„Margir milljarðar“ geti sparast með sameiningu banka Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. ágúst 2019 11:04 Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka. Fréttablaðið/Ernir Hægt væri að ná mikill hagræðingu með því að sameina banka á Íslandi að sögn bankastjóra Íslandsbanka. Sparnaðurinn gæti hlaupið á milljörðum króna. Birna Einarsdóttir var til tals í Bítinu á Bylgjunni í morgun, þar sem farið var um víðan völl. Yfirvofandi breytingar á bankastarfsemi heimsins báru á góma, rétt eins og þau skref sem Íslandsbanki hefur stigið til að auka áherslu á heimabanka, á kostnað hinna hefðbundnu útibúa. Í því samhengi benti Birna á að undanfarin 5 ár hafi heimsóknum fólks í útibú Íslandsbanka fækkað um 40 prósent, auk þess um 60 prósent fólks skipti nú kreditkortagreiðslum í gegnum netið. Hún segir bankann því hafa séð „rosalegar breytingar“ og gerir ekki ráð fyrir öðru en áframhaldi á því á komandi misserum. Er það ekki síst vegna tilkomu nýrrar löggjafar sem auðveldar innreið annars konar bankastarfsemi eins og Vísir hefur áður fjallað um. Þannig muni þörfin fyrir hefðbundna banka breytast mikið.Sjá einnig: Bankar þurfa að hugsa út fyrir kassann og endurskilgreina sig Aðspurð um hvort ekki sé komið tilefni til að sameina einhverja af íslensku bönkunum segir Birna að það sé alveg vert að kanna þann möguleika, án þess þó að nefna banka í því samhengi. Því geti fylgt mikið hagræði. „Það er alveg ljóst, en auðvitað myndi samkeppnin verða með aðeins öðruvísi hætti ef það yrði,“ segir Birna sem áætlar þó að hún þyrfti ekki að verða minni. „Ef farið yrði í sameiningu tveggja banka þá yrði bara að stilla þessu aðeins öðruvísi upp. Bankarnir tveir sem hugsanlega yrðu sameinaðir yrðu þá að selja eitthvað frá sér til þess að jafna þetta aðeins út.“Helmingur sparist Aðspurð um hvað slík sameining gæti sparað mikla fjármuni í íslenska bankakerfinu segist Birna áætla að það gæti sparað „alla vega helming af kostnaði annars bankans.“ Sú upphæð væri að öllum líkindum „margir milljarðar.“ Þrátt fyrir þennan sparnað segir Birna að engin alvöru umræða eigi sér stað um slíka sameiningu. „Ég held að sé alveg tími til kominn að skoða hvað hægt er að gera til að samkeppnisstaðan myndi ekki skaðast mikið, stilla því svolítið upp,“ segir Birna. „Það er ekkert verkefni sem er í gangi en alveg eitthvað sem að sjálfsögðu ætti að skoða á einhverjum tímapunkti.“ Þessi hugmyndin var viðruð af þingmanni meirihlutans í upphafi árs. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, vildi þá að ríkisstjórnin kannaði möguleikann á sameiningu Landsbankans og Íslandsbanka áður en teknar verði ákvarðanir um sölu bankanna. Ríkissjóður á 98 prósent í Landsbankanum og 100 prósent í Íslandsbanka. Í hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið er lagt til að stjórnvöld hefji undirbúning að sölu bankanna. Spjallið við Birnu má heyra þegar um 1 klukkustund og 51 mínúta er liðin af þættinum hér að neðan. Íslenskir bankar Tækni Tengdar fréttir Bankar þurfa að hugsa út fyrir kassann og endurskilgreina sig Fjármálastarfsemi stendur á tímamótum. 1. nóvember 2018 07:00 Þýski netbankinn birtingarmynd þess sem koma skal Þó svo að koma þýska netbankans N26 muni að öllum líkindum ekki umturna íslenska bankakerfinu er innreið hans skýr birtingarmynd þeirrar þróunar sem er að eiga sér stað í bankaþjónustu þessi misserin. 16. nóvember 2018 14:45 Vill láta kanna sameiningu Íslandsbanka og Landsbankans Þingmaður Vinstri grænna vill að ríkisstjórnin kanni það til hlítar hvort hægt sé að sameina Íslandsbanka og Landsbankann áður en teknar verði ákvarðanir um sölu bankanna. Varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis segir slíkar hugmyndir óráð og hefur efasemdir að það myndi standast samkeppnislög. 11. janúar 2019 21:00 Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Sjá meira
Hægt væri að ná mikill hagræðingu með því að sameina banka á Íslandi að sögn bankastjóra Íslandsbanka. Sparnaðurinn gæti hlaupið á milljörðum króna. Birna Einarsdóttir var til tals í Bítinu á Bylgjunni í morgun, þar sem farið var um víðan völl. Yfirvofandi breytingar á bankastarfsemi heimsins báru á góma, rétt eins og þau skref sem Íslandsbanki hefur stigið til að auka áherslu á heimabanka, á kostnað hinna hefðbundnu útibúa. Í því samhengi benti Birna á að undanfarin 5 ár hafi heimsóknum fólks í útibú Íslandsbanka fækkað um 40 prósent, auk þess um 60 prósent fólks skipti nú kreditkortagreiðslum í gegnum netið. Hún segir bankann því hafa séð „rosalegar breytingar“ og gerir ekki ráð fyrir öðru en áframhaldi á því á komandi misserum. Er það ekki síst vegna tilkomu nýrrar löggjafar sem auðveldar innreið annars konar bankastarfsemi eins og Vísir hefur áður fjallað um. Þannig muni þörfin fyrir hefðbundna banka breytast mikið.Sjá einnig: Bankar þurfa að hugsa út fyrir kassann og endurskilgreina sig Aðspurð um hvort ekki sé komið tilefni til að sameina einhverja af íslensku bönkunum segir Birna að það sé alveg vert að kanna þann möguleika, án þess þó að nefna banka í því samhengi. Því geti fylgt mikið hagræði. „Það er alveg ljóst, en auðvitað myndi samkeppnin verða með aðeins öðruvísi hætti ef það yrði,“ segir Birna sem áætlar þó að hún þyrfti ekki að verða minni. „Ef farið yrði í sameiningu tveggja banka þá yrði bara að stilla þessu aðeins öðruvísi upp. Bankarnir tveir sem hugsanlega yrðu sameinaðir yrðu þá að selja eitthvað frá sér til þess að jafna þetta aðeins út.“Helmingur sparist Aðspurð um hvað slík sameining gæti sparað mikla fjármuni í íslenska bankakerfinu segist Birna áætla að það gæti sparað „alla vega helming af kostnaði annars bankans.“ Sú upphæð væri að öllum líkindum „margir milljarðar.“ Þrátt fyrir þennan sparnað segir Birna að engin alvöru umræða eigi sér stað um slíka sameiningu. „Ég held að sé alveg tími til kominn að skoða hvað hægt er að gera til að samkeppnisstaðan myndi ekki skaðast mikið, stilla því svolítið upp,“ segir Birna. „Það er ekkert verkefni sem er í gangi en alveg eitthvað sem að sjálfsögðu ætti að skoða á einhverjum tímapunkti.“ Þessi hugmyndin var viðruð af þingmanni meirihlutans í upphafi árs. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, vildi þá að ríkisstjórnin kannaði möguleikann á sameiningu Landsbankans og Íslandsbanka áður en teknar verði ákvarðanir um sölu bankanna. Ríkissjóður á 98 prósent í Landsbankanum og 100 prósent í Íslandsbanka. Í hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið er lagt til að stjórnvöld hefji undirbúning að sölu bankanna. Spjallið við Birnu má heyra þegar um 1 klukkustund og 51 mínúta er liðin af þættinum hér að neðan.
Íslenskir bankar Tækni Tengdar fréttir Bankar þurfa að hugsa út fyrir kassann og endurskilgreina sig Fjármálastarfsemi stendur á tímamótum. 1. nóvember 2018 07:00 Þýski netbankinn birtingarmynd þess sem koma skal Þó svo að koma þýska netbankans N26 muni að öllum líkindum ekki umturna íslenska bankakerfinu er innreið hans skýr birtingarmynd þeirrar þróunar sem er að eiga sér stað í bankaþjónustu þessi misserin. 16. nóvember 2018 14:45 Vill láta kanna sameiningu Íslandsbanka og Landsbankans Þingmaður Vinstri grænna vill að ríkisstjórnin kanni það til hlítar hvort hægt sé að sameina Íslandsbanka og Landsbankann áður en teknar verði ákvarðanir um sölu bankanna. Varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis segir slíkar hugmyndir óráð og hefur efasemdir að það myndi standast samkeppnislög. 11. janúar 2019 21:00 Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Sjá meira
Bankar þurfa að hugsa út fyrir kassann og endurskilgreina sig Fjármálastarfsemi stendur á tímamótum. 1. nóvember 2018 07:00
Þýski netbankinn birtingarmynd þess sem koma skal Þó svo að koma þýska netbankans N26 muni að öllum líkindum ekki umturna íslenska bankakerfinu er innreið hans skýr birtingarmynd þeirrar þróunar sem er að eiga sér stað í bankaþjónustu þessi misserin. 16. nóvember 2018 14:45
Vill láta kanna sameiningu Íslandsbanka og Landsbankans Þingmaður Vinstri grænna vill að ríkisstjórnin kanni það til hlítar hvort hægt sé að sameina Íslandsbanka og Landsbankann áður en teknar verði ákvarðanir um sölu bankanna. Varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis segir slíkar hugmyndir óráð og hefur efasemdir að það myndi standast samkeppnislög. 11. janúar 2019 21:00