Innlent

Björgunar­sveitir kallaðar út eftir að snjó­flóð féll í Tind­fjöllum

Atli Ísleifsson skrifar
Sveitirnar voru kallaðar út klukkan 13:20.
Sveitirnar voru kallaðar út klukkan 13:20. vísir/vilhelm
Björgunarsveitir á Hellu og Hvolsvelli voru kallaðar út á öðrum tímanum í dag eftir að tilkynnt var um að snjóflóð hafi fallið í Tindfjöllum. Óttast var að einhverjir hafi lent í flóðinu og voru sveitirnar því kallaðar út.

Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir í samtali við Vísi að sveitirnar hafi verið afturkallaðar um fimm mínútum eftir að útkall barst þegar ljóst var að allir í hóp sem var á svæðinu væru heilir á húfi.

Davíð segir að tilkynning hafi borist um málið klukkan 13:20, en þær afturkallaðar fimm mínútum síðar.

Ekki liggur fyrir hvaða hópur var á svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×