Deschamps hæstánægður með þrjú stig gegn mjög góðu íslensku liði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. október 2019 21:38 Didier Deschamps, landsliðsþjálfari Frakka. Vísir/Getty Didier Deschamps, þjálfari Frakka, var hæstánægður með 1-0 sigurinn á Íslandi í undankeppni EM á Laugardalsvelli í kvöld. Franska liðið hefði verið klárt í líkamlega baráttu við hraust íslenskt lið. Deschamps hefur góða reynslu af leikjum við Ísland undanfarin ár þar sem Frakkar hafa unnið keppnisleikina sannfærandi 5-2 og 4-0. Franski þjálfarinn sagði leikinn hafa einkennst af návígjum og mikilli baráttu. Leikurinn hefði verið lokaður lengi vel en Frakkarnir þó fengið tvö dauðafæri til viðbótar við vítaspyrnuna til að klára leikinn. Franskur blaðamaður spurði hann hvort þessi frammistaða hefði verið heimsmeisturum sæmandi og nægjanlega sannfærandi. Deschamps sagði ekki skipta máli hver andstæðingurinn væri þegar þú værir heimsmeistari; Ísland, Holland eða hvað sem er. Alltaf væri tekið hart á heimsmeisturum. Íslenska liðið væri líkamlega sterkt og ekki auðvelt að spila gegn. Franska liðið hefði fengið alls sex færi í leiknum svo ef blaðamaðurinn mæti sem svo að sigurinn hefði ekki verið sannfærandi þá yrði það bara að vera þannig. Þá hrósaði hann sínum mönnum sem hefði svarað kallinu og landað mikilvægum sigri gegn þéttu og mjög góðu íslensku liði. Fyrir vikið gæti liðið tryggt sér farseðilinn á EM 2020 með sigri á Tyrkjum á mánudag. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm Formúla 1 Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH Íslenski boltinn Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Enski boltinn Leik lokið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Íslenski boltinn Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Golf „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Enski boltinn „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Formúla 1 Onana ekki með gegn Newcastle Enski boltinn „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ Formúla 1 Fjórði sigur Úlfanna í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Albert og félagar misstigu sig Í beinni: Newcastle - Man. Utd. | Skjórarnir ætla sér í Meistaradeildina Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Í beinni: Alaves - Real Madrid | Tekst að saxa á Börsunga? Düsseldorf nálgast toppinn Í beinni: Vestri - FH | Byrja núna á alvöru heimavelli Þriðja tap Brynjólfs og félaga í röð Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle Júlíus spilaði með brákað bein en verður frá næstu vikur VAR í Bestu deildina? „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Þórir Jóhann lagði upp í tapi Lecce gegn Juventus Börsungar sluppu með sigur eftir sjálfsmark Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Kristian lagði upp og Nökkvi snöggur að skora Skoraði sitt fyrsta mark til að tryggja stig gegn Bayern Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Ari og Arnór mættust á miðjunni Svaraði fyrir erfiðan landsleik og lagði upp mark í sætum sigri Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Adam Ægir á heimleið Mikael lagði upp sigurmark Venezia Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Sjá meira
Didier Deschamps, þjálfari Frakka, var hæstánægður með 1-0 sigurinn á Íslandi í undankeppni EM á Laugardalsvelli í kvöld. Franska liðið hefði verið klárt í líkamlega baráttu við hraust íslenskt lið. Deschamps hefur góða reynslu af leikjum við Ísland undanfarin ár þar sem Frakkar hafa unnið keppnisleikina sannfærandi 5-2 og 4-0. Franski þjálfarinn sagði leikinn hafa einkennst af návígjum og mikilli baráttu. Leikurinn hefði verið lokaður lengi vel en Frakkarnir þó fengið tvö dauðafæri til viðbótar við vítaspyrnuna til að klára leikinn. Franskur blaðamaður spurði hann hvort þessi frammistaða hefði verið heimsmeisturum sæmandi og nægjanlega sannfærandi. Deschamps sagði ekki skipta máli hver andstæðingurinn væri þegar þú værir heimsmeistari; Ísland, Holland eða hvað sem er. Alltaf væri tekið hart á heimsmeisturum. Íslenska liðið væri líkamlega sterkt og ekki auðvelt að spila gegn. Franska liðið hefði fengið alls sex færi í leiknum svo ef blaðamaðurinn mæti sem svo að sigurinn hefði ekki verið sannfærandi þá yrði það bara að vera þannig. Þá hrósaði hann sínum mönnum sem hefði svarað kallinu og landað mikilvægum sigri gegn þéttu og mjög góðu íslensku liði. Fyrir vikið gæti liðið tryggt sér farseðilinn á EM 2020 með sigri á Tyrkjum á mánudag.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm Formúla 1 Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH Íslenski boltinn Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Enski boltinn Leik lokið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Íslenski boltinn Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Golf „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Enski boltinn „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Formúla 1 Onana ekki með gegn Newcastle Enski boltinn „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ Formúla 1 Fjórði sigur Úlfanna í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Albert og félagar misstigu sig Í beinni: Newcastle - Man. Utd. | Skjórarnir ætla sér í Meistaradeildina Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Í beinni: Alaves - Real Madrid | Tekst að saxa á Börsunga? Düsseldorf nálgast toppinn Í beinni: Vestri - FH | Byrja núna á alvöru heimavelli Þriðja tap Brynjólfs og félaga í röð Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle Júlíus spilaði með brákað bein en verður frá næstu vikur VAR í Bestu deildina? „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Þórir Jóhann lagði upp í tapi Lecce gegn Juventus Börsungar sluppu með sigur eftir sjálfsmark Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Kristian lagði upp og Nökkvi snöggur að skora Skoraði sitt fyrsta mark til að tryggja stig gegn Bayern Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Ari og Arnór mættust á miðjunni Svaraði fyrir erfiðan landsleik og lagði upp mark í sætum sigri Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Adam Ægir á heimleið Mikael lagði upp sigurmark Venezia Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Sjá meira