Tölva Hauks á leið til Íslands Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. janúar 2019 18:32 Haukur Hilmarsson er talinn hafa fallið í Afrin-héraði í Sýrlandi þar sem hann barðist við hlið Kúrda. Mynd/Úr safni Nurhaks Eva Hauksdóttir, móðir Hauks Hilmarssonar sem talið er að hafi fallið í átökum í Sýrlandi þar sem hann barðist við hlið Kúrda gegn vígasveitum íslamska ríkisins, segir tölvu Hauks vera komna til Evrópu og gerir ráð fyrir því að tölvan komi hingað til lands á næstunni. Þetta kemur fram á vefsíðu Evu. Eva þakkar Ögmundi Jónassyni, fyrrverandi alþingismanni og ráðherra, sérstaklega fyrir hans þátt í að koma tölvunni til Evrópu. „Fyrir utan fólk sem ég þekki persónulega var einn stjórnmálamaður sem strax hafði beint samband við mig og bauð fram aðstoð. Það var Ögmundur Jónasson,“ skrifar Eva. Hún segist oft hafa verið óánægð með Ögmund og látið hann heyra það en það virðist ekki hafa haft áhrif á hann. „Hann kom á beinu sambandi milli fjölskyldunnar og talsmanns Kúrda hjá Evrópuþinginu, sem talaði við bæði mig og Hilmar í síma og sendi bréf. Nú í janúar kom Ögmundur svo á fundi með þremur talsmönnum Kúrda og bauð mér m.a.s. heim til sín til að hitta þau. Sá fundur hefur nú skilað þeim árangri að tölvan hans Hauks er komin til Evrópu og við reiknum með að hún komi til Íslands fljótlega. Takk Ögmundur, innilega.“ Eva Hauksdóttir, móðir Hauks Hilmarssonar.Vísir/Vilhelm Eva segist þá vona að hægt verði að endurheimta gögn úr tölvunni en segist þó hóflega bjartsýn á að það sé mögulegt. „Kannski er þar eitthvað að finna sem varpar frekara ljósi á það sem Haukur var að hugsa og gera í Sýrlandi og þetta ár sem hann var að undirbúa för sína þangað.“ Eva segist óviss um hvort maður jafni sig nokkurn tíma á ástvinamissi og hvort hann hætti að vera sár. Hún segist ekki finna til neinnar löngunar nema þá til að skoða tölvu Hauks. „Finna kannski dagbókarfærslur, kannski skrýtnar hugrenningar eða einhver þessara kvæða sem ég kann ekki nema að hluta. Ég reikna ekki með fleiri orðaskiptum eða fleiri faðmlögum en mögulega eigum við eftir að sjá eitthvað um það hvernig skoðanir hans og hugmyndir breyttust síðasta árið. Kannski, en bara kannski, leynist þar einhver fjársjóður. Kannski ein lítil frásögn. Kannski eitt ljóð enn.“ Mál Hauks Hilmarssonar Tengdar fréttir Lögregla rannsakar mál Hauks Hilmarssonar sem mannshvarf Utanríkisþjónustan mun áfram eiga regluleg samskipti við fulltrúa tyrkneskra stjórnvalda vegna hvarfs Hauks Hilmarssonar í Sýrlandi þótt borgaraþjónustuþætti málsins sé lokið, að sögn utanríkisráðherra. 8. nóvember 2018 20:45 Guðlaugur Þór segir allt hafa verið gert til að finna Hauk Hilmarsson Utanríkisráðherra segir að hann og utanríkisráðuneytið hafi gert allt sem í þeirra valdi standi til að komast að örlögum Hauks Hilmarssonar sem saknað hefur verið í Sýrlandi frá því í febrúar. 8. nóvember 2018 13:00 Tyrkneski fáninn dreginn að húni stjórnarráðsins til að minna á Hauk Aðgerðarhópurinn Hvar er Haukur? dró tyrkneska fánann að húni Stjórnarráðsins í dag til þess að minna á enginn sönnun sé fyrir því að Haukur Hilmarsson hafi látist í Sýrlandi. Karlmaður var handtekinn í aðgerðunum 17. júní 2018 12:46 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Eva Hauksdóttir, móðir Hauks Hilmarssonar sem talið er að hafi fallið í átökum í Sýrlandi þar sem hann barðist við hlið Kúrda gegn vígasveitum íslamska ríkisins, segir tölvu Hauks vera komna til Evrópu og gerir ráð fyrir því að tölvan komi hingað til lands á næstunni. Þetta kemur fram á vefsíðu Evu. Eva þakkar Ögmundi Jónassyni, fyrrverandi alþingismanni og ráðherra, sérstaklega fyrir hans þátt í að koma tölvunni til Evrópu. „Fyrir utan fólk sem ég þekki persónulega var einn stjórnmálamaður sem strax hafði beint samband við mig og bauð fram aðstoð. Það var Ögmundur Jónasson,“ skrifar Eva. Hún segist oft hafa verið óánægð með Ögmund og látið hann heyra það en það virðist ekki hafa haft áhrif á hann. „Hann kom á beinu sambandi milli fjölskyldunnar og talsmanns Kúrda hjá Evrópuþinginu, sem talaði við bæði mig og Hilmar í síma og sendi bréf. Nú í janúar kom Ögmundur svo á fundi með þremur talsmönnum Kúrda og bauð mér m.a.s. heim til sín til að hitta þau. Sá fundur hefur nú skilað þeim árangri að tölvan hans Hauks er komin til Evrópu og við reiknum með að hún komi til Íslands fljótlega. Takk Ögmundur, innilega.“ Eva Hauksdóttir, móðir Hauks Hilmarssonar.Vísir/Vilhelm Eva segist þá vona að hægt verði að endurheimta gögn úr tölvunni en segist þó hóflega bjartsýn á að það sé mögulegt. „Kannski er þar eitthvað að finna sem varpar frekara ljósi á það sem Haukur var að hugsa og gera í Sýrlandi og þetta ár sem hann var að undirbúa för sína þangað.“ Eva segist óviss um hvort maður jafni sig nokkurn tíma á ástvinamissi og hvort hann hætti að vera sár. Hún segist ekki finna til neinnar löngunar nema þá til að skoða tölvu Hauks. „Finna kannski dagbókarfærslur, kannski skrýtnar hugrenningar eða einhver þessara kvæða sem ég kann ekki nema að hluta. Ég reikna ekki með fleiri orðaskiptum eða fleiri faðmlögum en mögulega eigum við eftir að sjá eitthvað um það hvernig skoðanir hans og hugmyndir breyttust síðasta árið. Kannski, en bara kannski, leynist þar einhver fjársjóður. Kannski ein lítil frásögn. Kannski eitt ljóð enn.“
Mál Hauks Hilmarssonar Tengdar fréttir Lögregla rannsakar mál Hauks Hilmarssonar sem mannshvarf Utanríkisþjónustan mun áfram eiga regluleg samskipti við fulltrúa tyrkneskra stjórnvalda vegna hvarfs Hauks Hilmarssonar í Sýrlandi þótt borgaraþjónustuþætti málsins sé lokið, að sögn utanríkisráðherra. 8. nóvember 2018 20:45 Guðlaugur Þór segir allt hafa verið gert til að finna Hauk Hilmarsson Utanríkisráðherra segir að hann og utanríkisráðuneytið hafi gert allt sem í þeirra valdi standi til að komast að örlögum Hauks Hilmarssonar sem saknað hefur verið í Sýrlandi frá því í febrúar. 8. nóvember 2018 13:00 Tyrkneski fáninn dreginn að húni stjórnarráðsins til að minna á Hauk Aðgerðarhópurinn Hvar er Haukur? dró tyrkneska fánann að húni Stjórnarráðsins í dag til þess að minna á enginn sönnun sé fyrir því að Haukur Hilmarsson hafi látist í Sýrlandi. Karlmaður var handtekinn í aðgerðunum 17. júní 2018 12:46 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Lögregla rannsakar mál Hauks Hilmarssonar sem mannshvarf Utanríkisþjónustan mun áfram eiga regluleg samskipti við fulltrúa tyrkneskra stjórnvalda vegna hvarfs Hauks Hilmarssonar í Sýrlandi þótt borgaraþjónustuþætti málsins sé lokið, að sögn utanríkisráðherra. 8. nóvember 2018 20:45
Guðlaugur Þór segir allt hafa verið gert til að finna Hauk Hilmarsson Utanríkisráðherra segir að hann og utanríkisráðuneytið hafi gert allt sem í þeirra valdi standi til að komast að örlögum Hauks Hilmarssonar sem saknað hefur verið í Sýrlandi frá því í febrúar. 8. nóvember 2018 13:00
Tyrkneski fáninn dreginn að húni stjórnarráðsins til að minna á Hauk Aðgerðarhópurinn Hvar er Haukur? dró tyrkneska fánann að húni Stjórnarráðsins í dag til þess að minna á enginn sönnun sé fyrir því að Haukur Hilmarsson hafi látist í Sýrlandi. Karlmaður var handtekinn í aðgerðunum 17. júní 2018 12:46