Sjólaskipabræður ákærðir fyrir 514 milljóna króna skattsvik Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. ágúst 2019 11:19 Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari. fréttablaðið/GVA Héraðssaksóknari hefur ákært bræðurna Guðmund Steinar Jónsson og Harald Reyni Jónsson fyrir stórfelld skattalagabrot. Systur þeirra bræðra hafa einnig verið ákærðar fyrir stórfelld skattalagaborg en systkinahópurinn er kenndur við útgerðarfyrirtækið Sjólaskip. Þetta kemur fram í ákærum á hendur bræðrunum sem fréttastofa hefur undir höndum. Héraðssaksóknari gaf út ákæru á hendur Guðmundi, ákæru á hendur Haraldi, sem fréttastofa hefur áður greint frá, og ákæra á hendur þeirra beggja. Þá hafa systur þeirra bræðra, Ragnheiður Jóna Jónsdóttir og Berglind Björk Jónsdóttir báðar verið ákærðar fyrir stórfelld skattalagabrot. Guðmundur er ákærður fyrir að hafa vangreitt 65,7 milljónir íslenskra króna til skatts. Embætti héraðssaksóknara fer fram á að Guðmundur verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.Sjá einnig: Sjólaskipasystkinin ákærð fyrir meint skattalagabrotÞá er sagt í kæru á hendur þeim bræðrum að þeir hafi átt, hver um sig, 27,5% hlut í félögunum Kenora Shipping Company Ltd., Seadove Shipping Company Ltd., og Fishing Company Beta Ltd. Sem voru skráð á Kýpur og vanrækt að telja fram til skatts hér á landi tekjur, gjöld og önnur atriði sem skiptu máli í skattaálagningu félaganna Vanframtaldar tekjur bræðranna af þeim viðskiptum hafi numið 1,98 milljörðum króna og sé þannig um að ræða samtals 514 milljónir í vangreiðslu. Þá krefst embætti héraðssaksóknara að þeir bræður verði dæmdir til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Skattamál systkinanna hafa verið til rannsóknar talsvert lengi en árið 2016 greindi Fréttatíminn frá því að skattrannsóknarstjóri hefði kært viðskipti systkinanna í skattaskjólinu Tortólu til héraðssaksóknara. Dómsmál Sjávarútvegur Skattar og tollar Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Sjá meira
Héraðssaksóknari hefur ákært bræðurna Guðmund Steinar Jónsson og Harald Reyni Jónsson fyrir stórfelld skattalagabrot. Systur þeirra bræðra hafa einnig verið ákærðar fyrir stórfelld skattalagaborg en systkinahópurinn er kenndur við útgerðarfyrirtækið Sjólaskip. Þetta kemur fram í ákærum á hendur bræðrunum sem fréttastofa hefur undir höndum. Héraðssaksóknari gaf út ákæru á hendur Guðmundi, ákæru á hendur Haraldi, sem fréttastofa hefur áður greint frá, og ákæra á hendur þeirra beggja. Þá hafa systur þeirra bræðra, Ragnheiður Jóna Jónsdóttir og Berglind Björk Jónsdóttir báðar verið ákærðar fyrir stórfelld skattalagabrot. Guðmundur er ákærður fyrir að hafa vangreitt 65,7 milljónir íslenskra króna til skatts. Embætti héraðssaksóknara fer fram á að Guðmundur verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.Sjá einnig: Sjólaskipasystkinin ákærð fyrir meint skattalagabrotÞá er sagt í kæru á hendur þeim bræðrum að þeir hafi átt, hver um sig, 27,5% hlut í félögunum Kenora Shipping Company Ltd., Seadove Shipping Company Ltd., og Fishing Company Beta Ltd. Sem voru skráð á Kýpur og vanrækt að telja fram til skatts hér á landi tekjur, gjöld og önnur atriði sem skiptu máli í skattaálagningu félaganna Vanframtaldar tekjur bræðranna af þeim viðskiptum hafi numið 1,98 milljörðum króna og sé þannig um að ræða samtals 514 milljónir í vangreiðslu. Þá krefst embætti héraðssaksóknara að þeir bræður verði dæmdir til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Skattamál systkinanna hafa verið til rannsóknar talsvert lengi en árið 2016 greindi Fréttatíminn frá því að skattrannsóknarstjóri hefði kært viðskipti systkinanna í skattaskjólinu Tortólu til héraðssaksóknara.
Dómsmál Sjávarútvegur Skattar og tollar Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Sjá meira