Viðskipti innlent

Kaupmáttur launa eykst

Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar fylgist með Birni Snæbjörnssyni formanni SGS undirrita kjarasamning.
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar fylgist með Birni Snæbjörnssyni formanni SGS undirrita kjarasamning. Vísir/vilhelm
Samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands hækkaði launavísitala um 4,3 prósent á síðustu tólf mánuðum og er það minnsta ársbreyting síðan árið 2011. Launavísitala hækkaði um 0,1% á milli maí og júní á þessu ári.

Samanlögð hækkun launavísitölu í maí og apríl var 2,2 prósent og gefur að mati Landsbankans góða mælingu á upphafsáhrifum nýgerðra kjarasamninga á almennum vinnumarkaði.

Frá áramótum 2014/2015 hefur kaupmáttur launavísitölu hækkað um sex prósent á ári eða um rúmlega 25 prósent.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×