Eiga orðið jafn mikið í lánum og hlutabréfum Kristinn Ingi Jónsson skrifar 30. janúar 2019 07:00 Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands. Vægi innlendra hlutabréfa annars vegar og sjóðfélagalána hins vegar í eignasafni lífeyrissjóða landsins var nánast jafn mikið í lok nóvember síðastliðins. Til samanburðar var hlutdeild innlendra hlutabréfa af heildareignum lífeyrissjóðanna hins vegar um þriðjungi hærri en hlutdeild sjóðfélagalána í byrjun ársins. Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, segir ljóst að lífeyrissjóðirnir hafi haldið að sér höndum á hlutabréfamarkaði undanfarið. Þess í stað hafi þeir einbeitt sér meira að sjóðfélagalánum og erlendum fjárfestingum. Það kunni að skýra af hverju hlutabréfamarkaðurinn hafi legið nær flatur á síðustu þremur til fjórum árum. „Það vantar sárlega fleiri fjárfesta á hlutabréfamarkaðinn,“ nefnir Ásgeir. Samkvæmt tölum sem birtar eru á vef Seðlabankans áttu lífeyrissjóðirnir samanlagt tæplega 433 milljarða króna í innlendum hlutabréfum í lok nóvember í fyrra og var hlutfall bréfanna þá 10,0 prósent af heildareignum sjóðanna. Á sama tíma áttu sjóðirnir ríflega 419 milljarða króna í sjóðfélagalánum og var hlutfall lánanna 9,7 prósent af heildareignum þeirra sem voru alls 4.324 milljarðar króna. Vægi sjóðfélagalánanna fór ört vaxandi á síðasta ári, líkt og árin þar á undan, á meðan vægi innlendu hlutabréfanna fór minnkandi. Þannig námu sjóðfélagalán 8,4 prósentum af heildareignum lífeyrissjóðanna í byrjun ársins, borið saman við 9,7 prósent í lok nóvember sama ár, en til samanburðar var hlutfallið 5,4 prósent í ársbyrjun 2016. Innlend hlutabréf voru 11,6 prósent af heildareignum lífeyrissjóðanna í janúar í fyrra, samanborið við 10,0 prósent í nóvember síðastliðnum, en hlutfallið fór hæst í 15 prósent á haustmánuðum 2015. Þó ber að geta þess að gengislækkun hlutabréfa í Icelandair Group, en bréfin hafa lækkað um 70 prósent í verði frá haustinu 2015, skýrir að einhverju leyti minnkandi vægi hlutabréfa í eignasafni lífeyrissjóðanna enda eiga sjóðirnir hlutfallslega stóran eignarhlut í flugfélaginu miðað við önnur skráð félög.Almennir fjárfestar forðist markaðinn Samhliða aukinni áherslu á sjóðfélagalán og minni áherslu á innlendar hlutabréfafjárfestingar hafa lífeyrissjóðirnir aukið erlendar fjárfestingar sínar jafnt og þétt á umliðnum árum. Námu erlendar eignir sjóðanna – sem eru alls 1.173 milljarðar króna – um 27,1 prósenti af heildareignum þeirra í nóvember í fyrra en hlutfallið var 24,1 prósent í byrjun ársins. Sé litið til ársbyrjunar 2016 var sambærilegt hlutfall 21,6 prósent. Ásgeir bendir á að lífeyrissjóðirnir hafi selt sig aðeins út á hlutabréfamarkaði en fáir hafi komið á móti og fyllt það skarð sem sjóðirnir hafa skilið eftir sig. „Svo virðist sem almennir fjárfestar hálfvegis forðist markaðinn,“ nefnir Ásgeir og vísar til þróunarinnar frá því að fjármálakreppan skall á fyrir um tíu árum. Í raun megi segja að fasteignir hafi tekið við af hlutabréfum sem sparnaðarleið fyrir smærri fjárfesta. Ásgeir var einn af ráðgjöfum stjórnvalda við ritun Hvítbókar um fjármálakerfið, sem gefin var út í desember, og skrifaði álitsgerð um framtíð fjármálakerfisins. Þar lagði hann fram nokkrar tillögur sem miða að því að fjölga virkum fjárfestum á íslenskum fjármálamarkaði en tillögurnar fólust meðal annars í því að gefa öðrum en lífeyrissjóðunum færi á því að taka að sér ávöxtun séreignarsparnaðar, leyfa frjálsa för erlendra langtímafjárfesta inn á markaðinn, án bindiskyldu, og gefa almenningi skattalega hvata til þess að kaupa hlutabréf. Hvað varðar þátttöku almennings á hlutabréfamarkaði bendir Ásgeir á að á sínum tíma, þegar markaðurinn var byggður upp á tíunda áratug tuttugustu aldar, hafi almenningur verið hvattur til hlutabréfakaupa með skattalegum hvötum. „Það má því vel velta þeirri hugmynd að endurtaka leikinn og hvetja þannig fleiri aðila til þess að taka þátt í markaðinum,“ skrifar Ásgeir í álitsgerðinni. Birtist í Fréttablaðinu Lífeyrissjóðir Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Vægi innlendra hlutabréfa annars vegar og sjóðfélagalána hins vegar í eignasafni lífeyrissjóða landsins var nánast jafn mikið í lok nóvember síðastliðins. Til samanburðar var hlutdeild innlendra hlutabréfa af heildareignum lífeyrissjóðanna hins vegar um þriðjungi hærri en hlutdeild sjóðfélagalána í byrjun ársins. Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, segir ljóst að lífeyrissjóðirnir hafi haldið að sér höndum á hlutabréfamarkaði undanfarið. Þess í stað hafi þeir einbeitt sér meira að sjóðfélagalánum og erlendum fjárfestingum. Það kunni að skýra af hverju hlutabréfamarkaðurinn hafi legið nær flatur á síðustu þremur til fjórum árum. „Það vantar sárlega fleiri fjárfesta á hlutabréfamarkaðinn,“ nefnir Ásgeir. Samkvæmt tölum sem birtar eru á vef Seðlabankans áttu lífeyrissjóðirnir samanlagt tæplega 433 milljarða króna í innlendum hlutabréfum í lok nóvember í fyrra og var hlutfall bréfanna þá 10,0 prósent af heildareignum sjóðanna. Á sama tíma áttu sjóðirnir ríflega 419 milljarða króna í sjóðfélagalánum og var hlutfall lánanna 9,7 prósent af heildareignum þeirra sem voru alls 4.324 milljarðar króna. Vægi sjóðfélagalánanna fór ört vaxandi á síðasta ári, líkt og árin þar á undan, á meðan vægi innlendu hlutabréfanna fór minnkandi. Þannig námu sjóðfélagalán 8,4 prósentum af heildareignum lífeyrissjóðanna í byrjun ársins, borið saman við 9,7 prósent í lok nóvember sama ár, en til samanburðar var hlutfallið 5,4 prósent í ársbyrjun 2016. Innlend hlutabréf voru 11,6 prósent af heildareignum lífeyrissjóðanna í janúar í fyrra, samanborið við 10,0 prósent í nóvember síðastliðnum, en hlutfallið fór hæst í 15 prósent á haustmánuðum 2015. Þó ber að geta þess að gengislækkun hlutabréfa í Icelandair Group, en bréfin hafa lækkað um 70 prósent í verði frá haustinu 2015, skýrir að einhverju leyti minnkandi vægi hlutabréfa í eignasafni lífeyrissjóðanna enda eiga sjóðirnir hlutfallslega stóran eignarhlut í flugfélaginu miðað við önnur skráð félög.Almennir fjárfestar forðist markaðinn Samhliða aukinni áherslu á sjóðfélagalán og minni áherslu á innlendar hlutabréfafjárfestingar hafa lífeyrissjóðirnir aukið erlendar fjárfestingar sínar jafnt og þétt á umliðnum árum. Námu erlendar eignir sjóðanna – sem eru alls 1.173 milljarðar króna – um 27,1 prósenti af heildareignum þeirra í nóvember í fyrra en hlutfallið var 24,1 prósent í byrjun ársins. Sé litið til ársbyrjunar 2016 var sambærilegt hlutfall 21,6 prósent. Ásgeir bendir á að lífeyrissjóðirnir hafi selt sig aðeins út á hlutabréfamarkaði en fáir hafi komið á móti og fyllt það skarð sem sjóðirnir hafa skilið eftir sig. „Svo virðist sem almennir fjárfestar hálfvegis forðist markaðinn,“ nefnir Ásgeir og vísar til þróunarinnar frá því að fjármálakreppan skall á fyrir um tíu árum. Í raun megi segja að fasteignir hafi tekið við af hlutabréfum sem sparnaðarleið fyrir smærri fjárfesta. Ásgeir var einn af ráðgjöfum stjórnvalda við ritun Hvítbókar um fjármálakerfið, sem gefin var út í desember, og skrifaði álitsgerð um framtíð fjármálakerfisins. Þar lagði hann fram nokkrar tillögur sem miða að því að fjölga virkum fjárfestum á íslenskum fjármálamarkaði en tillögurnar fólust meðal annars í því að gefa öðrum en lífeyrissjóðunum færi á því að taka að sér ávöxtun séreignarsparnaðar, leyfa frjálsa för erlendra langtímafjárfesta inn á markaðinn, án bindiskyldu, og gefa almenningi skattalega hvata til þess að kaupa hlutabréf. Hvað varðar þátttöku almennings á hlutabréfamarkaði bendir Ásgeir á að á sínum tíma, þegar markaðurinn var byggður upp á tíunda áratug tuttugustu aldar, hafi almenningur verið hvattur til hlutabréfakaupa með skattalegum hvötum. „Það má því vel velta þeirri hugmynd að endurtaka leikinn og hvetja þannig fleiri aðila til þess að taka þátt í markaðinum,“ skrifar Ásgeir í álitsgerðinni.
Birtist í Fréttablaðinu Lífeyrissjóðir Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira