Segir að 600 ára gamalt málverk sé í raun á sextugsaldri: „Þetta er Bítla-greiðsla“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. febrúar 2019 23:22 Hluti málverksins. Mynd/National Gallery Listsagnfræðingurinn Cristopher Wright telur að málverk í eigu National Gallery safnsins í Lundúnum sem talið er að sé frá árinu 1450 hafi í raun verið málað á sjöunda áratug síðustu aldar. Maðurinn á málverkinu sé í raun með Bítla-hárgreiðslu. Sérfræðingar safnsins telja að myndin hafi verið máluð á vinnustofu hollenska málarans Rogier van der Weyden og sé sem slíkt ómetanlegt. Á málverkinu má sjá kirkjunnar mann lesandi texta en talið er líklegt að maðurinn sé dýrlingurinn Ivo, franskur prestur sem dó árið 1303. Wright segir að ýmislegt bendi til þess að verkið sé verk falsarans Eric Hebborn sem plataði listheiminn og uppboðshúsum árum saman með meistaralegum fölsunum á málverkum, meðal annars í sama stíl og verk eftir Rubens og Van Dyck.Málverkið í heild sinni.Mynd/National Gallery.Fyrst og fremst segir Wright að hárgreiðsla mannsins sé ekkert annað en Bítla-hárgreiðsla sem var vinsæl á þeim tíma sem Wright telur líklegt að verkið hafi verið málað. Þá sé textinn á pappírnum sem maðurinn að lesa ólæsilegt bull. Segir Wright á þeim tíma sem málverkið er sagt hafa verið málað hafi listmálarar aðeins málað texta sem hægt væri að lesa. Þá bendir hann á að safnið hafi sjálft komist að þeirri niðurstöðu að ramminn utan um málverki sé um 50 árum yngri en málverkið sjálft. Það segir Wright að geti bent til þess að Hebborn hafi málað verkið. Hann hafi gjarnað notað gamla striga og hafi allt eins getað notað gamalt húsgagn til þess að útbúa rammann. Þá segir Wright að hetta á hempu mannsins sé afar undarleg auk þess sem að finna megi ör á andliti mannsins sem sé ansi nútímalegt í útliti. Þetta og meira til bendi til þess að málverkið sé mun yngra en safnið telur það vera. Safnið hafnar fullyrðingum Wright og segir að enginn grundvöllur sé fyrir þeim. Yfirgæfandi líkur séu á því að það sé frá þeim tíma sem safnið telur að það sé frá. Skrár séu til um málverkið frá 1801 sem raktar hafi verið til nútímans.Umfjöllun Guardian um fullyrðingar Wright. Bretland Myndlist Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Sjá meira
Listsagnfræðingurinn Cristopher Wright telur að málverk í eigu National Gallery safnsins í Lundúnum sem talið er að sé frá árinu 1450 hafi í raun verið málað á sjöunda áratug síðustu aldar. Maðurinn á málverkinu sé í raun með Bítla-hárgreiðslu. Sérfræðingar safnsins telja að myndin hafi verið máluð á vinnustofu hollenska málarans Rogier van der Weyden og sé sem slíkt ómetanlegt. Á málverkinu má sjá kirkjunnar mann lesandi texta en talið er líklegt að maðurinn sé dýrlingurinn Ivo, franskur prestur sem dó árið 1303. Wright segir að ýmislegt bendi til þess að verkið sé verk falsarans Eric Hebborn sem plataði listheiminn og uppboðshúsum árum saman með meistaralegum fölsunum á málverkum, meðal annars í sama stíl og verk eftir Rubens og Van Dyck.Málverkið í heild sinni.Mynd/National Gallery.Fyrst og fremst segir Wright að hárgreiðsla mannsins sé ekkert annað en Bítla-hárgreiðsla sem var vinsæl á þeim tíma sem Wright telur líklegt að verkið hafi verið málað. Þá sé textinn á pappírnum sem maðurinn að lesa ólæsilegt bull. Segir Wright á þeim tíma sem málverkið er sagt hafa verið málað hafi listmálarar aðeins málað texta sem hægt væri að lesa. Þá bendir hann á að safnið hafi sjálft komist að þeirri niðurstöðu að ramminn utan um málverki sé um 50 árum yngri en málverkið sjálft. Það segir Wright að geti bent til þess að Hebborn hafi málað verkið. Hann hafi gjarnað notað gamla striga og hafi allt eins getað notað gamalt húsgagn til þess að útbúa rammann. Þá segir Wright að hetta á hempu mannsins sé afar undarleg auk þess sem að finna megi ör á andliti mannsins sem sé ansi nútímalegt í útliti. Þetta og meira til bendi til þess að málverkið sé mun yngra en safnið telur það vera. Safnið hafnar fullyrðingum Wright og segir að enginn grundvöllur sé fyrir þeim. Yfirgæfandi líkur séu á því að það sé frá þeim tíma sem safnið telur að það sé frá. Skrár séu til um málverkið frá 1801 sem raktar hafi verið til nútímans.Umfjöllun Guardian um fullyrðingar Wright.
Bretland Myndlist Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Sjá meira