Innlent

Sunnlenskir bændur munu slá þrisvar í sumar

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Bændur á Suðurlandi hafa fengið og munu fá mikið af góðu heyi sumarið 2019. Hér er verið að slá í Austur-Landeyjum.
Bændur á Suðurlandi hafa fengið og munu fá mikið af góðu heyi sumarið 2019. Hér er verið að slá í Austur-Landeyjum. Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Bændur á Suðurlandi hafa sjaldan eða aldrei upplifað eins gott sumar og í sumar enda útlit fyrir að allir geti slegið þriðja slátt. Gæði heyjanna eru góð og það er mikið af þeim.

 

Sumarið 2019 verður lengi í minnum haft á Suðurlandi, blíðaskapaveður alla daga, góður hiti og allt smá rigning á milli. Bændur bera sig vel enda ekki hægt að hugsa sér betra veður fyrir heyskap. Arnar Bjarni Eiríksson er kúabóndi á bænum Gunnbjarnarholti í Skeiða og Gnúpverjahreppi.

 

„Þetta er einfaldlega lengsta sumar sem ég hef nokkurn tímann lifað og er ég bara rétt um hálfrar aldar gamall. Ég man aldrei eftir svona sumri á ævinni áður, það er hiti og notalegt veður á hverjum einasta degi og því fylgir náttúrulega afskaplega skemmtilegur og þægilegur heyskapur“, segir Arnar Bjarni Eiríksson, bóndi á bænum Gunnbjarnarholti í Skeiða og Gnúpverjahreppi.

 

 

Arnar Bjarni Eiríksson, bóndi í Gunnbjarnarholti, sem segist aldrei hafa lifað eins gott sumar og í sumar.Magnús Hlynur
Arnar Bjarni segir að margir séu nú á öðrum slætti.

 

„Og það er alveg ljóst, allavega hér á Suðurlandi verða þrír slættir á velflestum stöðum þar sem menn hafa byrjað snemma. Við erum að tala um mjög góð hey og svo þar sem menn eru í byggrækt, það er alveg ljóst að það verður mjög góð bygg uppskera“.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×