Haturspóstum rignir yfir fyrirtækið eftir umfjöllun um lundaveiði á Íslandi Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. júlí 2019 14:00 Hér til vinstri má sjá skjáskot af færslu frá samtökunum Ban Trophy Hunting. Myndin er tekin af vefsíðu Björns og er úr ferð á vegum fyrirtækis hans, The Icelandic Hunting Club. Mynd/samsett Eigandi íslensks fyrirtækis sem býður upp á skotveiðiferðir segir haturspóstum frá erlendum dýraverndunarsinnum nú rigna yfir sig eftir að mynd, sem sýnir lundaveiðimenn í ferð á vegum fyrirtækisins, var birt á vinsælli Facebook-síðu og tekin til umfjöllunar í breskum fjölmiðlum. Lundinn er í útrýmingarhættu, samkvæmt skýrslu alþjóðasambands fuglaverndarfélaga, en íslenski stofninn telur þó um tvær milljónir varppara.450 þúsund fyrir að skjóta lunda Samtökin Ban Trophy Hunting, sem berjast gegn svokallaðri sportveiði víða um heim, hafa undanfarna daga birt myndir af veiðimönnum sem stilla sér upp með lundum sem þeir hafa skotið. Að minnsta kosti ein mynd sem samtökin hafa birt er tekin í lundaveiðiferð á vegum íslenska fyrirtækisins The Icelandic Hunting Club. Breskir fjölmiðlar tóku málið til umfjöllunar um helgina, þar á meðal miðlarnir Telegraph og Mirror, en í sunnudagsblaði Telegraph í gær var fullyrt að breskir veiðimenn greiði allt að þrjú þúsund pund, eða um 450 þúsund krónur, fyrir veiðiferðir til Íslands. Þar veiði þeir lunda í stórum stíl og fari með aflann heim til Bretlands, þrátt fyrir aðgerðir breskra yfirvalda til að sporna við útrýmingu lundastofnsins þar í landi.Forsætisráðherrafrúin blandaði sér í málið Í fréttunum var iðja veiðimannanna harðlega gagnrýnd. Þá var rætt við forsvarsmenn dýraverndunarsamtaka og stjórnmálamenn sem kölluðu eftir því að Theresa Villiers umhverfisráðherra Bretlands banni innflutning á lundum sem skotnir eru í slíkum ferðum. Carrie Symonds, almannatengill og kærasta Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, blandaði sér einnig í málið og sagðist ekki skilja hvernig nokkur gæti fengið af sér að skjóta lunda í færslu sem hún birti á Twitter í gær, og vísaði þar í umfjöllun Telegraph.Saw a puffin for the first time last month. Was so excited. They are far smaller than I expected but you can't miss them with their amazing rainbow bills. I also found out that a baby puffin is called a puffling . Just can't understand why anyone would want to shoot them. Mad. pic.twitter.com/RwuzCkZu6z— Carrie Symonds (@carriesymonds) July 28, 2019 Á vef Náttúrufræðistofnunar er lundinn, sem er algengasti fugl á Íslandi, skráður á válista sem tegund í bráðri hættu hér á landi. Erpur Snær Hansen forstöðumaður Náttúrustofu Suðurlands áætlar að íslenski lundastofninn sé um tvær milljónir varppara, þ.e. um fjórar milljónir fugla. Þá er ungfugl ótalinn. Hann bendir á að stofninn hafi farið minnkandi síðan árið 2003 en jákvæðar fréttir séu þó að berast úr nýrri talningu: nú stefni í besta lundavarpár í áratug. Lundaveiðar eru jafnframt heimilar á Íslandi frá 1. september til 25. apríl en tímabilið var áður til 10. maí. Samkvæmt tölum frá Umhverfisstofnun voru veiddir 25.539 lundar á Íslandi árið 2017. 1. júlí til 15. ágúst má aðeins háfa lundann, og það á svæðum sem háð eru takmörkunum um hlunnindi. Tölurnar eru ekki sundurliðaðar eftir því hvernig lundinn er veiddur, þ.e. veiddur í háf eða skotinn, en samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofnun er mikill meirihluti fangaður með háfi.Verið að höfða til „ægilegrar dramatíkur“ Björn Leví Birgisson, eigandi The Icelandic Hunting Club, hefur sjálfur skotið lunda í fimmtíu ár að eigin sögn. Hann segir í samtali við Vísi að eftir að veiðitímabilið var stytt fari hann með einn til tvo hópa á lundaveiðar á ári á vegum fyrirtækis síns, miðað við þrjá til fimm hópa áður. Þeir sem sæki í lundaferðirnar séu aðallega Bandaríkjamenn og fuglasafnarar frá Möltu og Ítalíu. „Við erum að skjóta kannski svona 200 fugla samtals yfir vorið, mínir menn. Þannig að það er dropi í hafið,“ segir Björn. Undanfarna daga hafi dýraverndunarsinnar þó látið reiðipóstum rigna yfir forsvarsmenn fyrirtækisins. Að minnsta kosti ein mynd sem birt var á Facebook-síðu Ban Trophy Hunting er tekin af heimasíðu Björns. „Ég er að fá fullt af haturstölvupóstum út af þessu,“ segir Björn. „Það sem er verið að fullyrða í þessum tölvupóstum, að ég sé að útrýma lundastofninum, það er náttúrulega mesta öfugmælavísa sem hægt er að kveða. Það er verið að höfða til einhverrar ægilegrar dramatíkur hjá fólki vegna þess að fuglinn er svo fallegur.“ Samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofnun þarf erlendur veiðimaður sem vill veiða hér á landi að sækja um veiðikort hjá stofnuninni. Mörg fordæmi eru fyrir því en viðkomandi þarf að hafa byssuleyfi, veiðikort í sínu landi og hafa íslenskan meðmælanda. Ekki er ljóst hvort fréttaflutningur breskra miðla um helgina muni draga dilk á eftir sér. Haft er eftir Roger Gale, þingmanni breska Íhaldsflokksins og formanni dýraverndunarsamtakanna Conservative Animal Welfare Foundation, í frétt Telegraph, að hann sé mikill andstæðingur umræddra lundaveiða. Gale er jafnframt formaður Bretlands í Evrópuráðsþinginu og kveðst ætla að vekja máls á lundaveiðunum við fulltrúa Íslands í þinginu. Aðalmenn Íslands í Evrópuráðsþinginu eru þingmennirnir Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Bergþór Ólason. Bretland Dýr Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Sjá meira
Eigandi íslensks fyrirtækis sem býður upp á skotveiðiferðir segir haturspóstum frá erlendum dýraverndunarsinnum nú rigna yfir sig eftir að mynd, sem sýnir lundaveiðimenn í ferð á vegum fyrirtækisins, var birt á vinsælli Facebook-síðu og tekin til umfjöllunar í breskum fjölmiðlum. Lundinn er í útrýmingarhættu, samkvæmt skýrslu alþjóðasambands fuglaverndarfélaga, en íslenski stofninn telur þó um tvær milljónir varppara.450 þúsund fyrir að skjóta lunda Samtökin Ban Trophy Hunting, sem berjast gegn svokallaðri sportveiði víða um heim, hafa undanfarna daga birt myndir af veiðimönnum sem stilla sér upp með lundum sem þeir hafa skotið. Að minnsta kosti ein mynd sem samtökin hafa birt er tekin í lundaveiðiferð á vegum íslenska fyrirtækisins The Icelandic Hunting Club. Breskir fjölmiðlar tóku málið til umfjöllunar um helgina, þar á meðal miðlarnir Telegraph og Mirror, en í sunnudagsblaði Telegraph í gær var fullyrt að breskir veiðimenn greiði allt að þrjú þúsund pund, eða um 450 þúsund krónur, fyrir veiðiferðir til Íslands. Þar veiði þeir lunda í stórum stíl og fari með aflann heim til Bretlands, þrátt fyrir aðgerðir breskra yfirvalda til að sporna við útrýmingu lundastofnsins þar í landi.Forsætisráðherrafrúin blandaði sér í málið Í fréttunum var iðja veiðimannanna harðlega gagnrýnd. Þá var rætt við forsvarsmenn dýraverndunarsamtaka og stjórnmálamenn sem kölluðu eftir því að Theresa Villiers umhverfisráðherra Bretlands banni innflutning á lundum sem skotnir eru í slíkum ferðum. Carrie Symonds, almannatengill og kærasta Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, blandaði sér einnig í málið og sagðist ekki skilja hvernig nokkur gæti fengið af sér að skjóta lunda í færslu sem hún birti á Twitter í gær, og vísaði þar í umfjöllun Telegraph.Saw a puffin for the first time last month. Was so excited. They are far smaller than I expected but you can't miss them with their amazing rainbow bills. I also found out that a baby puffin is called a puffling . Just can't understand why anyone would want to shoot them. Mad. pic.twitter.com/RwuzCkZu6z— Carrie Symonds (@carriesymonds) July 28, 2019 Á vef Náttúrufræðistofnunar er lundinn, sem er algengasti fugl á Íslandi, skráður á válista sem tegund í bráðri hættu hér á landi. Erpur Snær Hansen forstöðumaður Náttúrustofu Suðurlands áætlar að íslenski lundastofninn sé um tvær milljónir varppara, þ.e. um fjórar milljónir fugla. Þá er ungfugl ótalinn. Hann bendir á að stofninn hafi farið minnkandi síðan árið 2003 en jákvæðar fréttir séu þó að berast úr nýrri talningu: nú stefni í besta lundavarpár í áratug. Lundaveiðar eru jafnframt heimilar á Íslandi frá 1. september til 25. apríl en tímabilið var áður til 10. maí. Samkvæmt tölum frá Umhverfisstofnun voru veiddir 25.539 lundar á Íslandi árið 2017. 1. júlí til 15. ágúst má aðeins háfa lundann, og það á svæðum sem háð eru takmörkunum um hlunnindi. Tölurnar eru ekki sundurliðaðar eftir því hvernig lundinn er veiddur, þ.e. veiddur í háf eða skotinn, en samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofnun er mikill meirihluti fangaður með háfi.Verið að höfða til „ægilegrar dramatíkur“ Björn Leví Birgisson, eigandi The Icelandic Hunting Club, hefur sjálfur skotið lunda í fimmtíu ár að eigin sögn. Hann segir í samtali við Vísi að eftir að veiðitímabilið var stytt fari hann með einn til tvo hópa á lundaveiðar á ári á vegum fyrirtækis síns, miðað við þrjá til fimm hópa áður. Þeir sem sæki í lundaferðirnar séu aðallega Bandaríkjamenn og fuglasafnarar frá Möltu og Ítalíu. „Við erum að skjóta kannski svona 200 fugla samtals yfir vorið, mínir menn. Þannig að það er dropi í hafið,“ segir Björn. Undanfarna daga hafi dýraverndunarsinnar þó látið reiðipóstum rigna yfir forsvarsmenn fyrirtækisins. Að minnsta kosti ein mynd sem birt var á Facebook-síðu Ban Trophy Hunting er tekin af heimasíðu Björns. „Ég er að fá fullt af haturstölvupóstum út af þessu,“ segir Björn. „Það sem er verið að fullyrða í þessum tölvupóstum, að ég sé að útrýma lundastofninum, það er náttúrulega mesta öfugmælavísa sem hægt er að kveða. Það er verið að höfða til einhverrar ægilegrar dramatíkur hjá fólki vegna þess að fuglinn er svo fallegur.“ Samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofnun þarf erlendur veiðimaður sem vill veiða hér á landi að sækja um veiðikort hjá stofnuninni. Mörg fordæmi eru fyrir því en viðkomandi þarf að hafa byssuleyfi, veiðikort í sínu landi og hafa íslenskan meðmælanda. Ekki er ljóst hvort fréttaflutningur breskra miðla um helgina muni draga dilk á eftir sér. Haft er eftir Roger Gale, þingmanni breska Íhaldsflokksins og formanni dýraverndunarsamtakanna Conservative Animal Welfare Foundation, í frétt Telegraph, að hann sé mikill andstæðingur umræddra lundaveiða. Gale er jafnframt formaður Bretlands í Evrópuráðsþinginu og kveðst ætla að vekja máls á lundaveiðunum við fulltrúa Íslands í þinginu. Aðalmenn Íslands í Evrópuráðsþinginu eru þingmennirnir Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Bergþór Ólason.
Bretland Dýr Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Sjá meira