Vinnufriður Eyþór Arnalds skrifar 25. febrúar 2019 07:00 Stærsti flokkurinn í borginni er í minnihluta ásamt þremur nýjum flokkum í borgarstjórn. Á fyrsta ári höfum við lagt fram tugi tillagna en jafnframt haft jákvæð áhrif til breytinga. Má nefna stöðu heimilislausra, aukna áherslu á sköpun í skólastarfi og einfaldara velferðarkerfi. Það er hlutverk okkar að benda á það sem betur má gera í borginni. Frá kosningum hefur mikill fjöldi úrskurða, dóma og álita fallið borginni í óhag. Hæstiréttur staðfesti að borgin snuðaði öryrkja um bætur. Héraðsdómur felldi dóm um störf skrifstofustjóra borgarstjórans. Umboðsmaður Alþingis benti á brot borgarinnar í húsnæðismálum Félagsbústaða. Ólögleg var ráðning borgarlögmanns að mati Jafnréttisstofu. Svört skýrsla borgarskjalasafns um skjalamál borgarinnar á síðasta ári. Niðurstaða innri endurskoðunar um óheimila framúrkeyrslu Félagsbústaða leiddi til þess að framkvæmdastjórinn sagði starfi sínu lausu. Skýrsla innri endurskoðunar um braggamálið. Og svo álit Persónuverndar um að borgin hafi brotið persónuverndarlög í aðdraganda kosninganna. Þessi samfelldi áfellisdómur er einstakur í sögu borgarinnar. Hann er ekki frá okkur kominn. Hann er einfaldlega staðreynd. Undanfarna daga hafa embættismenn beðið um vinnufrið. Um hann er þetta að segja: Við munum áfram styðja við góð mál og styðja starfsmenn í sínum störfum. Okkur ber hins vegar að skoða þau mál þar sem brotin eru lög og reglur. Það er einfaldlega okkar lögbundna hlutverk. Það kann að hafa áhrif á starfsandann að æðsti embættismaður borgarinnar sem jafnframt er borgarfulltrúi kannist ekki við ábyrgð á því sem aflaga fer. Ítrekað varpar borgarstjórinn ábyrgð sinni yfir á undirmenn með því að segjast ekkert hafa vitað, ekkert hafa sagt, ekkert skrifað og ekkert gert. Það er sannkallað ábyrgðarleysi. Ef störfin eru í lagi verður góður vinnufriður. Við erum kosin sem fulltrúar fólksins í borginni. Við berum ábyrgð á að vel sé farið með fé og farið sé að lögum. Vinur er sá er til vamms segir. Borgin okkar getur gert betur. Stöndum saman um það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Eyþór Arnalds Mest lesið Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar Skoðun Traustur vinur getur gert voðaverk! Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Stærsti flokkurinn í borginni er í minnihluta ásamt þremur nýjum flokkum í borgarstjórn. Á fyrsta ári höfum við lagt fram tugi tillagna en jafnframt haft jákvæð áhrif til breytinga. Má nefna stöðu heimilislausra, aukna áherslu á sköpun í skólastarfi og einfaldara velferðarkerfi. Það er hlutverk okkar að benda á það sem betur má gera í borginni. Frá kosningum hefur mikill fjöldi úrskurða, dóma og álita fallið borginni í óhag. Hæstiréttur staðfesti að borgin snuðaði öryrkja um bætur. Héraðsdómur felldi dóm um störf skrifstofustjóra borgarstjórans. Umboðsmaður Alþingis benti á brot borgarinnar í húsnæðismálum Félagsbústaða. Ólögleg var ráðning borgarlögmanns að mati Jafnréttisstofu. Svört skýrsla borgarskjalasafns um skjalamál borgarinnar á síðasta ári. Niðurstaða innri endurskoðunar um óheimila framúrkeyrslu Félagsbústaða leiddi til þess að framkvæmdastjórinn sagði starfi sínu lausu. Skýrsla innri endurskoðunar um braggamálið. Og svo álit Persónuverndar um að borgin hafi brotið persónuverndarlög í aðdraganda kosninganna. Þessi samfelldi áfellisdómur er einstakur í sögu borgarinnar. Hann er ekki frá okkur kominn. Hann er einfaldlega staðreynd. Undanfarna daga hafa embættismenn beðið um vinnufrið. Um hann er þetta að segja: Við munum áfram styðja við góð mál og styðja starfsmenn í sínum störfum. Okkur ber hins vegar að skoða þau mál þar sem brotin eru lög og reglur. Það er einfaldlega okkar lögbundna hlutverk. Það kann að hafa áhrif á starfsandann að æðsti embættismaður borgarinnar sem jafnframt er borgarfulltrúi kannist ekki við ábyrgð á því sem aflaga fer. Ítrekað varpar borgarstjórinn ábyrgð sinni yfir á undirmenn með því að segjast ekkert hafa vitað, ekkert hafa sagt, ekkert skrifað og ekkert gert. Það er sannkallað ábyrgðarleysi. Ef störfin eru í lagi verður góður vinnufriður. Við erum kosin sem fulltrúar fólksins í borginni. Við berum ábyrgð á að vel sé farið með fé og farið sé að lögum. Vinur er sá er til vamms segir. Borgin okkar getur gert betur. Stöndum saman um það.
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar
Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar