Ekki að sjá í búðum að það sé skortur á íslensku lambakjöti Jóhann K. Jóhannsson skrifar 2. ágúst 2019 15:09 Framkvæmdastjóri Félags sauðfjárbænda segir að unnið sé að því að hefja smölun svo hægt verði að hefja slátrun fyrr en ella og að ekki skorti lambakjöt í landinu. Hann tekur undir orð landbúnaðarráðherra um að breyta þurfi regluverki búvörulaga. Ráðgjafanefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara breytti í gær við áliti sínu frá því í síðustu viku um að tollur á innflutt lambakjöt yrði lækkaður tímabundið til að bregðast við skorti á markaði. Viðsnúningurinn varð í kjölfar þess að Kaupfélag Skagfirðinga keypti tvö tonn af lambahryggjum frá Fjallalambi en í búvörulögum segir að skortur þurfi að liggja fyrir hjá að minnsta kosti tveimur aðskildum framleiðendum svo heimila megi innflutning til landsins. Þegar þetta var ljóst óskaði Kristján Þór Júlíusson, landbúnaðarráðherra eftir því að nefndin myndi endurmeta hvort þörf væri á að lækka toll á erlendum lambahryggjum. Ráðgjafanefndin kom saman í gær og eftir rannsókn undanfarna daga kom í ljóst að skilyrði búvörulaga um innflutning væru ekki uppfyllt. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags Atvinnurekenda sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að með aðgerðum Kaupfélags Skagfirðinga og Fjallalambs hafi fyrirtækin komið í veg fyrir að ákvæði búvörulaganna, um útgáfu skortkvóta, hafi getið gildi og að hann héldi að samkeppnisyfirvöld hafi eitthvað við þær samstilltu aðgerðir að athuga, og þær augljóslega miða af því að draga úr framboði og hækka verð á vörum. Unnsteinn Snorri Snorrason, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda segi ekki skort vera á markaði. „Það er ekki að sjá í búðum endilega skortur, en við hlustum á það og erum að vinna að því að flýta slátrun frekar en gert var ráð fyrir en það verður byrjað að slátra strax í næstu viku fáist fé til slátrunar,“ segir Unnsteinn. Landbúnaðarráðherra sagði einnig í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að gera þyrfti breytingar á regluverkinu. Unnsteinn tekur undir það. „Ég held að það sé algjörlega þörf á því að skoða það og við höfum svo sem kallað eftir því að við værum með einver verkfæri til þess að takast á við sveiflur á þessum kindakjötsmarkaði og til þess að forða því að svona staða komi upp,“ segir Unnsteinn. Landbúnaður Tengdar fréttir Að flytja lambakjöt yfir hálfan hnöttinn Einstök auðlind er matarkista Íslands til sjávar og sveita. Nú berast fregnir af því að verið sé að flytja lambahryggi yfir hálfan hnöttinn, 17.197 km frá Nýja-Sjálandi til Íslands – vá, kolefnissporið. 2. ágúst 2019 08:30 Svolítið hryggur yfir niðurstöðunni Tollur á innflutta lambahryggi verður ekki lækkaður eins og ráðgjafanefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara lagði til við landbúnaðarráðherra í síðustu viku í því skyni að bregðast við skorti á markaði. Ráðherra segir að afurðarstöðvar hafi farið fram úr sér með útflutningi á liðnum vetri og vill einfalda regluverkið. 1. ágúst 2019 22:38 Stjórnvöld bregðist of seint við skorti á lambahryggjum Formaður Félags atvinnurekenda segir stjórnvöld bregðast of seint við skorti á lambahryggjum með því að leyfa innflutning á erlendu kjöti. 25. júlí 2019 12:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Sjá meira
Framkvæmdastjóri Félags sauðfjárbænda segir að unnið sé að því að hefja smölun svo hægt verði að hefja slátrun fyrr en ella og að ekki skorti lambakjöt í landinu. Hann tekur undir orð landbúnaðarráðherra um að breyta þurfi regluverki búvörulaga. Ráðgjafanefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara breytti í gær við áliti sínu frá því í síðustu viku um að tollur á innflutt lambakjöt yrði lækkaður tímabundið til að bregðast við skorti á markaði. Viðsnúningurinn varð í kjölfar þess að Kaupfélag Skagfirðinga keypti tvö tonn af lambahryggjum frá Fjallalambi en í búvörulögum segir að skortur þurfi að liggja fyrir hjá að minnsta kosti tveimur aðskildum framleiðendum svo heimila megi innflutning til landsins. Þegar þetta var ljóst óskaði Kristján Þór Júlíusson, landbúnaðarráðherra eftir því að nefndin myndi endurmeta hvort þörf væri á að lækka toll á erlendum lambahryggjum. Ráðgjafanefndin kom saman í gær og eftir rannsókn undanfarna daga kom í ljóst að skilyrði búvörulaga um innflutning væru ekki uppfyllt. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags Atvinnurekenda sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að með aðgerðum Kaupfélags Skagfirðinga og Fjallalambs hafi fyrirtækin komið í veg fyrir að ákvæði búvörulaganna, um útgáfu skortkvóta, hafi getið gildi og að hann héldi að samkeppnisyfirvöld hafi eitthvað við þær samstilltu aðgerðir að athuga, og þær augljóslega miða af því að draga úr framboði og hækka verð á vörum. Unnsteinn Snorri Snorrason, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda segi ekki skort vera á markaði. „Það er ekki að sjá í búðum endilega skortur, en við hlustum á það og erum að vinna að því að flýta slátrun frekar en gert var ráð fyrir en það verður byrjað að slátra strax í næstu viku fáist fé til slátrunar,“ segir Unnsteinn. Landbúnaðarráðherra sagði einnig í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að gera þyrfti breytingar á regluverkinu. Unnsteinn tekur undir það. „Ég held að það sé algjörlega þörf á því að skoða það og við höfum svo sem kallað eftir því að við værum með einver verkfæri til þess að takast á við sveiflur á þessum kindakjötsmarkaði og til þess að forða því að svona staða komi upp,“ segir Unnsteinn.
Landbúnaður Tengdar fréttir Að flytja lambakjöt yfir hálfan hnöttinn Einstök auðlind er matarkista Íslands til sjávar og sveita. Nú berast fregnir af því að verið sé að flytja lambahryggi yfir hálfan hnöttinn, 17.197 km frá Nýja-Sjálandi til Íslands – vá, kolefnissporið. 2. ágúst 2019 08:30 Svolítið hryggur yfir niðurstöðunni Tollur á innflutta lambahryggi verður ekki lækkaður eins og ráðgjafanefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara lagði til við landbúnaðarráðherra í síðustu viku í því skyni að bregðast við skorti á markaði. Ráðherra segir að afurðarstöðvar hafi farið fram úr sér með útflutningi á liðnum vetri og vill einfalda regluverkið. 1. ágúst 2019 22:38 Stjórnvöld bregðist of seint við skorti á lambahryggjum Formaður Félags atvinnurekenda segir stjórnvöld bregðast of seint við skorti á lambahryggjum með því að leyfa innflutning á erlendu kjöti. 25. júlí 2019 12:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Sjá meira
Að flytja lambakjöt yfir hálfan hnöttinn Einstök auðlind er matarkista Íslands til sjávar og sveita. Nú berast fregnir af því að verið sé að flytja lambahryggi yfir hálfan hnöttinn, 17.197 km frá Nýja-Sjálandi til Íslands – vá, kolefnissporið. 2. ágúst 2019 08:30
Svolítið hryggur yfir niðurstöðunni Tollur á innflutta lambahryggi verður ekki lækkaður eins og ráðgjafanefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara lagði til við landbúnaðarráðherra í síðustu viku í því skyni að bregðast við skorti á markaði. Ráðherra segir að afurðarstöðvar hafi farið fram úr sér með útflutningi á liðnum vetri og vill einfalda regluverkið. 1. ágúst 2019 22:38
Stjórnvöld bregðist of seint við skorti á lambahryggjum Formaður Félags atvinnurekenda segir stjórnvöld bregðast of seint við skorti á lambahryggjum með því að leyfa innflutning á erlendu kjöti. 25. júlí 2019 12:30