Sundlaug í Úlfarsárdal og knatthús í Breiðholti stærstu verkefnin Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. janúar 2019 15:35 Sundlaugin í Úlfarsárdal. Myndin er tölvuteiknuð og sýnir ekki endanlegt útlit. VA arkitektar Dagur B. Eggertsson borgarstjóri kynnti fjárfestingar Reykjavíkurborgar á árlegu Útboðsþingi Samtaka iðnaðarins í dag. Uppbygging innviða er að stærstum hluta annars vegar fasteignir borgarinnar ásamt búnaði í þær og hins vegar gatnagerð og uppbygging í umhverfi íbúa. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir í tilkynningu að umfangsmiklar framkvæmdir séu í gangi hjá borginni. „Þar er fjárfestingin í íþróttamannvirkjum stærst að þessu sinni, en við erum með sérstaka áherslu á austurborgina með sundlaug í Úlfarsárdal og knatthús í Breiðholti sem stærstu verkefni. Við ætlum að reisa nýja hverfisbækistöð í Örfirisey og fara í viðhald á Borgarbókasafninu. Í velferðinni erum við að fjárfesta í smáhýsum fyrir skjólstæðinga velferðarsviðs og hjúkrunarheimili við Sléttuveg er að rísa. Þá erum við að opna nýjar leikskóladeildir og taka í gegn skólalóðir. Svo setjum við 450 milljónir í lagningu hjólastíga, byrjum að hanna Borgarlínu og meira en 1200 milljónir króna í að malbika götur. Fjárfesting borgarinnar í innviðum af ýmsu tagi hafa aldrei verið umfangsmeiri,” segir Dagur. Í ár verður fjárfest í fasteignum og stofnbúnaði fyrir 9 milljarða og þar af fara rúmir 3,4 milljarðar til íþrótta- og tómstundamála, en Íþróttamiðstöð í Úlfarsárdal og Íþróttamannvirki ÍR í Mjódd taka þar mest til sín. Framlög til skóla- og frístundamála nema tæpum 2,4 milljörðum og fer stór hluti til nýrra leikskóladeilda, auk þess sem settur er hálfur milljarður til endurgerðar leikskóla- og skólalóða. Til gatna- og umhverfisframkvæmda í ár fara einnig um 9 milljarðar og þar af eru nærri 2,8 milljarðar til uppbyggingar í nýjum hverfum s.s. Vogabyggð, Gufunes, Hlíðarenda, Úlfarsárdal og Vesturbugt. Gatnagerð í Miðborginni verður einnig fyrirferðarmikil en haldið verður áfram með endurgerð Hverfisgötu, Frakkastígs, Tryggvagötu og aðrar framkvæmdir á Austurbakka og Austurhöfn s.s. Steinbryggju. Samanlagt eru framlög til framkvæmda í Miðborginni 1,3 milljarður. Auk þessar miklu endurgerðar á götum verður haldið áfram með átak í malbikun gatna og verður rúmum 1,2 milljarði króna varið í það verkefni. Margvísleg umhverfis- og aðgengismál eru á listanum s.s. LED-væðing götulýsingar fyrir 440 milljónir og gerð göngu- og hjólastíga fyrir 450 milljónir. Borgarlínan er í ár á undirbúningsstigi en 200 milljónum verður ráðstafað til hennar. Til annarra framkvæmda fara síðan 2,2 milljarðar króna og þar af er um milljarður í hugbúnað og tölvubúnað Reykjavíkurborgar. Þá hefur 450 milljónum króna verið ráðstafað í íbúalýðræðisverkefnið Betri hverfi. Skipulag Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri kynnti fjárfestingar Reykjavíkurborgar á árlegu Útboðsþingi Samtaka iðnaðarins í dag. Uppbygging innviða er að stærstum hluta annars vegar fasteignir borgarinnar ásamt búnaði í þær og hins vegar gatnagerð og uppbygging í umhverfi íbúa. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir í tilkynningu að umfangsmiklar framkvæmdir séu í gangi hjá borginni. „Þar er fjárfestingin í íþróttamannvirkjum stærst að þessu sinni, en við erum með sérstaka áherslu á austurborgina með sundlaug í Úlfarsárdal og knatthús í Breiðholti sem stærstu verkefni. Við ætlum að reisa nýja hverfisbækistöð í Örfirisey og fara í viðhald á Borgarbókasafninu. Í velferðinni erum við að fjárfesta í smáhýsum fyrir skjólstæðinga velferðarsviðs og hjúkrunarheimili við Sléttuveg er að rísa. Þá erum við að opna nýjar leikskóladeildir og taka í gegn skólalóðir. Svo setjum við 450 milljónir í lagningu hjólastíga, byrjum að hanna Borgarlínu og meira en 1200 milljónir króna í að malbika götur. Fjárfesting borgarinnar í innviðum af ýmsu tagi hafa aldrei verið umfangsmeiri,” segir Dagur. Í ár verður fjárfest í fasteignum og stofnbúnaði fyrir 9 milljarða og þar af fara rúmir 3,4 milljarðar til íþrótta- og tómstundamála, en Íþróttamiðstöð í Úlfarsárdal og Íþróttamannvirki ÍR í Mjódd taka þar mest til sín. Framlög til skóla- og frístundamála nema tæpum 2,4 milljörðum og fer stór hluti til nýrra leikskóladeilda, auk þess sem settur er hálfur milljarður til endurgerðar leikskóla- og skólalóða. Til gatna- og umhverfisframkvæmda í ár fara einnig um 9 milljarðar og þar af eru nærri 2,8 milljarðar til uppbyggingar í nýjum hverfum s.s. Vogabyggð, Gufunes, Hlíðarenda, Úlfarsárdal og Vesturbugt. Gatnagerð í Miðborginni verður einnig fyrirferðarmikil en haldið verður áfram með endurgerð Hverfisgötu, Frakkastígs, Tryggvagötu og aðrar framkvæmdir á Austurbakka og Austurhöfn s.s. Steinbryggju. Samanlagt eru framlög til framkvæmda í Miðborginni 1,3 milljarður. Auk þessar miklu endurgerðar á götum verður haldið áfram með átak í malbikun gatna og verður rúmum 1,2 milljarði króna varið í það verkefni. Margvísleg umhverfis- og aðgengismál eru á listanum s.s. LED-væðing götulýsingar fyrir 440 milljónir og gerð göngu- og hjólastíga fyrir 450 milljónir. Borgarlínan er í ár á undirbúningsstigi en 200 milljónum verður ráðstafað til hennar. Til annarra framkvæmda fara síðan 2,2 milljarðar króna og þar af er um milljarður í hugbúnað og tölvubúnað Reykjavíkurborgar. Þá hefur 450 milljónum króna verið ráðstafað í íbúalýðræðisverkefnið Betri hverfi.
Skipulag Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira