Tákn Reykjavíkur Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 2. febrúar 2019 09:00 Sólfarið eftir Jón Gunnar Árnason stendur við Sæbraut í Reykjavík. Verkið er í eigu Reykjavíkurborgar og hefur á seinni árum orðið eitt af táknum borgarinnar. Ferðamenn flykkjast að Sæbrautinni til að líta verkið augum. Enginn getur haldið því fram að kaup borgarinnar á verkinu hafi ekki margborgað sig. Nú hafa verið kynntar hugmyndir um listaverk eftir Karin Sanders. Pálmar í Vogabyggð. Stjórnmálamenn í borginni og aðrir hafa hlaupið upp til handa og fóta. Pálmar! Og það í Reykjavík. En þessi rök halda engu vatni þegar list er annars vegar. Allt er fáránlegt í þessu samhengi. Hvað með niðursuðudósirnar hans Andy Warhol, eða Sólfarið sem áður var nefnt? Nú er það alveg ljóst að það far er ekki haffært. Er það þá með öllu ómögulegt? Auðvitað ekki. Flest listaverk eru fáránleg ef þau er slitin úr samhengi. Um það snýst listin öðrum þræði. Því miður er það svo að pólitíkin í borginni virðist snúast í miklum mæli um upphlaup af litlu tilefni. Allt skal gert tortryggilegt. Stundum á það auðvitað rétt á sér, en oftast er betra að staldra við og draga djúpt andann. Yfirleitt er farsælla að kynna sér gögn og staðreyndir áður en hlaupið er af stað. Pálmarnir svokölluðu eru fjármagnaðir annars vegar úr vasa lóðarhafa og hins vegar með svokölluðu innviðagjaldi. Fjármögnun listaverka kemur því bara alls ekki niður á grunnþjónustu borgarinnar svo vísað sé í vinsæla tuggu meðal stjórnmálamanna af popúlíska skólanum. Listamenn eru heldur ekki í sjálfboðavinnu. Verk þeirra hafa verðmiða, rétt eins og áþreifanlegri afurðir iðnaðarfólks. Eins og flestar vestrænar borgir sem við viljum bera okkur saman við hefur Reykjavík tiltekin markmið þegar kemur að fjárfestingu í list. Pálmarnir eru hluti af því og ekki er annað að sjá en þeir hafi einfaldlega farið sína leið í kerfinu. Stjórnmálamenn geta alveg verið þeirrar skoðunar að þessar reglur séu argasta vitleysa eða að innviðagjaldakerfið sé óréttlætanlegt. Það er hins vegar önnur efnisleg umræða og hefur ekkert með ágæti Pálmanna að gera. Erlendir stórfjölmiðlar hafa reglulega sýnt íslenskri list áhuga. Fólk eins og Ragnar Kjartansson eða Ragna Róbertsdóttir er þyngdar sinnar virði í gulli. Fyrir utan það að vera skemmtileg. Heilsíðuauglýsing í New York Times kostar til samanburðar á annan tug milljóna króna. Áhugaverð listaverk vekja athygli langt út fyrir landsteinana og geta margborgað sig þegar upp er staðið. Rétt eins og Sólfarið hefur gert og verk Karin Sanders mun gera. Það er rétt að stráin í Nauthólsvík voru argasta sóun á almannafé. Pálmarnir í Vogabyggð eru allt annars eðlis, og þeir stjórnmálamenn sem ekki sjá muninn ættu að leggja það á sig að kynna sér málin betur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Sólfarið eftir Jón Gunnar Árnason stendur við Sæbraut í Reykjavík. Verkið er í eigu Reykjavíkurborgar og hefur á seinni árum orðið eitt af táknum borgarinnar. Ferðamenn flykkjast að Sæbrautinni til að líta verkið augum. Enginn getur haldið því fram að kaup borgarinnar á verkinu hafi ekki margborgað sig. Nú hafa verið kynntar hugmyndir um listaverk eftir Karin Sanders. Pálmar í Vogabyggð. Stjórnmálamenn í borginni og aðrir hafa hlaupið upp til handa og fóta. Pálmar! Og það í Reykjavík. En þessi rök halda engu vatni þegar list er annars vegar. Allt er fáránlegt í þessu samhengi. Hvað með niðursuðudósirnar hans Andy Warhol, eða Sólfarið sem áður var nefnt? Nú er það alveg ljóst að það far er ekki haffært. Er það þá með öllu ómögulegt? Auðvitað ekki. Flest listaverk eru fáránleg ef þau er slitin úr samhengi. Um það snýst listin öðrum þræði. Því miður er það svo að pólitíkin í borginni virðist snúast í miklum mæli um upphlaup af litlu tilefni. Allt skal gert tortryggilegt. Stundum á það auðvitað rétt á sér, en oftast er betra að staldra við og draga djúpt andann. Yfirleitt er farsælla að kynna sér gögn og staðreyndir áður en hlaupið er af stað. Pálmarnir svokölluðu eru fjármagnaðir annars vegar úr vasa lóðarhafa og hins vegar með svokölluðu innviðagjaldi. Fjármögnun listaverka kemur því bara alls ekki niður á grunnþjónustu borgarinnar svo vísað sé í vinsæla tuggu meðal stjórnmálamanna af popúlíska skólanum. Listamenn eru heldur ekki í sjálfboðavinnu. Verk þeirra hafa verðmiða, rétt eins og áþreifanlegri afurðir iðnaðarfólks. Eins og flestar vestrænar borgir sem við viljum bera okkur saman við hefur Reykjavík tiltekin markmið þegar kemur að fjárfestingu í list. Pálmarnir eru hluti af því og ekki er annað að sjá en þeir hafi einfaldlega farið sína leið í kerfinu. Stjórnmálamenn geta alveg verið þeirrar skoðunar að þessar reglur séu argasta vitleysa eða að innviðagjaldakerfið sé óréttlætanlegt. Það er hins vegar önnur efnisleg umræða og hefur ekkert með ágæti Pálmanna að gera. Erlendir stórfjölmiðlar hafa reglulega sýnt íslenskri list áhuga. Fólk eins og Ragnar Kjartansson eða Ragna Róbertsdóttir er þyngdar sinnar virði í gulli. Fyrir utan það að vera skemmtileg. Heilsíðuauglýsing í New York Times kostar til samanburðar á annan tug milljóna króna. Áhugaverð listaverk vekja athygli langt út fyrir landsteinana og geta margborgað sig þegar upp er staðið. Rétt eins og Sólfarið hefur gert og verk Karin Sanders mun gera. Það er rétt að stráin í Nauthólsvík voru argasta sóun á almannafé. Pálmarnir í Vogabyggð eru allt annars eðlis, og þeir stjórnmálamenn sem ekki sjá muninn ættu að leggja það á sig að kynna sér málin betur.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar