Ómar Benediktsson, varaformaður stjórnar Icelandair Group, keypti á þriðja tímanum í dag rúmlega 10,7 milljón hluti í félaginu. Hann greiddi 7,15 krónur á hlut og er því heildarupphæð viðskiptanna næstum 77 milljónir króna. Frá þessu er greint í tilkynningu Icelandair Group til Kauphallarinnar, en viðskiptin framkvæmdi hann í gegnum félag sitt NT ehf.
Hann er sagður ekki hafa átt nein bréf í félaginu fyrir viðskiptin og er hann því töluvert frá því að vera meðal stærstu hluthafa, 10,7 milljón hlutir skila honum um 0,2 prósenta eignarhaldi á Icelandair Group.
Ómar kom aftur inn í stjórn Icelandair Group árið 2017, en hann hefur víðtæka reynslu úr fluggeiranum. Til að mynda var hann aðal- og varamaður í stjórn Icelandair Group á árunum fyrir bankahrunið 2008 og um tíma varaformaður. Þar áður gegndi hann stöðu framkvæmdastjóra Air Atlanta og Íslandsflugs og síðar sömu stöðu hjá Smartlynx Airlines í Lettlandi.
Þá er hann jafnframt forstjóri Farice ehf. Fyrirtækið var stofnað árið 2002 af íslenska ríkinu og íslenskum og færeyskum fjarskiptafyrirtækjum. Tilgangur þess var að leggja sæstrenginn FARICE-1 sem tekinn var í notkun í janúar árið 2004. Er nú svo komið að Farice er langstærsti aðilinn í sölu á samböndum milli Íslands og útlanda. Íslenska ríkið eignaðist það að fullu fyrr á þessu ári.
Hlutabréfaverð Icelandair Group hefur fallið nokkuð undanfarna mánuði. Það sem af er þessu ári hefur virði brefánna lækkað um rúmlega fjórðung og hefur lækkunin numið rúmum sex prósentum síðastliðna viku. Virði bréfanna hækkaði þó lítillega í gær, um 0,7 prósent, en lækkað örlítið aftur það sem af er degi.
Varaformaður stjórnarinnar keypti fyrir 77 milljónir í Icelandair
Stefán Ó. Jónsson skrifar

Mest lesið

Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs
Viðskipti innlent

„Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“
Viðskipti innlent

Heiðrún Lind í stjórn Sýnar
Viðskipti innlent

Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna
Viðskipti innlent

Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör
Viðskipti innlent

Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif
Viðskipti erlent

Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár
Viðskipti innlent


Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli
Viðskipti innlent

Ráðinn fjármálastjóri Origo
Viðskipti innlent