Martin Hermannsson mun spila til úrslita í þýsku bikarkeppninni í körfubolta eftir öruggan sigur á Frankfurt í undanúrslitaleiknum í dag.
Lið Alba Berlín byrjaði leikinn mjög vel og átti frábæran fyrri hálfleik sem lagði grunninn að sigrinum. Munurinn á liðunum var 28 stig í hálfleik og þegar upp var staðið fór Berlín með 35 stiga sigur 105-70.
Martin var í byrjunarliðinu hjá Berlín í dag og spilaði um tuttugu mínútur, hann hafði þó frekar hægt um sig miðað við oft áður með 7 stig og þrjár stoðsendingar.
Í úrslitaleiknum mætir Berlín annað hvort Bamberg eða Bonn, úrslitin fara fram um miðjan febrúar.
Martin í úrslitaleik bikarsins
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið

Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham
Enski boltinn


ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni
Íslenski boltinn

Brentford bætti við algjöra martröð Leicester
Enski boltinn



Jón Dagur í frystiklefa í Berlín
Fótbolti


