Innlent

Hækka hús á Vonarstræti

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Vonarstræti 4 stendur gegnt Iðnó.
Vonarstræti 4 stendur gegnt Iðnó. ja.is
Íslandshótel hafa fengið heimild borgaryfirvalda til að auglýsa deiliskipulagsbreytingu um hækkun á Vonarstræti 4 og sex nýja kvisti á þakhæðinni.

Vonarstræti 4, sem byggt var á 1925 og 1926 eftir teikningu Guðjóns Samúelssonar á að tengjast nýrri byggingu Íslandshótela í Lækjargötu 12. Í umsögn Minjastofnunar segir að vel komi til greina að hækka mænishæðina enda sé húsið lágreist í samanburði við önnur verk Guðjóns.

„Stærð og útfærsla kvistanna virðist sannfærandi á teikningu. Þeir draga úr sýnileika þakhækkunar án þess þó að bera húsið ofurliði,“ segir Minjastofnun. Með breytingunni bætast við fjögur hótelherbergi. Frestur til að gera athugasemdir er til 9. apríl.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×