Ætla að fjölgeislamæla gjána til að staðsetja bílinn Birgir Olgeirsson skrifar 28. febrúar 2019 16:12 Frá aðgerðum við Ölfusá. Vísir/Jói K. Ákveðið hefur verið að gera tilraun til fjölgeislamælinga á dýpt og lögun gjárinnar neðan við Ölfusárbrú með það í huga að staðsetja ökutæki í gjánni. Um er að ræða bifreið sem fór í Ölfusá síðastliðið mánudagskvöld. Björgunarsveitarmenn leita enn að ökumanni bílsins, Páli Mar Guðjónssyni, en farið var á bátum á Ölfusá í dag og verður sama lag haft við á morgun en áformað er að fínkemba svæðið um komandi helgi. Þá munu Landhelgisgæslumenn fljúga þyrlu yfir leitarsvæðið á eftirlitsferðum sínum óháð öðrum leitaraðgerðum. Lögregla og svæðisstjórn fundaði í dag með fulltrúum straumvatnsbjörgunarhóps Björgunarfélags Árborgar, kafara Sérsveitar ríkislögreglustjóra, kafara Landhelgisgæslu, fulltrúum Brunavarna Árnessýslu og fulltrúum Kranaþjónustu JÁVERK sem á Selfossi. Á fundinum var ákveðið að gera tilraun til fjölgeislamælinga á dýpt og lögun gjárinnar neðan við Ölfusárbrú með það í huga að staðsetja ökutækið í gjánni. Aðgerð sem þessi hefur ekki verið reynd áður í gjánni en nokkuð gott yfirlit yfir dýpt hennar með punktmælingum er til. Aðgerðin þarfnast nokkurs undirbúnings og þarf að fara saman að veðurfarslegar aðstæður séu góðar og hæfilegt rennsli í ánni. Við fyrstu skoðun sýnist mönnum að mögulegt verði að gera þetta um miðja næstu viku gangi veðurspá eftir hvað varðar hitastig og úrkomu. Framhald aðgerða neðan við brúna byggir á því hvaða árangur næst með þessum mælingum en fyrir liggur að lögregla mun ekki heimila köfun í gjánni vegna þeirrar áhættu sem í henni fælist. Árborg Björgunarsveitir Tengdar fréttir Bænastund í Selfosskirkju vegna Páls Bænastundin verður í umsjón presta Selfosskirkju. 27. febrúar 2019 21:48 Leita á tæplega níu kílómetra löngu svæði Leit stendur enn yfir að manninum sem fór út í Ölfusá. 27. febrúar 2019 11:07 Nafn mannsins sem leitað er að í Ölfusá Maðurinn sem leitað hefur verið að í og við Ölfusá frá því í gærkvöldi heitir Páll Mar Guðjónsson. 26. febrúar 2019 17:14 Mest lesið Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Reynir tapar minningargreinamáli aftur Innlent Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Erlent Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Innlent Fleiri fréttir Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Sjá meira
Ákveðið hefur verið að gera tilraun til fjölgeislamælinga á dýpt og lögun gjárinnar neðan við Ölfusárbrú með það í huga að staðsetja ökutæki í gjánni. Um er að ræða bifreið sem fór í Ölfusá síðastliðið mánudagskvöld. Björgunarsveitarmenn leita enn að ökumanni bílsins, Páli Mar Guðjónssyni, en farið var á bátum á Ölfusá í dag og verður sama lag haft við á morgun en áformað er að fínkemba svæðið um komandi helgi. Þá munu Landhelgisgæslumenn fljúga þyrlu yfir leitarsvæðið á eftirlitsferðum sínum óháð öðrum leitaraðgerðum. Lögregla og svæðisstjórn fundaði í dag með fulltrúum straumvatnsbjörgunarhóps Björgunarfélags Árborgar, kafara Sérsveitar ríkislögreglustjóra, kafara Landhelgisgæslu, fulltrúum Brunavarna Árnessýslu og fulltrúum Kranaþjónustu JÁVERK sem á Selfossi. Á fundinum var ákveðið að gera tilraun til fjölgeislamælinga á dýpt og lögun gjárinnar neðan við Ölfusárbrú með það í huga að staðsetja ökutækið í gjánni. Aðgerð sem þessi hefur ekki verið reynd áður í gjánni en nokkuð gott yfirlit yfir dýpt hennar með punktmælingum er til. Aðgerðin þarfnast nokkurs undirbúnings og þarf að fara saman að veðurfarslegar aðstæður séu góðar og hæfilegt rennsli í ánni. Við fyrstu skoðun sýnist mönnum að mögulegt verði að gera þetta um miðja næstu viku gangi veðurspá eftir hvað varðar hitastig og úrkomu. Framhald aðgerða neðan við brúna byggir á því hvaða árangur næst með þessum mælingum en fyrir liggur að lögregla mun ekki heimila köfun í gjánni vegna þeirrar áhættu sem í henni fælist.
Árborg Björgunarsveitir Tengdar fréttir Bænastund í Selfosskirkju vegna Páls Bænastundin verður í umsjón presta Selfosskirkju. 27. febrúar 2019 21:48 Leita á tæplega níu kílómetra löngu svæði Leit stendur enn yfir að manninum sem fór út í Ölfusá. 27. febrúar 2019 11:07 Nafn mannsins sem leitað er að í Ölfusá Maðurinn sem leitað hefur verið að í og við Ölfusá frá því í gærkvöldi heitir Páll Mar Guðjónsson. 26. febrúar 2019 17:14 Mest lesið Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Reynir tapar minningargreinamáli aftur Innlent Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Erlent Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Innlent Fleiri fréttir Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Sjá meira
Bænastund í Selfosskirkju vegna Páls Bænastundin verður í umsjón presta Selfosskirkju. 27. febrúar 2019 21:48
Leita á tæplega níu kílómetra löngu svæði Leit stendur enn yfir að manninum sem fór út í Ölfusá. 27. febrúar 2019 11:07
Nafn mannsins sem leitað er að í Ölfusá Maðurinn sem leitað hefur verið að í og við Ölfusá frá því í gærkvöldi heitir Páll Mar Guðjónsson. 26. febrúar 2019 17:14