Stjórnvöld reyna enn að ná sátt um bætur Birgir Olgeirsson skrifar 22. ágúst 2019 17:20 Aðstandendur Tryggva Rúnars Leifssonar féllust í faðma þegar sýknudómur var kveðinn upp í Hæstarétti síðastliðið haust. Fréttablaðið/Eyþór Stjórnvöld reyna enn að ná sátt um bætur til þeirra sem sýknaðir voru í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Greint er frá þessu á vef stjórnarráðsins en þar er farið yfir viðbrögð yfirvalda í kjölfar sýknudóms Hæstaréttar 27. september 2018. Forsætisráðherra skipaði nefnd til að leiða viðræður og sáttaumleitanir við þá sem sýknaðir voru sem og aðstandendur þeirra sem látnir voru en sýknaðir í sama dómi. Kristrún Heimisdóttir var formaður nefndarinnar en þar voru einnig fulltrúar dómsmálaráðuneytis og fjármála- og efnahagsráðuneytis. Jafnframt var Andri Árnason lögmaður settur sem ríkislögmaður til að fara með meðferð bótakrafna í þessu máli. Nefndin skilaði af sér 3. júní síðastliðinn. Kom fram að sáttaumleitanir hefðu ekki borið árangur, að minnsta kosti væru ekki horfur á að hægt væri að ná sátt við alla aðila málsins. Málið er því nú fyrst og fremst í höndum setts ríkislögmanns. Hann er að undirbúa greinargerð í máli sem Ragnar Aðalsteinsson lögmaður hefur höfðað fyrir hönd Guðjóns Skarphéðinssonar. Þá er mál Erlu Bolladóttur og erindi annarra, sem tengjast málinu, samhliða til skoðunar hjá settum ríkislögmanni. Af hálfu stjórnvalda hefur verið lögð áhersla á að ríkið væri tilbúið að semja um sanngjarnar bætur til þeirra sem sýknaðir voru og aðstandenda þeirra sem fallnir eru frá og afla til þess viðeigandi lagaheimildar. Ríkisstjórnin mun halda áfram athugun á slíkri lausn, sem aðilar gætu verið sáttir við. Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Stjórnvöld reyna enn að ná sátt um bætur til þeirra sem sýknaðir voru í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Greint er frá þessu á vef stjórnarráðsins en þar er farið yfir viðbrögð yfirvalda í kjölfar sýknudóms Hæstaréttar 27. september 2018. Forsætisráðherra skipaði nefnd til að leiða viðræður og sáttaumleitanir við þá sem sýknaðir voru sem og aðstandendur þeirra sem látnir voru en sýknaðir í sama dómi. Kristrún Heimisdóttir var formaður nefndarinnar en þar voru einnig fulltrúar dómsmálaráðuneytis og fjármála- og efnahagsráðuneytis. Jafnframt var Andri Árnason lögmaður settur sem ríkislögmaður til að fara með meðferð bótakrafna í þessu máli. Nefndin skilaði af sér 3. júní síðastliðinn. Kom fram að sáttaumleitanir hefðu ekki borið árangur, að minnsta kosti væru ekki horfur á að hægt væri að ná sátt við alla aðila málsins. Málið er því nú fyrst og fremst í höndum setts ríkislögmanns. Hann er að undirbúa greinargerð í máli sem Ragnar Aðalsteinsson lögmaður hefur höfðað fyrir hönd Guðjóns Skarphéðinssonar. Þá er mál Erlu Bolladóttur og erindi annarra, sem tengjast málinu, samhliða til skoðunar hjá settum ríkislögmanni. Af hálfu stjórnvalda hefur verið lögð áhersla á að ríkið væri tilbúið að semja um sanngjarnar bætur til þeirra sem sýknaðir voru og aðstandenda þeirra sem fallnir eru frá og afla til þess viðeigandi lagaheimildar. Ríkisstjórnin mun halda áfram athugun á slíkri lausn, sem aðilar gætu verið sáttir við.
Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira