Sportpakkinn: Einn besti leikmaður Olís-deildarinnar er með 15 manns í vinnu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. nóvember 2019 17:04 Eftir að hafa horfið af handboltasviðinu um tíma hefur Guðmundur Árni Ólafsson komið eins og stormsveipur inn í lið Aftureldingar sem er á toppi Olís-deildar karla. Guðmundur Árni lék sem atvinnumaður í Danmörku í nokkur ár en sneri aftur heim til Íslands 2016. „Þegar ég kom heim var ég kominn í fyrirtækjarekstur. Það tók ansi mikinn tíma frá mér og ég hafði mikinn metnað á því sviði,“ sagði Guðmundur Árni í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum. „Ég reyndi eins og ég gat að halda mörgum boltum á lofti en það var erfitt. Ég lét reyna á fyrirtækjareksturinn sem ég er ennþá með. Ég er með um 15 starfsmenn í vinnu og þegar það var komið á mjög góðan stað gat ég farið að einbeita mér aftur að handboltanum og hungrið kom. Ég saknaði þess að spila á hæsta getustigi.“ Eftir að hafa spilað með HK í Grill 66 deildinni á síðasta tímabili samdi Guðmundur Árni við Aftureldingu í sumar. Þar hitti hann fyrir gamla þjálfarann sinn úr yngri landsliðunum. „Ég þekkti Einar Andra [Einarsson]. Hann er þjálfari að mínu skapi og ég vildi spila undir hans stjórn,“ sagði Guðmundur Árni. Hann verður í eldlínunni þegar Afturelding tekur á móti Haukum í toppslag í Olís-deildinni í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 20:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. „Við vitum að Haukar eru með stóra og sterka en frekar passíva vörn miðað við síðustu tímabil. Báðir þjálfarar eru mjög taktíkst öflugir. Það verða einhverjar hrókeringar og menn þurfa að gera breytingar til að aðlagast leiknum,“ sagði Guðmundur Árni. „Ég vona að þetta verði mjög jafnt allan tímann eins og flestir okkar leikir og þetta ráðist á síðustu stundu.“ Fréttina í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Olís-deild karla Sportpakkinn Tengdar fréttir Birkir laus við meiðsli og aldrei spilað betur: „Er ekki úr gleri“ Stórskyttan Birkir Benediktsson hefur verið í hópi bestu leikmanna Olís-deildar karla í vetur. 1. nóvember 2019 14:30 Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Selfoss 32-31 | Spennutryllir í Mosfellsbæ Karakterssigur hjá Mosfellingum. 31. október 2019 22:15 Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Í beinni: ÍBV - Fram | Kemur fyrsta markið á Þórsvelli? Íslenski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Fleiri fréttir Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Sjá meira
Eftir að hafa horfið af handboltasviðinu um tíma hefur Guðmundur Árni Ólafsson komið eins og stormsveipur inn í lið Aftureldingar sem er á toppi Olís-deildar karla. Guðmundur Árni lék sem atvinnumaður í Danmörku í nokkur ár en sneri aftur heim til Íslands 2016. „Þegar ég kom heim var ég kominn í fyrirtækjarekstur. Það tók ansi mikinn tíma frá mér og ég hafði mikinn metnað á því sviði,“ sagði Guðmundur Árni í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum. „Ég reyndi eins og ég gat að halda mörgum boltum á lofti en það var erfitt. Ég lét reyna á fyrirtækjareksturinn sem ég er ennþá með. Ég er með um 15 starfsmenn í vinnu og þegar það var komið á mjög góðan stað gat ég farið að einbeita mér aftur að handboltanum og hungrið kom. Ég saknaði þess að spila á hæsta getustigi.“ Eftir að hafa spilað með HK í Grill 66 deildinni á síðasta tímabili samdi Guðmundur Árni við Aftureldingu í sumar. Þar hitti hann fyrir gamla þjálfarann sinn úr yngri landsliðunum. „Ég þekkti Einar Andra [Einarsson]. Hann er þjálfari að mínu skapi og ég vildi spila undir hans stjórn,“ sagði Guðmundur Árni. Hann verður í eldlínunni þegar Afturelding tekur á móti Haukum í toppslag í Olís-deildinni í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 20:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. „Við vitum að Haukar eru með stóra og sterka en frekar passíva vörn miðað við síðustu tímabil. Báðir þjálfarar eru mjög taktíkst öflugir. Það verða einhverjar hrókeringar og menn þurfa að gera breytingar til að aðlagast leiknum,“ sagði Guðmundur Árni. „Ég vona að þetta verði mjög jafnt allan tímann eins og flestir okkar leikir og þetta ráðist á síðustu stundu.“ Fréttina í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Olís-deild karla Sportpakkinn Tengdar fréttir Birkir laus við meiðsli og aldrei spilað betur: „Er ekki úr gleri“ Stórskyttan Birkir Benediktsson hefur verið í hópi bestu leikmanna Olís-deildar karla í vetur. 1. nóvember 2019 14:30 Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Selfoss 32-31 | Spennutryllir í Mosfellsbæ Karakterssigur hjá Mosfellingum. 31. október 2019 22:15 Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Í beinni: ÍBV - Fram | Kemur fyrsta markið á Þórsvelli? Íslenski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Fleiri fréttir Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Sjá meira
Birkir laus við meiðsli og aldrei spilað betur: „Er ekki úr gleri“ Stórskyttan Birkir Benediktsson hefur verið í hópi bestu leikmanna Olís-deildar karla í vetur. 1. nóvember 2019 14:30
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Selfoss 32-31 | Spennutryllir í Mosfellsbæ Karakterssigur hjá Mosfellingum. 31. október 2019 22:15