Varnarsigur Hörður Ægisson skrifar 19. júlí 2019 07:00 Fá ríki eiga jafn mikið undir ferðaþjónustu og Ísland. Hagstærðirnar eru vel þekktar. Greinin skapar um 40 prósent af gjaldeyristekjum þjóðarbúsins og liðlega helming af heildarhagvexti frá 2010 má rekja beint og óbeint til uppgangs ferðaþjónustunnar. Við fall WOW air var viðbúið að erlendum ferðamönnum ætti eftir að fækka verulega. Það hefur orðið reyndin – fjöldi þeirra hefur dregist saman um nærri fimmtung á öðrum ársfjórðungi – og önnur flugfélög hafa aðeins að litlum hluta fyllt í skarðið sem WOW skildi eftir sig fyrir flugframboð til og frá landinu. Vandræði Icelandair vegna kyrrsetningar á MAX-vélunum, sem virðast engan enda ætla að taki, hafa þar ekki hjálpað til. Allar hagspár gera því ráð fyrir efnahagssamdrætti á þessu ári. Tölur um fækkun í komum ferðamanna segja hins vegar ekki alla söguna. Aðrir hagvísar, meðal annars aukning í umferð um hringveginn og erlend kortavelta, benda í aðra átt og gefa til kynna að staðan sé ekki eins slæm og margir óttuðust. Þannig jókst kortavelta ferðamanna í júní um nærri eitt prósent á milli ára – mest var aukningin í verslun og dagvöru – þrátt fyrir að farþegum sem fóru um Keflavíkurflugvöll hafi á sama tíma fækkað um fjórðung. Þetta eru afar jákvæð tíðindi, bæði fyrir ferðaþjónustuna og hagkerfið, og til marks um að tekjusamdráttur þjóðarbúsins verði minni en fækkun ferðamanna í kjölfar falls WOW air gaf til kynna. Hvað skýrir þessa þróun? Það var vitað að farþegar sem flugu til landsins með WOW air skiluðu að meðaltali færri krónum til hagkerfisins en þeir sem komu með Icelandair. Þeir dvöldu að jafnaði skemur og eyddu minna. Nýjustu tölur um erlenda kortaveltu, sem eru sambærilegar þeim og við sáum fyrir maímánuð, eru því til marks um að dvalartími ferðamanna sé að lengjast og eins að eyðslusamari ferðamenn séu á landinu. Þessir þættir, sem orsakast meðal annars af lægra gengi krónunnar, milda verulega efnahagslegu áhrifin af brotthvarfi WOW air. Á grundvelli lágra fargjalda, sem gátu ekki staðist til lengdar, streymdu til landsins ferðamenn og fyrirtæki réðust í umfangsmiklar fjárfestingar byggðar á væntingum um að þessi þróun myndi vara um ókomin ár. Nú er sá tími liðinn. Fyrir sum fyrirtæki, sem spenntu bogann of hátt, verða afleiðingarnar sársaukafullar en fyrir hagkerfið í heild sinni kann að vera jákvætt að atvinnugreinin aðlagi sig að nýjum og sjálfbærari vexti. Hér hefur skipt sköpum að vera með sveigjanlegan gjaldmiðil sem tekur mið af íslenskum efnahagsaðstæðum. Mikil gengisstyrking krónunnar á sínum tíma gegndi lykilhlutverki í að hægja á hinum ósjálfbæra vexti ferðaþjónustunnar og stuðlaði þannig um leið að meira jafnvægi í þjóðarbúskapnum en ella. Leiðrétting á genginu, krónan er rúmlega tíu prósentum lægri gagnvart evru en fyrir ári, er að sama skapi til þess fallin að bæta samkeppnisstöðu greinarinnar nú þegar hún stendur frammi fyrir áskorunum og það kreppir að í efnahagslífinu. Krónan hefur gert sitt gagn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Hörður Ægisson Íslenska krónan Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Fá ríki eiga jafn mikið undir ferðaþjónustu og Ísland. Hagstærðirnar eru vel þekktar. Greinin skapar um 40 prósent af gjaldeyristekjum þjóðarbúsins og liðlega helming af heildarhagvexti frá 2010 má rekja beint og óbeint til uppgangs ferðaþjónustunnar. Við fall WOW air var viðbúið að erlendum ferðamönnum ætti eftir að fækka verulega. Það hefur orðið reyndin – fjöldi þeirra hefur dregist saman um nærri fimmtung á öðrum ársfjórðungi – og önnur flugfélög hafa aðeins að litlum hluta fyllt í skarðið sem WOW skildi eftir sig fyrir flugframboð til og frá landinu. Vandræði Icelandair vegna kyrrsetningar á MAX-vélunum, sem virðast engan enda ætla að taki, hafa þar ekki hjálpað til. Allar hagspár gera því ráð fyrir efnahagssamdrætti á þessu ári. Tölur um fækkun í komum ferðamanna segja hins vegar ekki alla söguna. Aðrir hagvísar, meðal annars aukning í umferð um hringveginn og erlend kortavelta, benda í aðra átt og gefa til kynna að staðan sé ekki eins slæm og margir óttuðust. Þannig jókst kortavelta ferðamanna í júní um nærri eitt prósent á milli ára – mest var aukningin í verslun og dagvöru – þrátt fyrir að farþegum sem fóru um Keflavíkurflugvöll hafi á sama tíma fækkað um fjórðung. Þetta eru afar jákvæð tíðindi, bæði fyrir ferðaþjónustuna og hagkerfið, og til marks um að tekjusamdráttur þjóðarbúsins verði minni en fækkun ferðamanna í kjölfar falls WOW air gaf til kynna. Hvað skýrir þessa þróun? Það var vitað að farþegar sem flugu til landsins með WOW air skiluðu að meðaltali færri krónum til hagkerfisins en þeir sem komu með Icelandair. Þeir dvöldu að jafnaði skemur og eyddu minna. Nýjustu tölur um erlenda kortaveltu, sem eru sambærilegar þeim og við sáum fyrir maímánuð, eru því til marks um að dvalartími ferðamanna sé að lengjast og eins að eyðslusamari ferðamenn séu á landinu. Þessir þættir, sem orsakast meðal annars af lægra gengi krónunnar, milda verulega efnahagslegu áhrifin af brotthvarfi WOW air. Á grundvelli lágra fargjalda, sem gátu ekki staðist til lengdar, streymdu til landsins ferðamenn og fyrirtæki réðust í umfangsmiklar fjárfestingar byggðar á væntingum um að þessi þróun myndi vara um ókomin ár. Nú er sá tími liðinn. Fyrir sum fyrirtæki, sem spenntu bogann of hátt, verða afleiðingarnar sársaukafullar en fyrir hagkerfið í heild sinni kann að vera jákvætt að atvinnugreinin aðlagi sig að nýjum og sjálfbærari vexti. Hér hefur skipt sköpum að vera með sveigjanlegan gjaldmiðil sem tekur mið af íslenskum efnahagsaðstæðum. Mikil gengisstyrking krónunnar á sínum tíma gegndi lykilhlutverki í að hægja á hinum ósjálfbæra vexti ferðaþjónustunnar og stuðlaði þannig um leið að meira jafnvægi í þjóðarbúskapnum en ella. Leiðrétting á genginu, krónan er rúmlega tíu prósentum lægri gagnvart evru en fyrir ári, er að sama skapi til þess fallin að bæta samkeppnisstöðu greinarinnar nú þegar hún stendur frammi fyrir áskorunum og það kreppir að í efnahagslífinu. Krónan hefur gert sitt gagn.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar