Hóta að tilkynna lögreglu um áreitni í garð Meghan og Katrínar á samfélagsmiðlum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. mars 2019 14:44 Hertogaynjurnar Katrín og Meghan á leið til kirkju á jóladag. vísir/getty Breska konungsfjölskyldan hefur gefið út reglur fyrir þá sem fylgja henni á samfélagsmiðlum. Þar segir að þeir sem skilja eftir særandi ummæli í athugasemdakerfi miðlanna geti átt von á því að vera bannaðir frá því að fylgja fjölskyldunni þar eftir eða jafnvel að ummælin verði tilkynnt til lögreglunnar.Today we have published guidelines for interacting with The Royal Family, @ClarenceHouse and @KensingtonRoyal social media channels. Read in full here: https://t.co/b57TjSn09d — The Royal Family (@RoyalFamily) March 4, 2019 Konungsfjölskyldan grípur til þessa ráðs vegna þeirrar gríðarlegu áreitni sem hertogaynjurnar Meghan og Katrín verða fyrir á Twitter og Instagram. Hefur til að mynda andstyggilegum athugasemdum verið beint gegn Meghan vegna uppruna hennar og þá hefur særandi ummælum einnig verið beint að Katrínu. Þá hefur það valdið sérstökum áhyggjum innan konungsfjölskyldunnar að meiðandi ummælum er beint gegn annarri hvorri hertogaynjunni undir þeim formerkjum að viðkomandi sé með hinni hertogaynjunni í liði, í Team Meghan eða Team Kate. Nú biður fjölskyldan fylgjendur sína um að sýna kurteisi, virðingu og vinsemd í athugasemdum á miðlunum en þetta er í fyrsta sinn sem konungshöllin hefur sent frá sér einhvers konar leiðbeiningar varðandi samfélagsmiðla sína. Í yfirlýsingu sem sett var á miðlana í dag segir að konungsfjölskyldan vilji „skapa umhverfi þar sem hægt sé að eiga í samræðum og setja inn athugasemdir, spurningar eða annað á öruggan máta. Við biðjum hvern þann sem fylgir okkur á samfélagsmiðlum að sýna kurteisi, vinsemd og virðingu gagnvart öllum öðrum sem taka þátt á okkar miðlum.“ Bretland Kóngafólk Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Leita aðstoðar vegna óhóflegrar áreitni í garð Meghan og Katrínar á samfélagsmiðlum Bandaríska fréttastofan CNN hefur þetta eftir heimildarmanni sínum. 30. janúar 2019 23:48 Heldur úti „leynilegum“ Instagram-reikningi Meghan Markle hertogynjan af Sussex heldur að sögn vinar hennar úti "leynilegum“ Instagram-reikningi til að forðast fjölmiðla og halda sambandi við vini sína. 21. janúar 2019 19:01 Varar við því að Markle gæti hlotið sömu örlög og Díana prinsessa Bandaríski leikarinn George Clooney sagði að ljósmyndasnápar, eða svokallaðir papparassar, gangi jafn hart fram gagnvart Meghan Markle, hertogynjunni af Sussex, og Díönu prinsessu heitinni. 12. febrúar 2019 21:19 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Breska konungsfjölskyldan hefur gefið út reglur fyrir þá sem fylgja henni á samfélagsmiðlum. Þar segir að þeir sem skilja eftir særandi ummæli í athugasemdakerfi miðlanna geti átt von á því að vera bannaðir frá því að fylgja fjölskyldunni þar eftir eða jafnvel að ummælin verði tilkynnt til lögreglunnar.Today we have published guidelines for interacting with The Royal Family, @ClarenceHouse and @KensingtonRoyal social media channels. Read in full here: https://t.co/b57TjSn09d — The Royal Family (@RoyalFamily) March 4, 2019 Konungsfjölskyldan grípur til þessa ráðs vegna þeirrar gríðarlegu áreitni sem hertogaynjurnar Meghan og Katrín verða fyrir á Twitter og Instagram. Hefur til að mynda andstyggilegum athugasemdum verið beint gegn Meghan vegna uppruna hennar og þá hefur særandi ummælum einnig verið beint að Katrínu. Þá hefur það valdið sérstökum áhyggjum innan konungsfjölskyldunnar að meiðandi ummælum er beint gegn annarri hvorri hertogaynjunni undir þeim formerkjum að viðkomandi sé með hinni hertogaynjunni í liði, í Team Meghan eða Team Kate. Nú biður fjölskyldan fylgjendur sína um að sýna kurteisi, virðingu og vinsemd í athugasemdum á miðlunum en þetta er í fyrsta sinn sem konungshöllin hefur sent frá sér einhvers konar leiðbeiningar varðandi samfélagsmiðla sína. Í yfirlýsingu sem sett var á miðlana í dag segir að konungsfjölskyldan vilji „skapa umhverfi þar sem hægt sé að eiga í samræðum og setja inn athugasemdir, spurningar eða annað á öruggan máta. Við biðjum hvern þann sem fylgir okkur á samfélagsmiðlum að sýna kurteisi, vinsemd og virðingu gagnvart öllum öðrum sem taka þátt á okkar miðlum.“
Bretland Kóngafólk Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Leita aðstoðar vegna óhóflegrar áreitni í garð Meghan og Katrínar á samfélagsmiðlum Bandaríska fréttastofan CNN hefur þetta eftir heimildarmanni sínum. 30. janúar 2019 23:48 Heldur úti „leynilegum“ Instagram-reikningi Meghan Markle hertogynjan af Sussex heldur að sögn vinar hennar úti "leynilegum“ Instagram-reikningi til að forðast fjölmiðla og halda sambandi við vini sína. 21. janúar 2019 19:01 Varar við því að Markle gæti hlotið sömu örlög og Díana prinsessa Bandaríski leikarinn George Clooney sagði að ljósmyndasnápar, eða svokallaðir papparassar, gangi jafn hart fram gagnvart Meghan Markle, hertogynjunni af Sussex, og Díönu prinsessu heitinni. 12. febrúar 2019 21:19 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Leita aðstoðar vegna óhóflegrar áreitni í garð Meghan og Katrínar á samfélagsmiðlum Bandaríska fréttastofan CNN hefur þetta eftir heimildarmanni sínum. 30. janúar 2019 23:48
Heldur úti „leynilegum“ Instagram-reikningi Meghan Markle hertogynjan af Sussex heldur að sögn vinar hennar úti "leynilegum“ Instagram-reikningi til að forðast fjölmiðla og halda sambandi við vini sína. 21. janúar 2019 19:01
Varar við því að Markle gæti hlotið sömu örlög og Díana prinsessa Bandaríski leikarinn George Clooney sagði að ljósmyndasnápar, eða svokallaðir papparassar, gangi jafn hart fram gagnvart Meghan Markle, hertogynjunni af Sussex, og Díönu prinsessu heitinni. 12. febrúar 2019 21:19