Óvenju fáir geitungar í ár Gígja Hilmarsdóttir skrifar 8. júlí 2019 17:41 Árið í fyrra var mjög slæmt fyrir árferði geitungana. VÍSIR/VILHELM Skordýralífið á Íslandi var til tals í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Steinar Malberg Egilsson, meindýraeyðir, spjallaði við þáttarstjórnendur um þau skordýr sem Íslendingar óttast helst.Geitungarnir óvenju fáir „Árið í fyrra var mjög slæmt fyrir árferði geitungana, þá komust færri drottningar á legg sem ættu snemma vors ári síðar að byrja að gera sér bú,“ sagði Steinar. Hann sagði þær hafa byrjað að byggja sér bú talsvert seinna í ár en áður. „Mér finnst eins og það hafi ekki nægilega margar drottningar komist á legg síðast liðið sumar en þetta kemur,“ sagði hann. Steinar hefur þó orðið var við þónokkur bú og er sannfærður um að þeir munu færast í aukana þegar nær dregur haustinu. Hann ráðleggur fólki að heyra frekar í meindýraeyði verði það vart við geitungabú á heimili sínu. „Ef fólk gerir þetta þarf að vera snöggur og ekki hika, hik er sama og stunga,“ segir Steinar.Hunangsflugan látin vera Steinar hvetur fólk til að láta býflugnabúin eiga sig ef fólk kemst upp með það. Hunangsflugan gerir ekki nokkrum manni neitt, það er partur af náttúrunni að hafa hana. „Þær eru breiðþotur sem eru að frjóvga blómin fyrir okkur og gera okkur ekki neitt. Þær geta stungið ef það er verið að ógna þeim á einn eða annan hátt," sagði Steinar.Íslendingar hafa gert úlfalda úr lúsmýflugu Það lá beinast við að spyrja Steinar út í lúsmýið sem hefur herjað á landsmenn í sumar. Hann segir lúsmýið vera eitthvað sem enginn sér en maður finnur fyrir þeim. „Ég er búinn að þvælast mikið í kringum þetta lúsmý. Lúsmý er ekkert sem fólk sér á flugi fyrir framan sig, það er svo smátt, eins og lítið sandkorn,“ sagði Steinar Steinar sagði lúsmýið hafa lítið verið rannsakað hér á landi. Hann sagði fólk gera ráð fyrir því að öll bit séu af völdum lúsmýs en raunin sé hins vegar sú að aðeins brot af þeim eru lúsmýbit. „Við erum búin að gera „míkró-mýflugu“ að stærsta úlfalda „ever“,“ sagði Steinar. Dýr Lúsmý Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Fleiri fréttir Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Sjá meira
Skordýralífið á Íslandi var til tals í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Steinar Malberg Egilsson, meindýraeyðir, spjallaði við þáttarstjórnendur um þau skordýr sem Íslendingar óttast helst.Geitungarnir óvenju fáir „Árið í fyrra var mjög slæmt fyrir árferði geitungana, þá komust færri drottningar á legg sem ættu snemma vors ári síðar að byrja að gera sér bú,“ sagði Steinar. Hann sagði þær hafa byrjað að byggja sér bú talsvert seinna í ár en áður. „Mér finnst eins og það hafi ekki nægilega margar drottningar komist á legg síðast liðið sumar en þetta kemur,“ sagði hann. Steinar hefur þó orðið var við þónokkur bú og er sannfærður um að þeir munu færast í aukana þegar nær dregur haustinu. Hann ráðleggur fólki að heyra frekar í meindýraeyði verði það vart við geitungabú á heimili sínu. „Ef fólk gerir þetta þarf að vera snöggur og ekki hika, hik er sama og stunga,“ segir Steinar.Hunangsflugan látin vera Steinar hvetur fólk til að láta býflugnabúin eiga sig ef fólk kemst upp með það. Hunangsflugan gerir ekki nokkrum manni neitt, það er partur af náttúrunni að hafa hana. „Þær eru breiðþotur sem eru að frjóvga blómin fyrir okkur og gera okkur ekki neitt. Þær geta stungið ef það er verið að ógna þeim á einn eða annan hátt," sagði Steinar.Íslendingar hafa gert úlfalda úr lúsmýflugu Það lá beinast við að spyrja Steinar út í lúsmýið sem hefur herjað á landsmenn í sumar. Hann segir lúsmýið vera eitthvað sem enginn sér en maður finnur fyrir þeim. „Ég er búinn að þvælast mikið í kringum þetta lúsmý. Lúsmý er ekkert sem fólk sér á flugi fyrir framan sig, það er svo smátt, eins og lítið sandkorn,“ sagði Steinar Steinar sagði lúsmýið hafa lítið verið rannsakað hér á landi. Hann sagði fólk gera ráð fyrir því að öll bit séu af völdum lúsmýs en raunin sé hins vegar sú að aðeins brot af þeim eru lúsmýbit. „Við erum búin að gera „míkró-mýflugu“ að stærsta úlfalda „ever“,“ sagði Steinar.
Dýr Lúsmý Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Fleiri fréttir Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Sjá meira