Fara fíklar í sumarfrí? Helga Maria Mosty skrifar 2. ágúst 2019 12:30 Segjum sem svo að þú eða einhver nákominn þér sé fíkill. Að sá aðili hafi farið í fáar eða margar meðferðir. Gefum okkur að þessi aðili hafi verið edrú um nokkurt skeið en falli svo og vilji hjálp til að hætta. Hann sé tilbúinn á sínum eigin forsendum, án aðkomu eða þrýstings frá nokkrum öðrum, að fara í meðferð. Hann sækir um innlögn á sjúkrahúsið Vog og fær þau svör að það sé bið. Biðin sé um 2 mánuðir eftir að komast í afeitrun. Hvað gerir hann ? Ef fíkillinn hefur gífurlegan viljastyrk bíður hann, annað hvort edrú eða ekki, eftir að komast í meðferð. Á meðan á bið stendur er fíklinum bent á að mæta í viðtal á göngudeild hjá Vogi og fyrir það greiðir hann komugjald fyrir hvert skipti. Eru margir fíklar sem eiga við fíkn að stríða tilbúnir að eyða peningum í viðtöl við ráðgjafa meðan þeir bíða eftir að komast í afeitrun ? Kýs fíkillinn kannski að nota peninga sína þ.e.a.s. ef hann á þá til, til greiðslu vegna viðtala við ráðgjafa á meðan á bið stendur og fíkillinn ekki afeitraður eða notar fíkillinn peningana í fíkn sína ? Meðferð og afeitrun hjá Vogi er að jafnaði um 10 dagar. Að loknum þessum 10 dögum hefur fíkillinn oftast val um að fara í eftirmeðferð sem nú fer fram á Vík og er um 2-4 vikur. En ef fíkillinn er tilbúinn í eftirmeðferð er eins gott að það sé ekki að sumri til. Vík fer nefnilega í sumarfrí og staðurinn er lokaður á meðan. Svo ekki einungis er bið eftir að komast í afeitrun heldur tekur svo við ný bið þar til sumarfríum er lokið. Á meðan á þessari bið stendur þ.e. að Vík (eftirmeðferðin) opni aftur eftir sumarfrí er einnig um samtalsmeðferð að ræða. Fíkillinn mætir á göngudeild 4 sinnum í viku og greiðir að sjálfsögðu aftur fyrir það. Enn og aftur er það spurning hvort fíkillinn sem er búinn að fara í 10 daga afeitrun sé tilbúinn að nota peninga sína þ.e.a.s. ef hann á þá til, til greiðslu fyrir viðtal við ráðgjafa á meðan næsta bið er í gangi ? Hvað ef fíkillinn á engan pening og ekki í nein hús að venda ? Hvar á hann þá að vera á meðan á þessari bið stendur ? Eru ekki miklar líkur á því að fíkillinn falli aftur í sömu gryfju, þá gryfju sem hann kann því miður svo vel ? Því miður er það staðreynd að biðin sjálf getur reynst fíkli mjög erfið og stundum lífshættuleg. Í sumum tilvikum á fíkillinn ekki í nein hús að venda en stundum hefur fíkillinn húsaskjól og þá oft hjá fjölskyldu sem heldur í þá von og trú að þetta sé skiptið, þetta er skiptið sem fíkillinn nær bata. Þessi bið er ekki einungis erfið fíklinum heldur einnig fjölskyldu fíkilsins. Því spyr ég; fara fíklar í sumarfrí? Helga María Mosty þjónustufulltrúi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Skoðun Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Sjá meira
Segjum sem svo að þú eða einhver nákominn þér sé fíkill. Að sá aðili hafi farið í fáar eða margar meðferðir. Gefum okkur að þessi aðili hafi verið edrú um nokkurt skeið en falli svo og vilji hjálp til að hætta. Hann sé tilbúinn á sínum eigin forsendum, án aðkomu eða þrýstings frá nokkrum öðrum, að fara í meðferð. Hann sækir um innlögn á sjúkrahúsið Vog og fær þau svör að það sé bið. Biðin sé um 2 mánuðir eftir að komast í afeitrun. Hvað gerir hann ? Ef fíkillinn hefur gífurlegan viljastyrk bíður hann, annað hvort edrú eða ekki, eftir að komast í meðferð. Á meðan á bið stendur er fíklinum bent á að mæta í viðtal á göngudeild hjá Vogi og fyrir það greiðir hann komugjald fyrir hvert skipti. Eru margir fíklar sem eiga við fíkn að stríða tilbúnir að eyða peningum í viðtöl við ráðgjafa meðan þeir bíða eftir að komast í afeitrun ? Kýs fíkillinn kannski að nota peninga sína þ.e.a.s. ef hann á þá til, til greiðslu vegna viðtala við ráðgjafa á meðan á bið stendur og fíkillinn ekki afeitraður eða notar fíkillinn peningana í fíkn sína ? Meðferð og afeitrun hjá Vogi er að jafnaði um 10 dagar. Að loknum þessum 10 dögum hefur fíkillinn oftast val um að fara í eftirmeðferð sem nú fer fram á Vík og er um 2-4 vikur. En ef fíkillinn er tilbúinn í eftirmeðferð er eins gott að það sé ekki að sumri til. Vík fer nefnilega í sumarfrí og staðurinn er lokaður á meðan. Svo ekki einungis er bið eftir að komast í afeitrun heldur tekur svo við ný bið þar til sumarfríum er lokið. Á meðan á þessari bið stendur þ.e. að Vík (eftirmeðferðin) opni aftur eftir sumarfrí er einnig um samtalsmeðferð að ræða. Fíkillinn mætir á göngudeild 4 sinnum í viku og greiðir að sjálfsögðu aftur fyrir það. Enn og aftur er það spurning hvort fíkillinn sem er búinn að fara í 10 daga afeitrun sé tilbúinn að nota peninga sína þ.e.a.s. ef hann á þá til, til greiðslu fyrir viðtal við ráðgjafa á meðan næsta bið er í gangi ? Hvað ef fíkillinn á engan pening og ekki í nein hús að venda ? Hvar á hann þá að vera á meðan á þessari bið stendur ? Eru ekki miklar líkur á því að fíkillinn falli aftur í sömu gryfju, þá gryfju sem hann kann því miður svo vel ? Því miður er það staðreynd að biðin sjálf getur reynst fíkli mjög erfið og stundum lífshættuleg. Í sumum tilvikum á fíkillinn ekki í nein hús að venda en stundum hefur fíkillinn húsaskjól og þá oft hjá fjölskyldu sem heldur í þá von og trú að þetta sé skiptið, þetta er skiptið sem fíkillinn nær bata. Þessi bið er ekki einungis erfið fíklinum heldur einnig fjölskyldu fíkilsins. Því spyr ég; fara fíklar í sumarfrí? Helga María Mosty þjónustufulltrúi
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun