Rukka 200 krónur fyrir klósettferð á BSÍ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. janúar 2019 17:05 Hér má sjá gjaldtökuhliðið við salernisaðstöðu BSÍ. Vísir/Birgir Í seinustu viku hófst gjaldtaka fyrir notkun salernisaðstöðu á umferðarmiðstöðinni BSÍ. Kemur klósettferðin til með að kosta 200 krónur. Hægt verður að greiða fyrir notkun aðstöðunnar bæði með reiðufé og greiðslukorti. Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, sagði í samtali við fréttastofu að tekin hafi verið ákvörðun um að hefja gjaldtöku eftir að ákveðið var að gera salernin upp. Salernisaðstaðan er því nokkuð nýrri og glæsilegri heldur en áður fyrir breytingar. Hann sagði hreinlæti ekki hafa verið sérstakt vandamál á salernum BSÍ en húsið væri þó undir nokkru álagi. „Við höldum salernisaðstöðunni opinni 24 tíma á sólarhring, 365 daga á ári. Það eru um 2 milljónir gesta sem fara um húsnæðið á ári,“ sagði Björn og bætti við að tími hafi verið kominn á endurbætur á salernisaðstöðunni.Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða.KynnisferðirFrítt fyrir yngstu börnin Þá er ókeypis fyrir allra yngstu gesti stöðvarinnar að nýta sér salernin en Björn sagði að miðað yrði við fimm til sex ára aldur í því samhengi. Hann sagði þá að flestir gestir stöðvarinnar væru fullorðnir ferðamenn sem fæstir væru með börn með sér, svo áherslan á þann þátt hafi ekki verið mikil við innleiðingu gjaldtökunnar. Björn sagðist ekki hafa fengið veður af viðbrögðum við gjaldtökunni og benti á að flestir sem færu um húsnæðið væru erlendir ferðamenn sem kæmu einu sinni til tvisvar í gegn um stöðina. Aðspurður um hvernig verðið hafi verið ákveðið sagði hann að 200 krónur hafi verið talin nokkuð eðlileg upphæð til þess að rukka fyrir eina klósettferð og benti á að aðrir aðilar ferðaþjónustunnar væru á svipuðum slóðum hvað varðar verðlag. „Margir sem hafa verið að rukka fyrir salernisferðir hafa verið á þessu bili, 150 til 200 krónur. Sumir jafnvel meira,“ sagði Björn. Ferðamennska á Íslandi Neytendur Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Í seinustu viku hófst gjaldtaka fyrir notkun salernisaðstöðu á umferðarmiðstöðinni BSÍ. Kemur klósettferðin til með að kosta 200 krónur. Hægt verður að greiða fyrir notkun aðstöðunnar bæði með reiðufé og greiðslukorti. Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, sagði í samtali við fréttastofu að tekin hafi verið ákvörðun um að hefja gjaldtöku eftir að ákveðið var að gera salernin upp. Salernisaðstaðan er því nokkuð nýrri og glæsilegri heldur en áður fyrir breytingar. Hann sagði hreinlæti ekki hafa verið sérstakt vandamál á salernum BSÍ en húsið væri þó undir nokkru álagi. „Við höldum salernisaðstöðunni opinni 24 tíma á sólarhring, 365 daga á ári. Það eru um 2 milljónir gesta sem fara um húsnæðið á ári,“ sagði Björn og bætti við að tími hafi verið kominn á endurbætur á salernisaðstöðunni.Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða.KynnisferðirFrítt fyrir yngstu börnin Þá er ókeypis fyrir allra yngstu gesti stöðvarinnar að nýta sér salernin en Björn sagði að miðað yrði við fimm til sex ára aldur í því samhengi. Hann sagði þá að flestir gestir stöðvarinnar væru fullorðnir ferðamenn sem fæstir væru með börn með sér, svo áherslan á þann þátt hafi ekki verið mikil við innleiðingu gjaldtökunnar. Björn sagðist ekki hafa fengið veður af viðbrögðum við gjaldtökunni og benti á að flestir sem færu um húsnæðið væru erlendir ferðamenn sem kæmu einu sinni til tvisvar í gegn um stöðina. Aðspurður um hvernig verðið hafi verið ákveðið sagði hann að 200 krónur hafi verið talin nokkuð eðlileg upphæð til þess að rukka fyrir eina klósettferð og benti á að aðrir aðilar ferðaþjónustunnar væru á svipuðum slóðum hvað varðar verðlag. „Margir sem hafa verið að rukka fyrir salernisferðir hafa verið á þessu bili, 150 til 200 krónur. Sumir jafnvel meira,“ sagði Björn.
Ferðamennska á Íslandi Neytendur Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira