Vakta eitruð og hættuleg efni í yfirborðsvatni Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. mars 2019 17:03 Fyrstu sýnatökurnar hafa þegar farið fram en niðurstöður munu liggja fyrir fljótlega. UST Umhverfisstofnun í samstarfi við aðrar stofnanir vakta nú eitruð og hættuleg efni í yfirborðsvatni á Íslandi. Vöktunin er hluti af innleiðingu vatnatilskipunar Evrópusambandsins. Fyrstu niðurstöður munu liggja fyrir fljótlega en þá mun koma í ljós hvort vatnið standist þau umhverfismörk sem eru í gildi. Þetta kemur fram á vef Umhverfisstofnunar. Efnin og efnasamböndin sem verið er að vakta eru 45 talsins og flokkast niður í málma, varnarefni, PAH efni, PBDE efni og mýkingarefni fyrir plast. Sýnatökur fara fram víðsvegar um landið en staðirnir eru valdir út frá sérstakri aðferðafræði þar sem þeir mynda saman sérstakt vöktunarnet. Starfsmenn taka sýni bæði á svæðum þar sem engar mengunaruppsprettur eru í nánd og þar sem hugsanlegt er að áhrifa gæti frá uppsprettum. Fyrstu sýnatökurnar hafa þegar farið fram en vatnssýni eru tekin á Mývatni, Þingvallavatni, Eiðisvatni, Tjörninni í Reykjavík, Varmá í Ölfusi, Þjórsá, Ölfusá, í sunnanverðum Faxaflóa vestan við Kjalarnes, Eyjafirði innanverðum, Pollinum í Skutulsfirði og innanverðu Viðeyjarsundi í Reykjavík. Auk þess munu tilheyra þessu vöktunarneti nokkrir sýnatökustaðir sem notaðir hafa verið til að fylgjast með uppsöfnun varasamra efna í kræklingi. Mengun af manna völdum berst í vötn með beinni losun og frá fjarlægum uppsprettum með úrkomu og andrúmslofti. Mörg þessara efna enda að lokum í hafinu þar sem þau geta haft margvísleg áhrif á lífríki sjávar. Sum efnanna eru sérstaklega varasöm þar sem þau eru þrávirk og safnast upp í lífverum. Þá er sagt frá því á vef Umhverfisstofnunar að efnamengunin í vatni geti bæði haft bráð og langvinn áhrif á manninn og aðrar lífverur og samfélög þeirra. Umhverfismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Fleiri fréttir Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík Sjá meira
Umhverfisstofnun í samstarfi við aðrar stofnanir vakta nú eitruð og hættuleg efni í yfirborðsvatni á Íslandi. Vöktunin er hluti af innleiðingu vatnatilskipunar Evrópusambandsins. Fyrstu niðurstöður munu liggja fyrir fljótlega en þá mun koma í ljós hvort vatnið standist þau umhverfismörk sem eru í gildi. Þetta kemur fram á vef Umhverfisstofnunar. Efnin og efnasamböndin sem verið er að vakta eru 45 talsins og flokkast niður í málma, varnarefni, PAH efni, PBDE efni og mýkingarefni fyrir plast. Sýnatökur fara fram víðsvegar um landið en staðirnir eru valdir út frá sérstakri aðferðafræði þar sem þeir mynda saman sérstakt vöktunarnet. Starfsmenn taka sýni bæði á svæðum þar sem engar mengunaruppsprettur eru í nánd og þar sem hugsanlegt er að áhrifa gæti frá uppsprettum. Fyrstu sýnatökurnar hafa þegar farið fram en vatnssýni eru tekin á Mývatni, Þingvallavatni, Eiðisvatni, Tjörninni í Reykjavík, Varmá í Ölfusi, Þjórsá, Ölfusá, í sunnanverðum Faxaflóa vestan við Kjalarnes, Eyjafirði innanverðum, Pollinum í Skutulsfirði og innanverðu Viðeyjarsundi í Reykjavík. Auk þess munu tilheyra þessu vöktunarneti nokkrir sýnatökustaðir sem notaðir hafa verið til að fylgjast með uppsöfnun varasamra efna í kræklingi. Mengun af manna völdum berst í vötn með beinni losun og frá fjarlægum uppsprettum með úrkomu og andrúmslofti. Mörg þessara efna enda að lokum í hafinu þar sem þau geta haft margvísleg áhrif á lífríki sjávar. Sum efnanna eru sérstaklega varasöm þar sem þau eru þrávirk og safnast upp í lífverum. Þá er sagt frá því á vef Umhverfisstofnunar að efnamengunin í vatni geti bæði haft bráð og langvinn áhrif á manninn og aðrar lífverur og samfélög þeirra.
Umhverfismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Fleiri fréttir Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík Sjá meira