Ólöf og Heiða komnar í hár saman Jakob Bjarnar skrifar 11. september 2019 11:31 Ólöf hæðist að frómum áformum um vændislausa skemmtistaði en Heiða Björk sakar hana um þekkingarleysi á vandamálinu. Heiða Björk Hilmarsdóttir, oddviti Samfylkingarinnar og formaður velferðarráðs borgarinnar, er langt í frá sátt við leiðaraskrif Ólafar Skaftadóttur ritstjóra Fréttablaðsins sem birtust í morgun. Ólöf gefur ekki mikið fyrir nýundirritað samkomulag sem hún kallar málamyndasamkomulag um ofbeldislausa skemmtistaði. Hún telur þetta þýðingarlausa sýndarmennsku en um er að ræða samkomulag Reykjavíkurborgar, Samtaka ferðaþjónustu fyrir hönd skemmtistaða og svo lögreglu og slökkvilið sem taka höndum saman um hin háleitu markmið að stefna að því að fyrirbyggja allt mögulegt ofbeldi á skemmtistöðum, þar með talda kynferðislega og kynbundið áreitni, vændi og mansal. Ólöf telur þetta hlálegt í besta falli, dregur þá sem að koma sundur og saman í háði og líkir þessu samkomulagi við hið fræga markmið sem sett var um „Fíkniefnalaust Ísland árið 2000“. Skrifin fara fyrir brjóst Heiðu Bjarkar sem skrifar athugasemd við pistilinn og sakar Ólöfu um þekkingarleysi á málefninu: „Fullkomið skilningsleysi á starfi ofbeldisvarnanefndar, samkomulagi og samstarfi um ofbeldislausa skemmtistaði og aðgerðir til að sporna við vændi og styðja við þolendur kynlífsmansals kristallast í þessum skrifum. Gaman væri ef blaðamaður kynnti sér málið og ég lýsi mig reiðubúna til þess ef áhugi er fyrir hendi.“ Ólöf ætlar hins vegar ekki að láta Heiðu Björk eiga neitt inni hjá sér og svarar fullum hálsi: „Ég er hreinlega ágætlega upplýst um starfið sem ofbeldisvarnarnefnd vinnur. Ég er bara ekki hrifin af áherslunum sem kristallast í þessum málamyndagerningi. Hlýt að mega tjá þá skoðun mína,“ segir Ólöf í svari og vísar til þess sem mörgum virðist hulið sem er að gera skal greinarmun á viðhorfspistlum og fréttaflutningi. Lögreglan Lögreglumál Næturlíf Reykjavík Tengdar fréttir Góða fólkið fundar Í gær var málamyndasamkomulag um ofbeldislausa skemmtistaði undirritað. Samhliða var þýðingarlaust samkomulag gert um vændislaus hótel. 11. september 2019 07:00 Samkomulag um að sporna gegn ofbeldi á skemmtistöðum undirritað Í dag var undirritað samkomulag um að bæta öryggi á og við skemmtistaði auk samkomulags um að sporna gegn vændi á hótelum og gistiheimilum. 10. september 2019 19:36 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir „Fólk er uggandi“ Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Sjá meira
Heiða Björk Hilmarsdóttir, oddviti Samfylkingarinnar og formaður velferðarráðs borgarinnar, er langt í frá sátt við leiðaraskrif Ólafar Skaftadóttur ritstjóra Fréttablaðsins sem birtust í morgun. Ólöf gefur ekki mikið fyrir nýundirritað samkomulag sem hún kallar málamyndasamkomulag um ofbeldislausa skemmtistaði. Hún telur þetta þýðingarlausa sýndarmennsku en um er að ræða samkomulag Reykjavíkurborgar, Samtaka ferðaþjónustu fyrir hönd skemmtistaða og svo lögreglu og slökkvilið sem taka höndum saman um hin háleitu markmið að stefna að því að fyrirbyggja allt mögulegt ofbeldi á skemmtistöðum, þar með talda kynferðislega og kynbundið áreitni, vændi og mansal. Ólöf telur þetta hlálegt í besta falli, dregur þá sem að koma sundur og saman í háði og líkir þessu samkomulagi við hið fræga markmið sem sett var um „Fíkniefnalaust Ísland árið 2000“. Skrifin fara fyrir brjóst Heiðu Bjarkar sem skrifar athugasemd við pistilinn og sakar Ólöfu um þekkingarleysi á málefninu: „Fullkomið skilningsleysi á starfi ofbeldisvarnanefndar, samkomulagi og samstarfi um ofbeldislausa skemmtistaði og aðgerðir til að sporna við vændi og styðja við þolendur kynlífsmansals kristallast í þessum skrifum. Gaman væri ef blaðamaður kynnti sér málið og ég lýsi mig reiðubúna til þess ef áhugi er fyrir hendi.“ Ólöf ætlar hins vegar ekki að láta Heiðu Björk eiga neitt inni hjá sér og svarar fullum hálsi: „Ég er hreinlega ágætlega upplýst um starfið sem ofbeldisvarnarnefnd vinnur. Ég er bara ekki hrifin af áherslunum sem kristallast í þessum málamyndagerningi. Hlýt að mega tjá þá skoðun mína,“ segir Ólöf í svari og vísar til þess sem mörgum virðist hulið sem er að gera skal greinarmun á viðhorfspistlum og fréttaflutningi.
Lögreglan Lögreglumál Næturlíf Reykjavík Tengdar fréttir Góða fólkið fundar Í gær var málamyndasamkomulag um ofbeldislausa skemmtistaði undirritað. Samhliða var þýðingarlaust samkomulag gert um vændislaus hótel. 11. september 2019 07:00 Samkomulag um að sporna gegn ofbeldi á skemmtistöðum undirritað Í dag var undirritað samkomulag um að bæta öryggi á og við skemmtistaði auk samkomulags um að sporna gegn vændi á hótelum og gistiheimilum. 10. september 2019 19:36 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir „Fólk er uggandi“ Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Sjá meira
Góða fólkið fundar Í gær var málamyndasamkomulag um ofbeldislausa skemmtistaði undirritað. Samhliða var þýðingarlaust samkomulag gert um vændislaus hótel. 11. september 2019 07:00
Samkomulag um að sporna gegn ofbeldi á skemmtistöðum undirritað Í dag var undirritað samkomulag um að bæta öryggi á og við skemmtistaði auk samkomulags um að sporna gegn vændi á hótelum og gistiheimilum. 10. september 2019 19:36