þá var Haraldur spurður út í ummæli sem hann nefndi í viðtali við Morgunblaðið um helgina sem snéru að meintri spillingu innan lögreglunnar. Haraldur sagði alltof mikið gert úr þeim ummælum. Dæmi séu um að slíkt hafi komið upp en almennt sé ekki hægt að tala um spillta lögreglu. Það hafi hann aldrei sagt.Klippa: Ríkislögreglustjóri eftir fund með dómsmálaráðherra Áslaug Arna ræddi við fréttamenn við sama tækifæri og hún sagði ástandið innan lögreglunnar óásættanlegt. „Ástandið er óásættanlegt og ég lýsti þeirri skoðun minni,“ sagði Áslaug Arna um það hvað henni og ríkislögreglustjóra fór á millum.Staða Haraldar ekki rædd sérstaklega Hún var myrk í máli þegar hún var innt eftir hugsanlegum starfslokum Haraldar ríkislögreglustjóra. „Ekki að svo stöddu máli.“ Hún segir þau Harald hafa rætt stöðu lögreglunnar og þá umræðu sem hefur verið um hana í fjölmiðlum síðustu misseri og framtíðarskipan lögreglunnar og stöðu ríkislögreglustjóra þar. „Þetta er í skoðun,“ sagði ráðherra þegar hún var spurð nánar um stöðu Haraldar. Hún vonar að vinna sem hún hefur sett af stað í ráðuneytinu muni taka ekki meira en nokkrar vikur. Hún mun leggja á það áherslu að hún gangi hratt fyrir sig. Hún vill að þær stofnanir sem standi fyrir öryggi landsmanna virki sem best.En, gera þær það núna? „Já, ég myndi segja það. Lögreglan stendur sig afar vel en við þurfum að leysa úr þessum vandamálum líka.“Klippa: Áslaug Arna eftir fundinn með ríkislögreglustjóra Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Ríkislögreglustjóri mætti við þriðja mann á leigubíl Haraldur Johannessen fundar nú með ráðherra. 16. september 2019 11:33 Arinbjörn segir af og frá að hann sé í hefndarhug Tólf ára gamalt brot formanns lögreglufélagsins dregið fram í tengslum við væringar innan lögreglunnar. 16. september 2019 13:24 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka Sjá meira
Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri sagðist í samtali við fréttamenn eftir fund hans með Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra, ekki muna til þess að rætt hafi verið um sína persónulega framtíð i embætti á fundi hans með dómsmálaráðherra.Segist aldrei hafa talað um spillta lögreglu Þá lýsti hann því yfir að hjaðningavíg, eins og hann orðaði það, yrðu ekki leyst í fjölmiðlum og mæltist til að lögreglumenn hættu að karpa sín á milli í fjölmiðlum. „Hjaðningavíg skila engu nema menn falli,“ sagði ríkislögreglustjóri og bætti því við að fundurinn með ráðherra hafi verið gagnlegur og góður. Þá var Haraldur spurður út í ummæli sem hann nefndi í viðtali við Morgunblaðið um helgina sem snéru að meintri spillingu innan lögreglunnar. Haraldur sagði alltof mikið gert úr þeim ummælum. Dæmi séu um að slíkt hafi komið upp en almennt sé ekki hægt að tala um spillta lögreglu. Það hafi hann aldrei sagt.Klippa: Ríkislögreglustjóri eftir fund með dómsmálaráðherra Áslaug Arna ræddi við fréttamenn við sama tækifæri og hún sagði ástandið innan lögreglunnar óásættanlegt. „Ástandið er óásættanlegt og ég lýsti þeirri skoðun minni,“ sagði Áslaug Arna um það hvað henni og ríkislögreglustjóra fór á millum.Staða Haraldar ekki rædd sérstaklega Hún var myrk í máli þegar hún var innt eftir hugsanlegum starfslokum Haraldar ríkislögreglustjóra. „Ekki að svo stöddu máli.“ Hún segir þau Harald hafa rætt stöðu lögreglunnar og þá umræðu sem hefur verið um hana í fjölmiðlum síðustu misseri og framtíðarskipan lögreglunnar og stöðu ríkislögreglustjóra þar. „Þetta er í skoðun,“ sagði ráðherra þegar hún var spurð nánar um stöðu Haraldar. Hún vonar að vinna sem hún hefur sett af stað í ráðuneytinu muni taka ekki meira en nokkrar vikur. Hún mun leggja á það áherslu að hún gangi hratt fyrir sig. Hún vill að þær stofnanir sem standi fyrir öryggi landsmanna virki sem best.En, gera þær það núna? „Já, ég myndi segja það. Lögreglan stendur sig afar vel en við þurfum að leysa úr þessum vandamálum líka.“Klippa: Áslaug Arna eftir fundinn með ríkislögreglustjóra
Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Ríkislögreglustjóri mætti við þriðja mann á leigubíl Haraldur Johannessen fundar nú með ráðherra. 16. september 2019 11:33 Arinbjörn segir af og frá að hann sé í hefndarhug Tólf ára gamalt brot formanns lögreglufélagsins dregið fram í tengslum við væringar innan lögreglunnar. 16. september 2019 13:24 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka Sjá meira
Ríkislögreglustjóri mætti við þriðja mann á leigubíl Haraldur Johannessen fundar nú með ráðherra. 16. september 2019 11:33
Arinbjörn segir af og frá að hann sé í hefndarhug Tólf ára gamalt brot formanns lögreglufélagsins dregið fram í tengslum við væringar innan lögreglunnar. 16. september 2019 13:24