Hóta að tilkynna lögreglu um áreitni í garð Meghan og Katrínar á samfélagsmiðlum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. mars 2019 14:44 Hertogaynjurnar Katrín og Meghan á leið til kirkju á jóladag. vísir/getty Breska konungsfjölskyldan hefur gefið út reglur fyrir þá sem fylgja henni á samfélagsmiðlum. Þar segir að þeir sem skilja eftir særandi ummæli í athugasemdakerfi miðlanna geti átt von á því að vera bannaðir frá því að fylgja fjölskyldunni þar eftir eða jafnvel að ummælin verði tilkynnt til lögreglunnar.Today we have published guidelines for interacting with The Royal Family, @ClarenceHouse and @KensingtonRoyal social media channels. Read in full here: https://t.co/b57TjSn09d — The Royal Family (@RoyalFamily) March 4, 2019 Konungsfjölskyldan grípur til þessa ráðs vegna þeirrar gríðarlegu áreitni sem hertogaynjurnar Meghan og Katrín verða fyrir á Twitter og Instagram. Hefur til að mynda andstyggilegum athugasemdum verið beint gegn Meghan vegna uppruna hennar og þá hefur særandi ummælum einnig verið beint að Katrínu. Þá hefur það valdið sérstökum áhyggjum innan konungsfjölskyldunnar að meiðandi ummælum er beint gegn annarri hvorri hertogaynjunni undir þeim formerkjum að viðkomandi sé með hinni hertogaynjunni í liði, í Team Meghan eða Team Kate. Nú biður fjölskyldan fylgjendur sína um að sýna kurteisi, virðingu og vinsemd í athugasemdum á miðlunum en þetta er í fyrsta sinn sem konungshöllin hefur sent frá sér einhvers konar leiðbeiningar varðandi samfélagsmiðla sína. Í yfirlýsingu sem sett var á miðlana í dag segir að konungsfjölskyldan vilji „skapa umhverfi þar sem hægt sé að eiga í samræðum og setja inn athugasemdir, spurningar eða annað á öruggan máta. Við biðjum hvern þann sem fylgir okkur á samfélagsmiðlum að sýna kurteisi, vinsemd og virðingu gagnvart öllum öðrum sem taka þátt á okkar miðlum.“ Bretland Kóngafólk Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Leita aðstoðar vegna óhóflegrar áreitni í garð Meghan og Katrínar á samfélagsmiðlum Bandaríska fréttastofan CNN hefur þetta eftir heimildarmanni sínum. 30. janúar 2019 23:48 Heldur úti „leynilegum“ Instagram-reikningi Meghan Markle hertogynjan af Sussex heldur að sögn vinar hennar úti "leynilegum“ Instagram-reikningi til að forðast fjölmiðla og halda sambandi við vini sína. 21. janúar 2019 19:01 Varar við því að Markle gæti hlotið sömu örlög og Díana prinsessa Bandaríski leikarinn George Clooney sagði að ljósmyndasnápar, eða svokallaðir papparassar, gangi jafn hart fram gagnvart Meghan Markle, hertogynjunni af Sussex, og Díönu prinsessu heitinni. 12. febrúar 2019 21:19 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Erlent Fleiri fréttir Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Sjá meira
Breska konungsfjölskyldan hefur gefið út reglur fyrir þá sem fylgja henni á samfélagsmiðlum. Þar segir að þeir sem skilja eftir særandi ummæli í athugasemdakerfi miðlanna geti átt von á því að vera bannaðir frá því að fylgja fjölskyldunni þar eftir eða jafnvel að ummælin verði tilkynnt til lögreglunnar.Today we have published guidelines for interacting with The Royal Family, @ClarenceHouse and @KensingtonRoyal social media channels. Read in full here: https://t.co/b57TjSn09d — The Royal Family (@RoyalFamily) March 4, 2019 Konungsfjölskyldan grípur til þessa ráðs vegna þeirrar gríðarlegu áreitni sem hertogaynjurnar Meghan og Katrín verða fyrir á Twitter og Instagram. Hefur til að mynda andstyggilegum athugasemdum verið beint gegn Meghan vegna uppruna hennar og þá hefur særandi ummælum einnig verið beint að Katrínu. Þá hefur það valdið sérstökum áhyggjum innan konungsfjölskyldunnar að meiðandi ummælum er beint gegn annarri hvorri hertogaynjunni undir þeim formerkjum að viðkomandi sé með hinni hertogaynjunni í liði, í Team Meghan eða Team Kate. Nú biður fjölskyldan fylgjendur sína um að sýna kurteisi, virðingu og vinsemd í athugasemdum á miðlunum en þetta er í fyrsta sinn sem konungshöllin hefur sent frá sér einhvers konar leiðbeiningar varðandi samfélagsmiðla sína. Í yfirlýsingu sem sett var á miðlana í dag segir að konungsfjölskyldan vilji „skapa umhverfi þar sem hægt sé að eiga í samræðum og setja inn athugasemdir, spurningar eða annað á öruggan máta. Við biðjum hvern þann sem fylgir okkur á samfélagsmiðlum að sýna kurteisi, vinsemd og virðingu gagnvart öllum öðrum sem taka þátt á okkar miðlum.“
Bretland Kóngafólk Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Leita aðstoðar vegna óhóflegrar áreitni í garð Meghan og Katrínar á samfélagsmiðlum Bandaríska fréttastofan CNN hefur þetta eftir heimildarmanni sínum. 30. janúar 2019 23:48 Heldur úti „leynilegum“ Instagram-reikningi Meghan Markle hertogynjan af Sussex heldur að sögn vinar hennar úti "leynilegum“ Instagram-reikningi til að forðast fjölmiðla og halda sambandi við vini sína. 21. janúar 2019 19:01 Varar við því að Markle gæti hlotið sömu örlög og Díana prinsessa Bandaríski leikarinn George Clooney sagði að ljósmyndasnápar, eða svokallaðir papparassar, gangi jafn hart fram gagnvart Meghan Markle, hertogynjunni af Sussex, og Díönu prinsessu heitinni. 12. febrúar 2019 21:19 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Erlent Fleiri fréttir Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Sjá meira
Leita aðstoðar vegna óhóflegrar áreitni í garð Meghan og Katrínar á samfélagsmiðlum Bandaríska fréttastofan CNN hefur þetta eftir heimildarmanni sínum. 30. janúar 2019 23:48
Heldur úti „leynilegum“ Instagram-reikningi Meghan Markle hertogynjan af Sussex heldur að sögn vinar hennar úti "leynilegum“ Instagram-reikningi til að forðast fjölmiðla og halda sambandi við vini sína. 21. janúar 2019 19:01
Varar við því að Markle gæti hlotið sömu örlög og Díana prinsessa Bandaríski leikarinn George Clooney sagði að ljósmyndasnápar, eða svokallaðir papparassar, gangi jafn hart fram gagnvart Meghan Markle, hertogynjunni af Sussex, og Díönu prinsessu heitinni. 12. febrúar 2019 21:19