Fátæktin skattlögð Samúel Karl Ólason skrifar 11. september 2019 21:01 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins. Vísir/Vilhelm Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, fór hörðum orðum um stöðu Íslands í stefnuræðu sinni á Alþingi í kvöld. Að mestu snerist ræða hennar um fátækt á landinu og hvernig ríkisstjórnin hefði brugðist þeim. „Að hugsa sér að yfir tíu prósent barna skuli enn líða hér skort. Hér skuli vera biðlistar. Hér er gamalt fólk sem hefur ekki efni á að leita sér lækningar. Kaupa sér lyf og stór hluti af fátækum börnum lifir hér hálfan mánuðinn á núðlum á 25 kall pakkann. Er það heilbrigðið? Er það frelsið og heilbrigðið sem við erum að bjóða unga fólkinu okkar, litlu börnunum okkar? Já, það er nákvæmlega það sem það er,“ sagði Inga. Hún sagði ríkisstjórn eftir ríkisstjórn hafa grímulaust komið á því kerfi sem Íslendingar búa við í dag og haldið við þeirri fátækt „sem allt of stór hluti landsmanna býr við í dag“. Inga spurði hvort eitthvað væri til ráða og svaraði sjálf um hæl. „Auðvitað er hægt að gera eitthvað. Auðvitað ætti að vera vilji til verka hér. Auðvitað er hægt að gera alla skapaða hluti, bara, bara, ef við stöndum saman og framkvæmum í stað þess að tala hér og þykjast vera rosalega góð,“ sagði Inga. Hún sagði Flokk fólksins hafa lausnir og sumar þeirra hafi gengið eftir. Hins vegar væri enn verið að „skattleggja fátækt“ og forgangsraða fjármunum þannig að stór hluti þjóðarinnar byggi við skort. Inga vísaði í skýrslu Hagstofu Íslands um stöðu launafólks á íslenskum launamarkaði. Sérstaklega það að um helmingur launþega væru með 441 þúsund krónur á mánuði eða minna, fyrir skatta. Þar væri mikið af fjölskyldufólki með börn og Inga velti vöngum yfir því hvað þau gætu veitt börnum sínum. Hún sagði börn búa í fjötrum fátækum og skammaði þingmenn fyrir að átta sig ekki á því. „Er það ekki okkar að reyna að jafna kjörin? Er ekki alltaf verið að tala um jöfnuð? Hagsæld?,“ spurði Inga. „Frábært að búa á Íslandi. Hvað er að marka það nema bara fyrir suma, fáa útvalda. Eins og okkur hér.“ Alþingi Píratar Tengdar fréttir Logi gagnrýndi ríkisstjórnina og sagði hana „ósamstíga og hugmyndasnauða“ Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi ríkisstjórn Vinstri Grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar, auk aðgerða hennar í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í kvöld. 11. september 2019 19:55 Mest lesið Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Veður Reynir tapar minningargreinamáli aftur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Innlent Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Erlent Fleiri fréttir Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Sjá meira
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, fór hörðum orðum um stöðu Íslands í stefnuræðu sinni á Alþingi í kvöld. Að mestu snerist ræða hennar um fátækt á landinu og hvernig ríkisstjórnin hefði brugðist þeim. „Að hugsa sér að yfir tíu prósent barna skuli enn líða hér skort. Hér skuli vera biðlistar. Hér er gamalt fólk sem hefur ekki efni á að leita sér lækningar. Kaupa sér lyf og stór hluti af fátækum börnum lifir hér hálfan mánuðinn á núðlum á 25 kall pakkann. Er það heilbrigðið? Er það frelsið og heilbrigðið sem við erum að bjóða unga fólkinu okkar, litlu börnunum okkar? Já, það er nákvæmlega það sem það er,“ sagði Inga. Hún sagði ríkisstjórn eftir ríkisstjórn hafa grímulaust komið á því kerfi sem Íslendingar búa við í dag og haldið við þeirri fátækt „sem allt of stór hluti landsmanna býr við í dag“. Inga spurði hvort eitthvað væri til ráða og svaraði sjálf um hæl. „Auðvitað er hægt að gera eitthvað. Auðvitað ætti að vera vilji til verka hér. Auðvitað er hægt að gera alla skapaða hluti, bara, bara, ef við stöndum saman og framkvæmum í stað þess að tala hér og þykjast vera rosalega góð,“ sagði Inga. Hún sagði Flokk fólksins hafa lausnir og sumar þeirra hafi gengið eftir. Hins vegar væri enn verið að „skattleggja fátækt“ og forgangsraða fjármunum þannig að stór hluti þjóðarinnar byggi við skort. Inga vísaði í skýrslu Hagstofu Íslands um stöðu launafólks á íslenskum launamarkaði. Sérstaklega það að um helmingur launþega væru með 441 þúsund krónur á mánuði eða minna, fyrir skatta. Þar væri mikið af fjölskyldufólki með börn og Inga velti vöngum yfir því hvað þau gætu veitt börnum sínum. Hún sagði börn búa í fjötrum fátækum og skammaði þingmenn fyrir að átta sig ekki á því. „Er það ekki okkar að reyna að jafna kjörin? Er ekki alltaf verið að tala um jöfnuð? Hagsæld?,“ spurði Inga. „Frábært að búa á Íslandi. Hvað er að marka það nema bara fyrir suma, fáa útvalda. Eins og okkur hér.“
Alþingi Píratar Tengdar fréttir Logi gagnrýndi ríkisstjórnina og sagði hana „ósamstíga og hugmyndasnauða“ Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi ríkisstjórn Vinstri Grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar, auk aðgerða hennar í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í kvöld. 11. september 2019 19:55 Mest lesið Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Veður Reynir tapar minningargreinamáli aftur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Innlent Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Erlent Fleiri fréttir Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Sjá meira
Logi gagnrýndi ríkisstjórnina og sagði hana „ósamstíga og hugmyndasnauða“ Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi ríkisstjórn Vinstri Grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar, auk aðgerða hennar í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í kvöld. 11. september 2019 19:55