Ákæra á hendur Huawei gæti tafið uppbyggingu 5G kerfa Þorbjörn Þórðarson skrifar 30. janúar 2019 19:30 Kjartan Briem, framkvæmdastjóri tækni og innviða hjá Vodafone á Íslandi. Vísir/Friðrik Þór Halldórsson Vodafone Group í Evrópu hefur sett kaup á búnaði frá kínverska tæknifyrirtækinu Huawei í biðstöðu eftir að bandaríska dómsmálaráðuneytið höfðaði sakamál á hendur fyrirtækinu fyrir stórfelldan hugverkaþjófnað og brot á viðskiptaþvingunum gagnvart Íran. Ákvörðunin gæti haft áhrif á uppbyggingu á 5G kerfum hér á landi. Bandaríska dómsmálaráðuneytið gaf út ákæru á hendur Huawei á mánudag en málið hefur verið í rannsókn með hléum í tæpan áratug. Í málinu reynir á refsiábyrgð fyrirtækisins sjálfs og æðstu stjórnenda þess. Meng Wanzhou, fjármálastjóri Huawei, var handtekin á flugvellinum í Vancouver 1. desember og hefur verið stofufangelsi í einbýlishúsi í borginni á meðan hún bíður hugsanlegs framsals til Bandaríkjanna. Verði hún framseld og dæmd vestanhafs gæti hún átt yfir höfði sér allt að 30 ára fangelsi í Bandaríkjunum. Huawei er stærsti birgir í heiminum á sviði farsímakerfa. Þá er fyrirtækið næstsöluhæsti framleiðandi snjallsíma á heimsvísu á eftir Samsung eftir að hafa náð öðru sætinu af Apple í júní fyrra. Vodafone Group í Evrópu hefur sett kaup á frekari búnaði frá Huawei vegna uppbyggingar á 5G kerfum í biðstöðu vegna málsins. Sýn hf. hefur samning við Vodafone Group um notkun á vörumerkinu Vodafone á Íslandi. Kjartan Briem, framkvæmdastjóri tækni og innviða hjá Vodafone á Íslandi (Sýnar), segir að fyrirtækið hafi yfirleitt fylgt Vodafone Group við kaup á búnaði. Þessi afstaða Vodafone kunni því að hafa áhrif á það hvaða búnaður verði fyrir valinu hér á landi. „Við erum að nota búnað frá Huawei, bæði í okkar kjarnabúnaði og í radíóbúnaðinum okkar og þetta er ekki að hafa nein áhrif í dag en það sem Vodafone tók ákvörðun um var að fresta innkaupum á nýjum 5G kjarnabúnaði á meðan þessi mál myndu skýrast. Við munum auðvitað fylgjast vel með þróuninni hjá Vodafone,“ segir Kjartan. Málið gæti því haft áhrif á uppbyggingu á 5G í Evrópu og þar með á Íslandi en uppsetning þess er mjög skammt á veg komin hér á landi. Nova styðst líka við búnað frá Huawei í sínum farsímakerfum. Síminn notar hins vegar kerfi frá Ericsson.Orri Hauksson forstjóri Símans. Fyrirtækið notar engan búnað frá Huawei í sínum farsímakerfum og hefur keypta stóran hluta sinna kerfa frá sænska fjarskiptarisanum Ericsson. Vísir/VilhelmSíminn enn meira afhuga Huawei Orri Hauksson, forstjóri Símans, segir að fyrirtækið sé að leggja drög að 5G eins og önnur fjarskiptafyrirtæki. „4G tæknin er í sífelldri þróun, verður sífellt umfangsmeiri og snertir alltaf á fleiri atriðum daglegs lífs og viðskiptaumhverfis. Í augnablikinu erum við eins og margir aðrir í heiminum að leggja grunn að fimmtu kynslóðar farsímakerfi. 5G mun reyndar ekki koma fram í neinni alvöru mynd strax en verða ríkjandi þegar líður á næsta áratug. Þróunin frá 4G yfir í 4G+ er löngu hafin en þróunin úr 4G+ yfir í alvöru 5G fer að hefjast í rólegheitum. Við viljum geta valið úr hagkvæmum búnaði, en fyrst og fremst öruggum búnaði og það nú þegar. Eins og gefur að skilja viljum við ekki taka áhættu varðandi upplýsingar um fólk og fyrirtæki," segir Orri. Hann segir að það séu minni líkur á Siminn muni kaupa búnað frá Huawei úr þessu. „Síðan auknar kvaðir voru lagðar á Huawei og aðra kínverska birgja höfum við orðið meira afhuga þessum fyrirtækjum, þótt við myndum gjarnan vilja hafa þau sem valkost. Við höfum um nokkurra mánaða skeið spurt yfirvöld fjarskiptamála á Íslandi út í afstöðu landsins til þessara mála og þess búnaðar sem um ræðir, en enn sem komið er ekki fengið svör,“ segir Orri. Deutsche Telekom, stærsta fjarskiptafyrirtæki Evrópu og eigandi T-Mobile, hefur varað við því að Huawei verði útilokað frá uppbyggingu á 5G kerfum í Evrópu eins og rætt hefur verið um á vettvangi Evrópusambandsins. Ekkert fyrirtæki kemst nálægt Huawei í markaðshlutdeild fyrir farsímakerfi en fyrirtækið var með 28% markaðshlutdeild á þessum markaði á síðasta ári. Bandaríkin Fjarskipti Kína Tækni Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Vodafone Group í Evrópu hefur sett kaup á búnaði frá kínverska tæknifyrirtækinu Huawei í biðstöðu eftir að bandaríska dómsmálaráðuneytið höfðaði sakamál á hendur fyrirtækinu fyrir stórfelldan hugverkaþjófnað og brot á viðskiptaþvingunum gagnvart Íran. Ákvörðunin gæti haft áhrif á uppbyggingu á 5G kerfum hér á landi. Bandaríska dómsmálaráðuneytið gaf út ákæru á hendur Huawei á mánudag en málið hefur verið í rannsókn með hléum í tæpan áratug. Í málinu reynir á refsiábyrgð fyrirtækisins sjálfs og æðstu stjórnenda þess. Meng Wanzhou, fjármálastjóri Huawei, var handtekin á flugvellinum í Vancouver 1. desember og hefur verið stofufangelsi í einbýlishúsi í borginni á meðan hún bíður hugsanlegs framsals til Bandaríkjanna. Verði hún framseld og dæmd vestanhafs gæti hún átt yfir höfði sér allt að 30 ára fangelsi í Bandaríkjunum. Huawei er stærsti birgir í heiminum á sviði farsímakerfa. Þá er fyrirtækið næstsöluhæsti framleiðandi snjallsíma á heimsvísu á eftir Samsung eftir að hafa náð öðru sætinu af Apple í júní fyrra. Vodafone Group í Evrópu hefur sett kaup á frekari búnaði frá Huawei vegna uppbyggingar á 5G kerfum í biðstöðu vegna málsins. Sýn hf. hefur samning við Vodafone Group um notkun á vörumerkinu Vodafone á Íslandi. Kjartan Briem, framkvæmdastjóri tækni og innviða hjá Vodafone á Íslandi (Sýnar), segir að fyrirtækið hafi yfirleitt fylgt Vodafone Group við kaup á búnaði. Þessi afstaða Vodafone kunni því að hafa áhrif á það hvaða búnaður verði fyrir valinu hér á landi. „Við erum að nota búnað frá Huawei, bæði í okkar kjarnabúnaði og í radíóbúnaðinum okkar og þetta er ekki að hafa nein áhrif í dag en það sem Vodafone tók ákvörðun um var að fresta innkaupum á nýjum 5G kjarnabúnaði á meðan þessi mál myndu skýrast. Við munum auðvitað fylgjast vel með þróuninni hjá Vodafone,“ segir Kjartan. Málið gæti því haft áhrif á uppbyggingu á 5G í Evrópu og þar með á Íslandi en uppsetning þess er mjög skammt á veg komin hér á landi. Nova styðst líka við búnað frá Huawei í sínum farsímakerfum. Síminn notar hins vegar kerfi frá Ericsson.Orri Hauksson forstjóri Símans. Fyrirtækið notar engan búnað frá Huawei í sínum farsímakerfum og hefur keypta stóran hluta sinna kerfa frá sænska fjarskiptarisanum Ericsson. Vísir/VilhelmSíminn enn meira afhuga Huawei Orri Hauksson, forstjóri Símans, segir að fyrirtækið sé að leggja drög að 5G eins og önnur fjarskiptafyrirtæki. „4G tæknin er í sífelldri þróun, verður sífellt umfangsmeiri og snertir alltaf á fleiri atriðum daglegs lífs og viðskiptaumhverfis. Í augnablikinu erum við eins og margir aðrir í heiminum að leggja grunn að fimmtu kynslóðar farsímakerfi. 5G mun reyndar ekki koma fram í neinni alvöru mynd strax en verða ríkjandi þegar líður á næsta áratug. Þróunin frá 4G yfir í 4G+ er löngu hafin en þróunin úr 4G+ yfir í alvöru 5G fer að hefjast í rólegheitum. Við viljum geta valið úr hagkvæmum búnaði, en fyrst og fremst öruggum búnaði og það nú þegar. Eins og gefur að skilja viljum við ekki taka áhættu varðandi upplýsingar um fólk og fyrirtæki," segir Orri. Hann segir að það séu minni líkur á Siminn muni kaupa búnað frá Huawei úr þessu. „Síðan auknar kvaðir voru lagðar á Huawei og aðra kínverska birgja höfum við orðið meira afhuga þessum fyrirtækjum, þótt við myndum gjarnan vilja hafa þau sem valkost. Við höfum um nokkurra mánaða skeið spurt yfirvöld fjarskiptamála á Íslandi út í afstöðu landsins til þessara mála og þess búnaðar sem um ræðir, en enn sem komið er ekki fengið svör,“ segir Orri. Deutsche Telekom, stærsta fjarskiptafyrirtæki Evrópu og eigandi T-Mobile, hefur varað við því að Huawei verði útilokað frá uppbyggingu á 5G kerfum í Evrópu eins og rætt hefur verið um á vettvangi Evrópusambandsins. Ekkert fyrirtæki kemst nálægt Huawei í markaðshlutdeild fyrir farsímakerfi en fyrirtækið var með 28% markaðshlutdeild á þessum markaði á síðasta ári.
Bandaríkin Fjarskipti Kína Tækni Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira