Vill skoða að lækka fasteignaskatt á umhverfisvæn fyrirtæki Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. október 2019 14:00 Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi VG og formaður umhverfis- og heilbrigðisráðs Reykjavíkur. FBL/Sigtryggur Ari Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna og formaður umhverfis- og heilbrigðisráðs Reykjavíkur, vill skoða þann möguleika að leggja lægri fasteignaskatt á þau fyrirtæki í borginni sem eru með lítið kolefnisspor. Líf greinir frá þessari hugmynd sinni á Twitter í dag en hún segist í samtali við Vísi ekki vita hvort þetta sé hægt en hún hyggist skoða þennan möguleika. „Ég fékk bara þessa hugmynd, hvernig við getum verið hvati í að ráðast á loftslagsbreytingar vegna þess að við þurfum að gera það á svo mörgum stöðum og með svo mörgum ráðum,“ segir Líf. Í færslu sinni á Twitter nefnir hún sem dæmi að þannig yrðu fasteignagjöld á „veganstaðnum lægri en á buffhúsinu.“Væri það ekki dásamlegt ef Reykjavík hefði heimildir til að lækka fasteignaskatta á fyrirtæki sem væru með lítið eða ekkert sótspor? Þá væru t.d. fasteignagjöldin á vegan staðnum lægri en á buffhúsinu. Ég ætla a.m.k. að skoða þetta mál af alvöru. #TheFutureWeWant— Líf Magneudóttir (@lifmagn) October 11, 2019 Líklega þurfi þó lagabreytingu til að slíkt gæti orðið að veruleika. „Ég bara fékk þessa flugu í hausinn og ég veit ekkert hvort þetta er hægt. Ég held að þú getir ekki mismunað fyrirtækjum án þess að hafa einhverja lagastoð fyrir því og ég held að hún sé ekki fyrir hendi. Það þyrfti kannski jafnvel bara að breyta lögunum til þess að ívilna þeim sem að sannarlega standa sig vel gagnvart umhverfinu,“ segir Líf. Henni þyki ekki nema sanngjarnt að þeir borgi meira sem mengi meira. Það fjármagn væri að mati Lífar jafnvel hægt að nýta í nýsköpun, tæknilausnir eða innviði í þágu þess að stuðla að kolefnishlutlausu samfélagi og umhverfi. „Þetta er það áhugaverð pæling að ég ætla að kanna í fyllstu alvöru hvernig við getum, Reykjavíkurborg, notað þau tæki sem við höfum til þess einmitt að ná markmiðum okkar og þá jafnvel ívilna fyrir þá sem menga minna,“ segir Líf. Borgarstjórn Reykjavík Skattar og tollar Umhverfismál Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna og formaður umhverfis- og heilbrigðisráðs Reykjavíkur, vill skoða þann möguleika að leggja lægri fasteignaskatt á þau fyrirtæki í borginni sem eru með lítið kolefnisspor. Líf greinir frá þessari hugmynd sinni á Twitter í dag en hún segist í samtali við Vísi ekki vita hvort þetta sé hægt en hún hyggist skoða þennan möguleika. „Ég fékk bara þessa hugmynd, hvernig við getum verið hvati í að ráðast á loftslagsbreytingar vegna þess að við þurfum að gera það á svo mörgum stöðum og með svo mörgum ráðum,“ segir Líf. Í færslu sinni á Twitter nefnir hún sem dæmi að þannig yrðu fasteignagjöld á „veganstaðnum lægri en á buffhúsinu.“Væri það ekki dásamlegt ef Reykjavík hefði heimildir til að lækka fasteignaskatta á fyrirtæki sem væru með lítið eða ekkert sótspor? Þá væru t.d. fasteignagjöldin á vegan staðnum lægri en á buffhúsinu. Ég ætla a.m.k. að skoða þetta mál af alvöru. #TheFutureWeWant— Líf Magneudóttir (@lifmagn) October 11, 2019 Líklega þurfi þó lagabreytingu til að slíkt gæti orðið að veruleika. „Ég bara fékk þessa flugu í hausinn og ég veit ekkert hvort þetta er hægt. Ég held að þú getir ekki mismunað fyrirtækjum án þess að hafa einhverja lagastoð fyrir því og ég held að hún sé ekki fyrir hendi. Það þyrfti kannski jafnvel bara að breyta lögunum til þess að ívilna þeim sem að sannarlega standa sig vel gagnvart umhverfinu,“ segir Líf. Henni þyki ekki nema sanngjarnt að þeir borgi meira sem mengi meira. Það fjármagn væri að mati Lífar jafnvel hægt að nýta í nýsköpun, tæknilausnir eða innviði í þágu þess að stuðla að kolefnishlutlausu samfélagi og umhverfi. „Þetta er það áhugaverð pæling að ég ætla að kanna í fyllstu alvöru hvernig við getum, Reykjavíkurborg, notað þau tæki sem við höfum til þess einmitt að ná markmiðum okkar og þá jafnvel ívilna fyrir þá sem menga minna,“ segir Líf.
Borgarstjórn Reykjavík Skattar og tollar Umhverfismál Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira