Íslenski boltinn

Emil og Máni afgreiddu Eyjamenn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Emil er hann gekk í raðir HK.
Emil er hann gekk í raðir HK. mynd/hk
ÍBV er á botninum án stiga í riðli tvö í Fótbolta.net mótinu eftir 2-0 tap gegn nýliðum Pepsi-deildarinnar, HK, í Kórnum í kvöld.

Fyrsta markið kom strax eftir níu mínútna leik þegar Emil Atlason kom heimamönnum í HK en hann gekk í raðir HK frá Þrótti undir lok árs 2018.

Fimm mínútum síðan voru heimamenn búnir að tvöfalda forystuna. Þar var að verki uppaldi Garðbæingurinn Máni Austmann Hilmarsson en Máni var á mála hjá FCK á yngri árum.

Lokatölur 2-0 sigur HK sem er með fimm stiga á toppi riðilsins. Eyjamenn eru á botninum án stiga en Blikar og Grindavík eru með fjögur stig. Þau mætast á laugardaginn í lokaleik riðilsins.

Úrslit og markaskorarar eru fengnir frá úrslit.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×