Lögreglan setur bann við búrkum ekki í forgang Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 2. ágúst 2019 07:00 Svokallað "búrkubann“ eða bann við klæðum sem hylja andlit fólks tók gildi í Hollandi í gær. Nordicphotos/Getty Samkvæmt nýjum lögum sem tóku gildi í Hollandi í gær er fólki bannað að hylja andlit sitt á almenningsstöðum svo sem í skólum, sjúkrahúsum og á lögreglustöðvum og í almenningssamgöngum. Lögreglu er gert að bjóða fólki að fjarlægja klæðnaðinn ellegar hljóta sekt upp á tuttugu til sextíu þúsund íslenskar krónur. Strax á fyrsta degi bannsins má segja að það hafi fallið um sjálft sig þegar lögreglan sagðist ekki setja það í forgang og að löggæslumönnum þætti óþægilegt að framfylgja því. Einnig benti lögreglan á þau óþægindi sem það gæti valdið að konur væru ekki velkomnar inn á lögreglustöð bæru þær blæju. Talsmenn almenningssamgangna í Hollandi hafa gefið það út að starfsfólki verði ekki gert að tryggja að lögunum verði framfylgt í lestum, neðanjarðarlestum, rútum og sporvögnum sé lögregla ekki á staðnum. „Lögreglan hefur sagt að búrkubannið sé ekki í forgangi og að það muni taka 30 mínútur í það minnsta að bregðast við útkalli af því tagi,“ segir Petro Peters, talsmaður almenningssamgangna. „Þetta þýðir að ef starfsmenn okkar eiga að framfylgja banninu geri þeir það án aðstoðar lögreglu og það er ekki í þeirra verkahring að gefa út sektir og tryggja að fólk fari eftir lögum,“ bætir hann við. Starfsmönnum hefur verið ráðlagt að minna konur sem hylja andlit sitt á lögin en meina þeim þó ekki að nota almenningssamgöngur. Bann við búrkum og öðrum fatnaði sem hylur andlit fólks hefur tekið gildi í mörgum löndum Evrópu og eru um það skiptar skoðanir. Margir segja það ekki hlutverk annarra að segja fólki hvernig það eigi að klæða sig, aðrir segja það brot á trúfrelsi og sumir telja búrkur og annan hyljandi andlitsklæði kúgandi fyrir konur. Um fjögur prósent íbúa Hollands eru múslimar en talið er að einungis 150 konur hylji andlit sitt daglega og að um 400 geri það við ákveðin tækifæri. Femke Halsema, borgarstjóri Amsterdam, hefur lýst óánægju sinni með lögin en ekki er gert ráð fyrir að yfirvöld muni bregðast sérstaklega við því. Amnesty International hefur sagt að bannið sé brot á rétti kvenna til að velja hvernig þær klæði sig en Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðaði árið 2014 að slíkt bann færi ekki í bága við Evrópusáttmálann um mannréttindi. Birtist í Fréttablaðinu Holland Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Sjá meira
Samkvæmt nýjum lögum sem tóku gildi í Hollandi í gær er fólki bannað að hylja andlit sitt á almenningsstöðum svo sem í skólum, sjúkrahúsum og á lögreglustöðvum og í almenningssamgöngum. Lögreglu er gert að bjóða fólki að fjarlægja klæðnaðinn ellegar hljóta sekt upp á tuttugu til sextíu þúsund íslenskar krónur. Strax á fyrsta degi bannsins má segja að það hafi fallið um sjálft sig þegar lögreglan sagðist ekki setja það í forgang og að löggæslumönnum þætti óþægilegt að framfylgja því. Einnig benti lögreglan á þau óþægindi sem það gæti valdið að konur væru ekki velkomnar inn á lögreglustöð bæru þær blæju. Talsmenn almenningssamgangna í Hollandi hafa gefið það út að starfsfólki verði ekki gert að tryggja að lögunum verði framfylgt í lestum, neðanjarðarlestum, rútum og sporvögnum sé lögregla ekki á staðnum. „Lögreglan hefur sagt að búrkubannið sé ekki í forgangi og að það muni taka 30 mínútur í það minnsta að bregðast við útkalli af því tagi,“ segir Petro Peters, talsmaður almenningssamgangna. „Þetta þýðir að ef starfsmenn okkar eiga að framfylgja banninu geri þeir það án aðstoðar lögreglu og það er ekki í þeirra verkahring að gefa út sektir og tryggja að fólk fari eftir lögum,“ bætir hann við. Starfsmönnum hefur verið ráðlagt að minna konur sem hylja andlit sitt á lögin en meina þeim þó ekki að nota almenningssamgöngur. Bann við búrkum og öðrum fatnaði sem hylur andlit fólks hefur tekið gildi í mörgum löndum Evrópu og eru um það skiptar skoðanir. Margir segja það ekki hlutverk annarra að segja fólki hvernig það eigi að klæða sig, aðrir segja það brot á trúfrelsi og sumir telja búrkur og annan hyljandi andlitsklæði kúgandi fyrir konur. Um fjögur prósent íbúa Hollands eru múslimar en talið er að einungis 150 konur hylji andlit sitt daglega og að um 400 geri það við ákveðin tækifæri. Femke Halsema, borgarstjóri Amsterdam, hefur lýst óánægju sinni með lögin en ekki er gert ráð fyrir að yfirvöld muni bregðast sérstaklega við því. Amnesty International hefur sagt að bannið sé brot á rétti kvenna til að velja hvernig þær klæði sig en Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðaði árið 2014 að slíkt bann færi ekki í bága við Evrópusáttmálann um mannréttindi.
Birtist í Fréttablaðinu Holland Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Sjá meira