Segir skýrt að engar kvaðir um sæstreng séu í þriðja orkupakkanum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. ágúst 2019 13:35 Margrét Einarsdóttir, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Vísir/skjáskot Það gæti sett framkvæmd EES- samningsins í uppnám og haft í för með sér bæði efnahagslegar og pólitískar afleiðingar að synja þriðja orkupakkanum. Þetta segir dósent við lagadeild HR. Það sé enn fremur kýrskýrt að innleiðing orkupakkans feli ekki í sér neinar kvaðir um lagningu sæstrengs. Margrét Einarsdóttir, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík var meðal þeirra sérfræðinga sem komu fyrir utanríkismálanefnd í gær til að ræða þriðja orkupakkann. Þetta er í fyrsta sinn sem Margrét kemur fyrir nefndina en hún vann álitsgerð ásamt fleirum um það hvaða lagalegu afleiðingar það hefði í för með sér ef að Alþingi myndi synja um afléttingu stjórnskipulegs fyrirvara með þriðja orkupakkanum. „Það sem að við bendum á er í fyrsta lagi er að löggjöfin myndi þá ekki taka gildi, hvorki gagnvart Íslandi, Noregi né Lictenstein. Sameiginlega EES nefndin myndi þá fresta fjórða viðauka um orku í EES-samningnum til bráðabirða þannig að hluti eða öll löggjöf sem snýr að orkumálum yrði frestað,” segir Margrét. Það gæti haft í för með sér ýmsar afleiðingar. „Það gæti haft ákveðnar efnahagslegar afleiðingar, meðal annars fyrir orkufyrirtæki á Íslandi sem eru að selja upprunaábyrgðir, þá myndi þetta hafa í för með sér ákveðnar pólitískar afleiðingar, gæti sett framkvæmd EES-samningsins í ákveðið uppnám, og það sem kannski mestu máli skiptir er að það er mjög óljóst hver ættu að verða næstu skref.” Þá segir hún afar langsótt að halda því fram að innleiðingin feli í sér kvaðir um lagningu sæstrengs líkt og margir hafa þegar bent á. „Það er alveg kýrskýrt að þriðji orkupakkinn leggur ekki skyldur á íslenska ríkið til þess að leggja sæstreng og það leggur ekki þær skyldur á íslenska ríkið að heimila einhverjum öðrum einstaklingum eða lögaðilum að leggja sæstreng,” segir Margrét. Alþingi Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Ekki skylda að leggja sæstreng Fimm gestir komu á fund utanríkismálanefndar um þriðja orkupakkann. Formaður nefndarinnar segir ekkert nýtt koma fram. Varaformaður nefndarinnar setur spurningarmerki við hæfi héraðsdómara. 17. ágúst 2019 07:15 Vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um þriðja orkupakkann Orkan okkar, sem barist hefur gegn innleiðingu þriðja orkupakkans, kynnti í dag eigin skýrslu um afleiðingar þess fyrir Ísland ef orkupakkinn verður samþykktur. 16. ágúst 2019 21:00 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Fleiri fréttir Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Sjá meira
Það gæti sett framkvæmd EES- samningsins í uppnám og haft í för með sér bæði efnahagslegar og pólitískar afleiðingar að synja þriðja orkupakkanum. Þetta segir dósent við lagadeild HR. Það sé enn fremur kýrskýrt að innleiðing orkupakkans feli ekki í sér neinar kvaðir um lagningu sæstrengs. Margrét Einarsdóttir, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík var meðal þeirra sérfræðinga sem komu fyrir utanríkismálanefnd í gær til að ræða þriðja orkupakkann. Þetta er í fyrsta sinn sem Margrét kemur fyrir nefndina en hún vann álitsgerð ásamt fleirum um það hvaða lagalegu afleiðingar það hefði í för með sér ef að Alþingi myndi synja um afléttingu stjórnskipulegs fyrirvara með þriðja orkupakkanum. „Það sem að við bendum á er í fyrsta lagi er að löggjöfin myndi þá ekki taka gildi, hvorki gagnvart Íslandi, Noregi né Lictenstein. Sameiginlega EES nefndin myndi þá fresta fjórða viðauka um orku í EES-samningnum til bráðabirða þannig að hluti eða öll löggjöf sem snýr að orkumálum yrði frestað,” segir Margrét. Það gæti haft í för með sér ýmsar afleiðingar. „Það gæti haft ákveðnar efnahagslegar afleiðingar, meðal annars fyrir orkufyrirtæki á Íslandi sem eru að selja upprunaábyrgðir, þá myndi þetta hafa í för með sér ákveðnar pólitískar afleiðingar, gæti sett framkvæmd EES-samningsins í ákveðið uppnám, og það sem kannski mestu máli skiptir er að það er mjög óljóst hver ættu að verða næstu skref.” Þá segir hún afar langsótt að halda því fram að innleiðingin feli í sér kvaðir um lagningu sæstrengs líkt og margir hafa þegar bent á. „Það er alveg kýrskýrt að þriðji orkupakkinn leggur ekki skyldur á íslenska ríkið til þess að leggja sæstreng og það leggur ekki þær skyldur á íslenska ríkið að heimila einhverjum öðrum einstaklingum eða lögaðilum að leggja sæstreng,” segir Margrét.
Alþingi Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Ekki skylda að leggja sæstreng Fimm gestir komu á fund utanríkismálanefndar um þriðja orkupakkann. Formaður nefndarinnar segir ekkert nýtt koma fram. Varaformaður nefndarinnar setur spurningarmerki við hæfi héraðsdómara. 17. ágúst 2019 07:15 Vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um þriðja orkupakkann Orkan okkar, sem barist hefur gegn innleiðingu þriðja orkupakkans, kynnti í dag eigin skýrslu um afleiðingar þess fyrir Ísland ef orkupakkinn verður samþykktur. 16. ágúst 2019 21:00 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Fleiri fréttir Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Sjá meira
Ekki skylda að leggja sæstreng Fimm gestir komu á fund utanríkismálanefndar um þriðja orkupakkann. Formaður nefndarinnar segir ekkert nýtt koma fram. Varaformaður nefndarinnar setur spurningarmerki við hæfi héraðsdómara. 17. ágúst 2019 07:15
Vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um þriðja orkupakkann Orkan okkar, sem barist hefur gegn innleiðingu þriðja orkupakkans, kynnti í dag eigin skýrslu um afleiðingar þess fyrir Ísland ef orkupakkinn verður samþykktur. 16. ágúst 2019 21:00