Fjórir Íslendingar voru í eldlínunni í bandaríska háskólakörfuboltanum í nótt en öll Íslendingaliðin töpuðu leikjum sínum þrátt fyrir jafna leiki.
Thelma Dís Ágústsdóttir skoraði 17 stig og gaf 2 stoðsendingar í naumu tapi Ball State Cardinals gegn Toledo háskólanum en leiknum lauk með eins stigs sigri Toledo, 63-62.
Lovísa Henningsdóttir skilaði 19 stigum af bekknum en hún nýtti fimm af sjö þriggja stiga tilraunum sínum í leiknum. Það dugði þó ekki til sigurs því Quinnipiac háskólinn vann öruggan 12 stiga sigur á Marist, 66-78.
Valur Orri Valsson spilaði 28 mínútur þrátt fyrir að byrja á bekknum og skoraði á þeim tíma sex stig auk þess að gefa tvær stoðsendingar og taka tvö fráköst þegar lið hans Florida Tech beið lægri hlut fyrir Lynn, 76-71 en framlengingu þurfti til að útkljá leikinn.
Í kvennaboltanum mættust sömu lið og þar vann Lynn með minnsta mun, 50-49. Guðlaug Júlíusdóttir spilaði stærstan hluta leiksins og skoraði tvö stig auk þess að vera með þrjá stolna bolta.
Öll Íslendingaliðin töpuðu
Arnar Geir Halldórsson skrifar

Mest lesið

Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið
Enski boltinn

Gera grín að Jürgen Klopp
Fótbolti

Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum
Körfubolti

Víkingar skipta um gír
Íslenski boltinn






Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum
Körfubolti