Martin Hermannsson mun spila til úrslita í þýsku bikarkeppninni í körfubolta eftir öruggan sigur á Frankfurt í undanúrslitaleiknum í dag.
Lið Alba Berlín byrjaði leikinn mjög vel og átti frábæran fyrri hálfleik sem lagði grunninn að sigrinum. Munurinn á liðunum var 28 stig í hálfleik og þegar upp var staðið fór Berlín með 35 stiga sigur 105-70.
Martin var í byrjunarliðinu hjá Berlín í dag og spilaði um tuttugu mínútur, hann hafði þó frekar hægt um sig miðað við oft áður með 7 stig og þrjár stoðsendingar.
Í úrslitaleiknum mætir Berlín annað hvort Bamberg eða Bonn, úrslitin fara fram um miðjan febrúar.
Martin í úrslitaleik bikarsins
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið





Hafa verið þrettán ár af lygum
Enski boltinn



Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins
Enski boltinn

Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig
Íslenski boltinn
