Sárnaði þegar hún sá starfsauglýsingar Landspítalans: "Mér bara hreinlega blöskraði“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 8. júlí 2019 21:00 Kona, sem Landspítalinn notaði í starfsauglýsingu fyrir starf í eldhúsi, segist sár yfir því hvernig spítalinn dragi upp neikvæða staðalímynd af konum, dökkum á hörund, í starfsauglýsingum sem birtust í dag. Þá hafi hún ekki verið beðin um leyfi fyrir myndbirtingunni. Verkefnastjóri félags kvenna af erlendum uppruna blöskrar auglýsingarnar. Í morgun birti Landspítalinn tvær starfsauglýsingar á Facebook. Annars vegar var leitað eftir einstaklingi til að starfa í eldhúsi og hins vegar eftir hjúkrunarfræðingum. Myndirnar sem fylgdu auglýsingunum hafa verið gagnrýndar af samtökum kvenna af erlendum uppruna og eru sagðar draga upp neikvæða staðalímynd af konum, dökkum á hörund. „Mér bara hreinlega blöskraði. Eldhús er bara fyrir konur með dökka hörund með hárnet og svo næsta mynd sem blasir við er falleg hvít íslensk kona að njóta sín,“ segir Nichole Leigh Mosty, fyrrverandi þingmaður og verkefnastjóri Samtaka kvenna af erlendum uppruna. Innocentia F. Friðgeirsdóttir, er á myndinni í auglýsingunni fyrir eldhús starfsmanna. Hún hefur starfað á spítalanum í 14 ár og segist hafa sárnað þegar hún sá auglýsingarnar. Auglýsingarnar sendi röng skilaboð út í samfélagið. „Ef fólk sér þessa mynd gæti það hugsað kannski, þetta starf er ekki fyrir mig,“ segir Innocentia og bætir við að hún hafi ekki verið beðin um leyfi fyrir myndbirtingunni. „Það hefði verið gott ef það hefði verið haft samband við mig. Ég er manneskja alveg eins og hinir bara,“ segir Innocentia. Nicole og Innocentia óskuðu eftir því að myndin yrði tekin niður og var það var gert síðar í dag. „Ég ætla að trúa að þetta hafi ekki verið viljandi gert. En stofnun eins og Landspítalinn á að vera í fararbroddi alltaf og huga vel að því hvaða staðalímyndir þau eru að ýta undir því staðalímyndir eru fyrstu skrefið í átt að fordómum,“ segir Nichole. Innflytjendamál Jafnréttismál Landspítalinn Tengdar fréttir Segir Landspítalann ýta undir neikvæða staðalímynd af konum af erlendum uppruna Með auglýsingu fyrir starf hjúkunarfræðings er birt mynd af íslenskum konum en fyrir starf í mötuneyti mynd af konu dökkri á hörund. 8. júlí 2019 14:48 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Sjá meira
Kona, sem Landspítalinn notaði í starfsauglýsingu fyrir starf í eldhúsi, segist sár yfir því hvernig spítalinn dragi upp neikvæða staðalímynd af konum, dökkum á hörund, í starfsauglýsingum sem birtust í dag. Þá hafi hún ekki verið beðin um leyfi fyrir myndbirtingunni. Verkefnastjóri félags kvenna af erlendum uppruna blöskrar auglýsingarnar. Í morgun birti Landspítalinn tvær starfsauglýsingar á Facebook. Annars vegar var leitað eftir einstaklingi til að starfa í eldhúsi og hins vegar eftir hjúkrunarfræðingum. Myndirnar sem fylgdu auglýsingunum hafa verið gagnrýndar af samtökum kvenna af erlendum uppruna og eru sagðar draga upp neikvæða staðalímynd af konum, dökkum á hörund. „Mér bara hreinlega blöskraði. Eldhús er bara fyrir konur með dökka hörund með hárnet og svo næsta mynd sem blasir við er falleg hvít íslensk kona að njóta sín,“ segir Nichole Leigh Mosty, fyrrverandi þingmaður og verkefnastjóri Samtaka kvenna af erlendum uppruna. Innocentia F. Friðgeirsdóttir, er á myndinni í auglýsingunni fyrir eldhús starfsmanna. Hún hefur starfað á spítalanum í 14 ár og segist hafa sárnað þegar hún sá auglýsingarnar. Auglýsingarnar sendi röng skilaboð út í samfélagið. „Ef fólk sér þessa mynd gæti það hugsað kannski, þetta starf er ekki fyrir mig,“ segir Innocentia og bætir við að hún hafi ekki verið beðin um leyfi fyrir myndbirtingunni. „Það hefði verið gott ef það hefði verið haft samband við mig. Ég er manneskja alveg eins og hinir bara,“ segir Innocentia. Nicole og Innocentia óskuðu eftir því að myndin yrði tekin niður og var það var gert síðar í dag. „Ég ætla að trúa að þetta hafi ekki verið viljandi gert. En stofnun eins og Landspítalinn á að vera í fararbroddi alltaf og huga vel að því hvaða staðalímyndir þau eru að ýta undir því staðalímyndir eru fyrstu skrefið í átt að fordómum,“ segir Nichole.
Innflytjendamál Jafnréttismál Landspítalinn Tengdar fréttir Segir Landspítalann ýta undir neikvæða staðalímynd af konum af erlendum uppruna Með auglýsingu fyrir starf hjúkunarfræðings er birt mynd af íslenskum konum en fyrir starf í mötuneyti mynd af konu dökkri á hörund. 8. júlí 2019 14:48 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Sjá meira
Segir Landspítalann ýta undir neikvæða staðalímynd af konum af erlendum uppruna Með auglýsingu fyrir starf hjúkunarfræðings er birt mynd af íslenskum konum en fyrir starf í mötuneyti mynd af konu dökkri á hörund. 8. júlí 2019 14:48