Innlent

ASÍ leggst gegn lækkun erfðafjárskatts

Kristinn Haukur Guðnason skrifar
Henný Hinz, hagfræðingur ASÍ.
Henný Hinz, hagfræðingur ASÍ. Fréttablaðið/Anton
Alþýðusamband Íslands leggst gegn fyrirhuguðu frumvarpi Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um þrepaskiptingu og lækkun erfðafjárskatts. BSRB hefur einnig lagst gegn frumvarpinu.

Í umsögn um frumvarpið segir Henný Hinz, hagfræðingur ASÍ, að sambandið telji erfðafjárskatt skilvirka og réttláta leið til tekjuöflunar ríkissjóðs. En samkvæmt frumvarpinu yrði ríkissjóður af tveimur milljörðum árlega. Einnig að hann vinni gegn ójöfnuði og óæskilegri auðsöfnun á milli kynslóða.

„Þá áréttar ASÍ afstöðu sína um að þegar hafi verið of hart gengið fram í að rýra tekjustofna ríkisins og rekstur ríkissjóðs er samkvæmt fyrirliggjandi frumvarpi til fjárlaga í járnum á komandi ári,“ segir Henný.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×