Spurðu af hverju væri svo lítið pláss til að mætast á brúnni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. janúar 2019 19:45 Bílarnir eru líklega báðir ónýtir. Mynd/Margeir Ingólfsson Það fór betur en á horfðist í dag þegar bílaleigubíll og skólabíll rákust saman á einbreiðri brú yfir Tungufljót, skammt norðan við Geysi. Engin slys urðu á fólki en bílstjóri skólabílsins segir ljóst að rekja megi slysið til vanþekkingu ferðamannsins sem var við stýrið á bílaleigubílnum.„Þetta gerðist bara þannig að þegar ég kem að brúnni í áttina að Geysi þá er bíll að koma yfir brúna. Ég stoppa þá við brúarkantinn og hleypi honum yfir. Ég lít svo yfir og sé að það er langt í næsta bíl og legg af stað yfir,“ segir Margeir Ingólfsson ökumaður skólabílsins í samtali við Vísi.Þegar Margeir var kominn á miðja brúna áttaði hann sig hins vegar á því að bíllinn sem var að koma á móti ætlaði sér einnig að fara yfir brúna.„Þá blasir við að bíllinn kemur á fullu á móti mér. Svo bara heldur hann áfram og kemur á fullu inn á brúna. Þar byrjar hann að negla niður. Það var hálka á brúnni og hann skautar bara á fullu framan á mig,“ segir Margeir.Ágætt útsýni við brúna Sem fyrr segir urðu engin slys á fólki en Margeir átti eftir að skutla tveimur skólakrökkum heim er áreksturinn varð. Fjórir ferðamenn af asísku bergi brotnir voru í bílaleigubílnum. Var þeim nokkuð brugðið en Margeir fékk þær upplýsingar frá viðbragðsaðilum sem komu fyrstir á svæðið að ferðamennirnir hafi spurt af hverju væru svo lítið pláss til þess að mætast á brúnni. „Hann ætlaði að mæta mér þarna. Þetta er bara dæmigerð vanþekking,“ segir Margeir og því útlit fyrir að ökumaður bílaleigubílsins hafi ekki áttað sig á því að um einbreiða brú væri að ræða en að sögn Margeirs er ágætt útsýni yfir veginn beggja megin við brúna. Skólabílstjórinn Margeir er á vegum úti flesta daga og segir að það sé algeng sjón að sjá bíla utan vegar. „Alla daga hérna eru bílar út um allt útaf. Það er hérna fullt á fólki á vegunum sem á ekkert erindi í íslenska vetrarfærð. Það er bara staðreynd,“ segir Margeir sem var að sækja bílinn þegar blaðamaður náði tali af honum. „Minn er allavega ónýtur og ég geri ráð fyrir að hinn sé það líka.“ Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Tengdar fréttir Segir úrbætur á brúm ganga of hægt Banaslys eða önnur alvarleg slys hafa orðið á fjórtán einbreiðum brúm frá aldamótum. 5. janúar 2019 20:37 Sky fjallar um slæmt ástand vega á Íslandi Fréttastofa Sky í Bretlandi segir brýr á Íslandi hafa verið gagnrýndar lengi í aðdraganda alvarlegs banaslyss á brúnni yfir Núpsvötn þann 27. desember. 30. desember 2018 10:35 Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
Það fór betur en á horfðist í dag þegar bílaleigubíll og skólabíll rákust saman á einbreiðri brú yfir Tungufljót, skammt norðan við Geysi. Engin slys urðu á fólki en bílstjóri skólabílsins segir ljóst að rekja megi slysið til vanþekkingu ferðamannsins sem var við stýrið á bílaleigubílnum.„Þetta gerðist bara þannig að þegar ég kem að brúnni í áttina að Geysi þá er bíll að koma yfir brúna. Ég stoppa þá við brúarkantinn og hleypi honum yfir. Ég lít svo yfir og sé að það er langt í næsta bíl og legg af stað yfir,“ segir Margeir Ingólfsson ökumaður skólabílsins í samtali við Vísi.Þegar Margeir var kominn á miðja brúna áttaði hann sig hins vegar á því að bíllinn sem var að koma á móti ætlaði sér einnig að fara yfir brúna.„Þá blasir við að bíllinn kemur á fullu á móti mér. Svo bara heldur hann áfram og kemur á fullu inn á brúna. Þar byrjar hann að negla niður. Það var hálka á brúnni og hann skautar bara á fullu framan á mig,“ segir Margeir.Ágætt útsýni við brúna Sem fyrr segir urðu engin slys á fólki en Margeir átti eftir að skutla tveimur skólakrökkum heim er áreksturinn varð. Fjórir ferðamenn af asísku bergi brotnir voru í bílaleigubílnum. Var þeim nokkuð brugðið en Margeir fékk þær upplýsingar frá viðbragðsaðilum sem komu fyrstir á svæðið að ferðamennirnir hafi spurt af hverju væru svo lítið pláss til þess að mætast á brúnni. „Hann ætlaði að mæta mér þarna. Þetta er bara dæmigerð vanþekking,“ segir Margeir og því útlit fyrir að ökumaður bílaleigubílsins hafi ekki áttað sig á því að um einbreiða brú væri að ræða en að sögn Margeirs er ágætt útsýni yfir veginn beggja megin við brúna. Skólabílstjórinn Margeir er á vegum úti flesta daga og segir að það sé algeng sjón að sjá bíla utan vegar. „Alla daga hérna eru bílar út um allt útaf. Það er hérna fullt á fólki á vegunum sem á ekkert erindi í íslenska vetrarfærð. Það er bara staðreynd,“ segir Margeir sem var að sækja bílinn þegar blaðamaður náði tali af honum. „Minn er allavega ónýtur og ég geri ráð fyrir að hinn sé það líka.“
Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Tengdar fréttir Segir úrbætur á brúm ganga of hægt Banaslys eða önnur alvarleg slys hafa orðið á fjórtán einbreiðum brúm frá aldamótum. 5. janúar 2019 20:37 Sky fjallar um slæmt ástand vega á Íslandi Fréttastofa Sky í Bretlandi segir brýr á Íslandi hafa verið gagnrýndar lengi í aðdraganda alvarlegs banaslyss á brúnni yfir Núpsvötn þann 27. desember. 30. desember 2018 10:35 Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
Segir úrbætur á brúm ganga of hægt Banaslys eða önnur alvarleg slys hafa orðið á fjórtán einbreiðum brúm frá aldamótum. 5. janúar 2019 20:37
Sky fjallar um slæmt ástand vega á Íslandi Fréttastofa Sky í Bretlandi segir brýr á Íslandi hafa verið gagnrýndar lengi í aðdraganda alvarlegs banaslyss á brúnni yfir Núpsvötn þann 27. desember. 30. desember 2018 10:35