Enginn ákærður vegna andláts ungrar konu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. júlí 2019 15:49 Kolbrún Benediktsdóttir er varahéraðssaksóknari. Embætti héraðssaksóknara rannsakar atvik þar sem manneskja lætur lífið í tengslum við störf lögreglu, óháð því hvort grunur sé til staðar um refsivert brot. vísir/vilhelm Héraðssaksóknari hefur fellt niður mál sem embættið tók til rannsóknar og sneri að tilurð þess að ung kona lést í apríl síðastliðnum í kjölfar afskipta lögreglu. Málið er fellt niður á grundvelli 145. greinar sakamálalaga þar sem segir að ef ákærandi telur það sem fram er komið ekki nægilegt eða líklegt til sakfellis þá lætur hann við svo búið standa. Þetta staðfestir Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari, í samtali við fréttastofu. Rannsókn málsins lauk fyrr í sumar. Embætti héraðssaksóknara rannsakar atvik þar sem manneskja lætur lífið í tengslum við störf lögreglu, óháð því hvort grunur sé til staðar um refsivert brot. Í þessu máli sættu tveir lögreglumenn rannsókn. Fyrst var greint frá málinu í kvöldfréttum Stöðvar 2 þann 11. apríl síðastliðinn. Þar kom fram að konan, sem fædd var árið 1994, hefði látist þann 9. apríl. Þá nótt hafði hún verið í samkvæmi þar sem mikið var um eiturlyf, meðal annars kókaín. Eftir að lögreglan hafði afskipti af konunni fór hún í hjartastopp. Endurlífgunartilraunir hófust og var konan flutt á Landspítalann þar sem hún lést. Móðir konunnar sagði í samtali við fréttastofu að foreldarnir væru afar ósáttir við vinnubrögð lögreglu og meðferðina á dóttur þeirra umrædda nótt. Sagði móðirin lögregluþjóna hafa handjárnað dótturina og bundið hana á fótum en hún var í geðrofi vegna neyslu. Sprauta ætti fólk niður, en ekki binda. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vildi á þessum tíma ekki veita neinar upplýsingar um málið þar sem því hafði verið vísað til héraðssaksóknara. Lögreglumál Tengdar fréttir Rannsókn lokið á andláti ungrar konu Héraðssaksóknari hefur lokið rannsókn sinni á tilurð þess að ung kona lést í apríl síðastliðnum í kjölfar afskipta lögreglu. 2. júlí 2019 11:45 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Héraðssaksóknari hefur fellt niður mál sem embættið tók til rannsóknar og sneri að tilurð þess að ung kona lést í apríl síðastliðnum í kjölfar afskipta lögreglu. Málið er fellt niður á grundvelli 145. greinar sakamálalaga þar sem segir að ef ákærandi telur það sem fram er komið ekki nægilegt eða líklegt til sakfellis þá lætur hann við svo búið standa. Þetta staðfestir Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari, í samtali við fréttastofu. Rannsókn málsins lauk fyrr í sumar. Embætti héraðssaksóknara rannsakar atvik þar sem manneskja lætur lífið í tengslum við störf lögreglu, óháð því hvort grunur sé til staðar um refsivert brot. Í þessu máli sættu tveir lögreglumenn rannsókn. Fyrst var greint frá málinu í kvöldfréttum Stöðvar 2 þann 11. apríl síðastliðinn. Þar kom fram að konan, sem fædd var árið 1994, hefði látist þann 9. apríl. Þá nótt hafði hún verið í samkvæmi þar sem mikið var um eiturlyf, meðal annars kókaín. Eftir að lögreglan hafði afskipti af konunni fór hún í hjartastopp. Endurlífgunartilraunir hófust og var konan flutt á Landspítalann þar sem hún lést. Móðir konunnar sagði í samtali við fréttastofu að foreldarnir væru afar ósáttir við vinnubrögð lögreglu og meðferðina á dóttur þeirra umrædda nótt. Sagði móðirin lögregluþjóna hafa handjárnað dótturina og bundið hana á fótum en hún var í geðrofi vegna neyslu. Sprauta ætti fólk niður, en ekki binda. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vildi á þessum tíma ekki veita neinar upplýsingar um málið þar sem því hafði verið vísað til héraðssaksóknara.
Lögreglumál Tengdar fréttir Rannsókn lokið á andláti ungrar konu Héraðssaksóknari hefur lokið rannsókn sinni á tilurð þess að ung kona lést í apríl síðastliðnum í kjölfar afskipta lögreglu. 2. júlí 2019 11:45 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Rannsókn lokið á andláti ungrar konu Héraðssaksóknari hefur lokið rannsókn sinni á tilurð þess að ung kona lést í apríl síðastliðnum í kjölfar afskipta lögreglu. 2. júlí 2019 11:45