Dóttir Stan Lee segir engan hafa komið verr fram við föður sinn en Disney og Marvel Birgir Olgeirsson skrifar 22. ágúst 2019 20:59 Tom Holland hefur skuldbundið sig til að leika í tveimur Spiderman-myndum til viðbótar en ef fram fer sem horfir verða þær ekki undir merkjum Marvel. Vísir/Getty Deilum á milli Sony og Disney um yfirráð yfir ofurhetjunni Spiderman er hvergi nærri lokið en nú hefur dóttir myndasagnahöfundarins Stan Lee komið Sony til varnar. Vill hún meina að Disney og Marvel hafi komið illa fram við föður hennar. Greint var frá því fyrr í vikunni að viðræður Disney og Sony Pictures um áframhaldandi samframleiðslu á myndum um Spiderman hefðu siglt í strand. Myndverin höfðu áður komist að því samkomulagi að skipta kostnaði við gerð Spiderman mynda jafnt á milli sín. Síðan þessi deila rataði í fréttirnar hafa aðdáendur og leikarar í Marvel-myndunum beint gremju sinni að Sony. Hefur Sony fengið að finna fyrir því á samfélagsmiðlum og hefur Jeremy Renner, sem leikur Hawkeye í Avengers-myndunum, komið Disney til varnar með því að segja Sony að afhenda Marvel Spiderman á ný. Stan Lee er maðurinn sem stofnaði Marvel-myndasögurnar og er sá sem skapaði langflesta af þeim karakterum sem njóta svo mikilla vinsælda í dag, þar á meðal Ironman, Captain America og áðurnefndan Spiderman. Dóttir hans heitir Joan Celia Lee en hún ræddi við TMZ um þessar deilur en Stan Lee lést í fyrra.Stann Lee lést í fyrra, 95 ára að aldri.Vísir/GettyHún segir Marvel og Disney sækjast eftir algjörum yfirráðum yfir sköpunarverkum föður síns og að það þurfi meira jafnvægi á markaðinn. Vonast hún eftir að aðrir taki að sér sköpunarverk föður síns og sýni þeim einlæga virðingu. „Hvort sem það er Sony eða einhver annar, áframhaldandi þróun á karakterum föður míns og arfleiðar hans á skilið fleiri sjónarhorn.“ Hún lauk máli sínu með því að gagnrýna Marvel og Disney harðlega. „Þegar faðirinn minn dó, þá hafði enginn frá Disney eða Marvel samband við mig. Frá fyrsta degi hafa þeir gert verk föður míns að söluvöru og aldrei sýnt honum eða arfleið hans nokkra virðingu eða velsæmi. Þegar allt kemur til alls þá kom enginn verr fram við föður minn en stjórnendur Marvel og Disney.“ Þessar deilur hófust í kjölfar þess að nýjasta Spiderman-myndin, Far From Home, varð tekjuhæsta mynd Sony frá upphafi. Tvær Spiderman-myndir til viðbótar eru fyrirhugaðar með Tom Holland í aðalhlutverki og Jon Watts sem leikstjóra. Ef fram fer sem horfir verður Kevin Feige, forstjóri Marvel og sá sem hefur haldið þétt utan um allar þær Marvel-myndir sem komið hafa út á undanförnum áratug, ekki framleiðandi þeirra mynda. Það yrði gífurlegt högg fyrir áframhaldandi söguþráð Marvel því búið er að stilla Spiderman upp sem einni af aðalofurhetjum framtíðarmynda Marvel-heimsins. Hollywood Tengdar fréttir Köngulóarmaðurinn ekki lengur hluti af Marvel heiminum Kvikmyndaverið Marvel mun ekki framleiða fleiri kvikmyndir um köngulóarmanninn vegna þess að Sony kvikmyndaverið og Disney, sem á Marvel, ná ekki samkomulagi um fjármögnun Sony á myndum um ofurhetjuna í framtíðinni. 20. ágúst 2019 21:39 Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Deilum á milli Sony og Disney um yfirráð yfir ofurhetjunni Spiderman er hvergi nærri lokið en nú hefur dóttir myndasagnahöfundarins Stan Lee komið Sony til varnar. Vill hún meina að Disney og Marvel hafi komið illa fram við föður hennar. Greint var frá því fyrr í vikunni að viðræður Disney og Sony Pictures um áframhaldandi samframleiðslu á myndum um Spiderman hefðu siglt í strand. Myndverin höfðu áður komist að því samkomulagi að skipta kostnaði við gerð Spiderman mynda jafnt á milli sín. Síðan þessi deila rataði í fréttirnar hafa aðdáendur og leikarar í Marvel-myndunum beint gremju sinni að Sony. Hefur Sony fengið að finna fyrir því á samfélagsmiðlum og hefur Jeremy Renner, sem leikur Hawkeye í Avengers-myndunum, komið Disney til varnar með því að segja Sony að afhenda Marvel Spiderman á ný. Stan Lee er maðurinn sem stofnaði Marvel-myndasögurnar og er sá sem skapaði langflesta af þeim karakterum sem njóta svo mikilla vinsælda í dag, þar á meðal Ironman, Captain America og áðurnefndan Spiderman. Dóttir hans heitir Joan Celia Lee en hún ræddi við TMZ um þessar deilur en Stan Lee lést í fyrra.Stann Lee lést í fyrra, 95 ára að aldri.Vísir/GettyHún segir Marvel og Disney sækjast eftir algjörum yfirráðum yfir sköpunarverkum föður síns og að það þurfi meira jafnvægi á markaðinn. Vonast hún eftir að aðrir taki að sér sköpunarverk föður síns og sýni þeim einlæga virðingu. „Hvort sem það er Sony eða einhver annar, áframhaldandi þróun á karakterum föður míns og arfleiðar hans á skilið fleiri sjónarhorn.“ Hún lauk máli sínu með því að gagnrýna Marvel og Disney harðlega. „Þegar faðirinn minn dó, þá hafði enginn frá Disney eða Marvel samband við mig. Frá fyrsta degi hafa þeir gert verk föður míns að söluvöru og aldrei sýnt honum eða arfleið hans nokkra virðingu eða velsæmi. Þegar allt kemur til alls þá kom enginn verr fram við föður minn en stjórnendur Marvel og Disney.“ Þessar deilur hófust í kjölfar þess að nýjasta Spiderman-myndin, Far From Home, varð tekjuhæsta mynd Sony frá upphafi. Tvær Spiderman-myndir til viðbótar eru fyrirhugaðar með Tom Holland í aðalhlutverki og Jon Watts sem leikstjóra. Ef fram fer sem horfir verður Kevin Feige, forstjóri Marvel og sá sem hefur haldið þétt utan um allar þær Marvel-myndir sem komið hafa út á undanförnum áratug, ekki framleiðandi þeirra mynda. Það yrði gífurlegt högg fyrir áframhaldandi söguþráð Marvel því búið er að stilla Spiderman upp sem einni af aðalofurhetjum framtíðarmynda Marvel-heimsins.
Hollywood Tengdar fréttir Köngulóarmaðurinn ekki lengur hluti af Marvel heiminum Kvikmyndaverið Marvel mun ekki framleiða fleiri kvikmyndir um köngulóarmanninn vegna þess að Sony kvikmyndaverið og Disney, sem á Marvel, ná ekki samkomulagi um fjármögnun Sony á myndum um ofurhetjuna í framtíðinni. 20. ágúst 2019 21:39 Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Köngulóarmaðurinn ekki lengur hluti af Marvel heiminum Kvikmyndaverið Marvel mun ekki framleiða fleiri kvikmyndir um köngulóarmanninn vegna þess að Sony kvikmyndaverið og Disney, sem á Marvel, ná ekki samkomulagi um fjármögnun Sony á myndum um ofurhetjuna í framtíðinni. 20. ágúst 2019 21:39